[Talk-is] Samvinna með Sjálfbjörg - vantar sjálfboðaliða

2012-10-29 Thread Svavar Kjarrval
Hæ.

Ég ræddi við fólkið í Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, um daginn og
fékk samþykki þeirra til að redda upplýsingum um POIs í þeirra nafni.
Þetta er ekki formlegt samstarf milli OSM og þeirra. En þar sem söfnunin
gagnast OSM sérstaklega, þá datt mér í hug að redda sjálfboðaliðum
héðan. Söfnunin er alfarið á mína ábyrgð og þeirra sem vilja deila henni
með mér. Samkomulagið snýst eingöngu um að geta sagt að söfnunin sé á
vegum Sjálfsbjargar og síðan fæ ég netfang til afnota hjá þeim til að
senda út tölvupósta í tengslum við hana. Það er auðveldara að fá
upplýsingar ef hægt er að tengja þekkt samtök við slíkar beiðnir. Síðan
er auðveldara að kynna söfnunina sem hjálparverkefni fyrir fatlaða
heldur en söfnun gagna fyrir OSM.

Téð verkefni snýst um það að redda POIs og upplýsingum um þá fyrir
OpenStreetMap og þær upplýsingar munu í framhaldinu rata inn á
Wheelmap.org. Notendur Wheelmap, sem eru að mestu hreyfihamlaðir
einstaklinga, geta þá á auðveldari hátt en nú merkt hjólastólaaðgengi
hjá fyrirtækjum. Þær upplýsingar rata síðan inn á OSM grunninn þar sem
gagnaskiptin eru tvíátta. Ef staðurinn er ekki inn á Wheelmap þarf
viðkomandi einstaklingur að setja hann inn sjálfur en það getur verið
nokkuð erfitt fyrir hreyfihamlaðan einstakling. Hann gæti þá frekar
valið að sleppa því að setja inn þær upplýsingar ef hann getur ekki gert
það án mikils erfiðis.

Fyrsta skrefið væri að gera nokkurn veginn það sem ég gerði í
Hafnarfirði, s.s. að ganga um með síma og taka myndir af upplýsingum.
Myndirnar eru taggaðar með GPS staðsetningu svo augljóst er hvar þær
voru teknar. Með þær að vopni er hægt að setja inn POIs á OSM ásamt þeim
upplýsingum sem eru utan á byggingunum. Prufusvæðið fyrir þetta ákveðna
verkefni er Laugavegurinn frá Hlemmi og að Lækjargötu; Þá þarf ég
sjálfboðaliða til að taka myndir hinu megin við götuna. Mig langar ekki
að vera stöðugt á ferðinni yfir götuna og því þætti mér betra ef einhver
annar væri með í þessu.

Eftir þessa upplýsingaöflun reyni ég að púsla þessum upplýsingum saman
og setja þau öll inn á réttan stað í OSM ásamt öðrum upplýsingum sem
náðust myndir af. Þá kemur að hluta Sjálfsbjargar en ég fæ afnot af
netfangi undir þeirra léni til að senda út tölvupósta til allra þessara
fyrirtækja (þar sem netfang liggur fyrir) og biðja þau um að staðfesta
upplýsingarnar og bæta við þeim upplýsingum sem á vantar. Ef engin
rafræn leið er í boði fá þau fyrirtæki heimsókn frá okkur til að gera
þetta á pappír.

Þriðji parturinn, eftir að allt hitt er búið, eða að mestu, er að taka
létta ferð um svæðið og merkja þá staði með rauðu sem augljósast er að
vantar aðgengið. Þá er svæðið búið og hægt að fara yfir á það næsta.

Hver vill aðstoða mig með þetta? Mig langar að stefna á að hefja
ljósmyndunarpartinn næsta laugardag eða sunnudag. Áætla lauslega að
ljósmyndunarhlutinn gæti tekið um 2 klst. ef ég fæ einn sjálfboðaliða.
Hver hefur tíma þá til að hjálpa mér?

Með kveðju,
Svavar Kjarrval


signature.asc
Description: OpenPGP digital signature
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] Fwd: LÍSU samtökin: Námskeið Q-GIS,14. nóvember og Samræmd uppsetning á gagnagrunnum 22. nóvember

2012-10-29 Thread Svavar Kjarrval
Hæ.

Datt í hug að einhver myndi hafa áhuga.

Sjálfur hef ég í hyggju að mæta á hádegisverðarfundinn 4. desember og
athuga stöðuna hjá ráðuneytunum ef ég get til að auðvelda
almenningsaðgang að landupplýsingum frá hinu opinbera.

- Svavar Kjarrval


 Original Message 
Delivered-To:   sva...@kjarrval.is
Received:   by 10.101.110.20 with SMTP id n20csp290956anm; Mon, 29 Oct
2012 08:38:57 -0700 (PDT)
Received:   by 10.14.179.69 with SMTP id
g45mr52998000eem.42.1351525136742; Mon, 29 Oct 2012 08:38:56 -0700 (PDT)
Return-Path:
Received:   from mail-ea0-f174.google.com (mail-ea0-f174.google.com
[209.85.215.174]) by mx.google.com with ESMTPS id
a8si16558999eep.77.2012.10.29.08.38.56 (version=TLSv1/SSLv3
cipher=OTHER); Mon, 29 Oct 2012 08:38:56 -0700 (PDT)
Received-SPF:   neutral (google.com: 209.85.215.174 is neither permitted
nor denied by best guess record for domain of
kjarrval+caf_=svavar=kjarrval...@osm.is) client-ip=209.85.215.174;
Authentication-Results: mx.google.com; spf=neutral (google.com:
209.85.215.174 is neither permitted nor denied by best guess record for
domain of kjarrval+caf_=svavar=kjarrval...@osm.is)
smtp.mail=kjarrval+caf_=svavar=kjarrval...@osm.is
Received:   by mail-ea0-f174.google.com with SMTP id c13so2056532eaa.5
for ; Mon, 29 Oct 2012 08:38:56 -0700 (PDT)
X-Google-DKIM-Signature:v=1; a=rsa-sha256; c=relaxed/relaxed;
d=google.com; s=20120113;
h=x-forwarded-to:x-forwarded-for:delivered-to:received-spf:from:to
:subject:thread-topic:thread-index:date:message-id:accept-language
:content-language:x-ms-has-attach:x-ms-tnef-correlator
:x-originating-ip:content-type:mime-version
:x-vodafone-mailscanner-information:x-vodafone-mailscanner-id
:x-vodafone-mailscanner:x-vodafone-mailscanner-spamcheck
:x-mailscanner-from:x-gm-message-state;
bh=AC/wcarP3bBZa91wfw5ZK/jHOVZTEvo8yiocg7WA8m4=;
b=nLfjy84zm1dnAFhxQUHgcyoBawgtfcUperNATgLWk9k7isxF9yJwYxW60opGLv2LWI
QHRNnBZ2GKPMg6XkA4S5qELP5JZyWZvbJNz/9R3cz+/JW8J2Gw0PI4L3/Mq7cViif/sX
WGThEmaY1+33JRfSmjaG1psyd0BkobopT+mQGHYkqptw64zM73E9+Pnw9SHoOdvN9kv3
axxZNyQ9pGnTKn40LfX5DbYjiNTkK2hvO1ihmUvl2sk2yrK9NNagi/PWdauP7fsVHdR9
lwvYiNP57N4bSruYhcHjtppTXmId+Ed0TDkCr0TY10MEipLHP9vTQgfWFRX98V/QfW1Q 17nA==
Received:   by 10.14.179.136 with SMTP id
h8mr50367645eem.7.1351525136033; Mon, 29 Oct 2012 08:38:56 -0700 (PDT)
X-Forwarded-To: sva...@kjarrval.is
X-Forwarded-For:kjarr...@osm.is sva...@kjarrval.is
Delivered-To:   kjarr...@osm.is
Received:   by 10.14.209.135 with SMTP id s7csp166725eeo; Mon, 29 Oct
2012 08:38:55 -0700 (PDT)
Received:   by 10.216.207.170 with SMTP id
n42mr16382928weo.173.1351525135365; Mon, 29 Oct 2012 08:38:55 -0700 (PDT)
Return-Path:
Received:   from vxout-2.c.is (vxout-2.c.is. [213.176.128.14]) by
mx.google.com with ESMTP id d10si4998213wix.46.2012.10.29.08.38.55; Mon,
29 Oct 2012 08:38:55 -0700 (PDT)
Received-SPF:   neutral (google.com: 213.176.128.14 is neither permitted
nor denied by best guess record for domain of l...@skipulagsstofnun.is)
client-ip=213.176.128.14;
Received:   from mail.internet.is (mail.internet.is [193.4.194.54]) by
vxout-2.c.is (Postfix) with ESMTP id 6158B6EF2F9; Mon, 29 Oct 2012
15:38:07 + (GMT)
Received:   from postur.skipulagsstofnun.is (notes.skipulag.is
[213.176.154.35]) (using TLSv1 with cipher AES128-SHA (128/128 bits))
(No client certificate requested) by mail.internet.is (Postfix) with
ESMTPS id C163434D3F; Mon, 29 Oct 2012 15:37:47 + (GMT)
Received:   from S-EXCHANGE.skipulag.is ([fe80::8cce:9b7b:1f41:c68e]) by
S-EXCHANGE.skipulag.is ([fe80::8cce:9b7b:1f41:c68e%12]) with mapi id
14.02.0318.004; Mon, 29 Oct 2012 15:37:46 +
From:   Þorbjörg Kjartansdóttir 
To: Þorbjörg Kjartansdóttir 
Subject:LÍSU samtökin: Námskeið Q-GIS,14. nóvember og Samræmd
uppsetning á gagnagrunnum 22. nóvember
Thread-Topic:   LÍSU samtökin: Námskeið Q-GIS,14. nóvember og Samræmd
uppsetning á gagnagrunnum 22. nóvember
Thread-Index:   Ac2161azQtP8kUkeShmlpH0xSaHfvQ==
Date:   Mon, 29 Oct 2012 15:37:45 +
Message-ID:

Accept-Language:is-IS, en-US
Content-Language:   en-US
X-MS-Has-Attach:
X-MS-TNEF-Correlator:   
x-originating-ip:   [172.21.36.126]
Content-Type:   multipart/alternative;
boundary="_000_DF16A2E0C9BE2446B5C26AD901CB70480E1C8063SEXCHANGEskipul_"
MIME-Version:   1.0
X-Vodafone-MailScanner-Information: Virusskannad hja Vodafone
X-Vodafone-MailScanner-ID:  6158B6EF2F9.AF77E
X-Vodafone-MailScanner: Found to be clean - Enginn virus fannst
X-Vodafone-MailScanner-SpamCheck:   ekki ruslpostur, SpamAssassin (not
cached, stigagjof=0.001, required 5, autolearn=disabled, HTML_MESSAGE 0.00)
X-MailScanner-From: l...@skipulagsstofnun.is
X-Gm-Message-State:
ALoCoQlxKI91Z2tHSRXya71V0LvvAL/BCSjr78n6t0+bCaKuP/3b4YOSxWiT+0jZlz6Zdhe26z9+




· *Námskeið á vegum LÍSU samtakanna : Q-GIS frjáls hugbúnaður
fyrir GIS vinnslu. **Dagskrá, verð og skráning.*