Ljósastauraimportinu er lokið. Kortið á osm.org birtir ekki ljósastaura
svo þið munið ekki sjá þá þar. Þeir eru samt komnir í OSM grunninn svo
það er hægt að nota þá í eigin kort. Mig grunar að þeir muni birtast á
http://lightmap.uni-hd.de/?lat=64.11240104346385&lon=-21.9342041015625&zoom=11
við næstu uppfærslu þar.

Mig langar að halda áfram að importa LUKR gögnum. Hvaða gögnum ætti ég
að beita mér að næst? Tillögur?

Sjá http://osm.is/gogn/ZZ-Umbreytt/Reykjav%C3%ADk/ fyrir lista.

- Svavar Kjarrval

On 02/11/12 13:36, Svavar Kjarrval wrote:
> Hæ (enn og aftur).
>
> Tók frumkvæði og vann aðeins með LUKR gögnin sem við fengum aukalega
> frá Reykjavík; Breytti gögnunum úr .shp yfir í .osm (nema stofnanir og
> miðlínur stíga) og skoðaði þau aðeins (afrakstur á
> http://osm.is/gogn/ZZ-Umbreytt/Reykjav%C3%ADk/). Þá tók ég eftir að
> skráin með ljósastaurum er ekki bara með ljósastaurum í Reykjavík,
> heldur allt höfuðborgarsvæðið (fyrir utan mesta hluta Garðabæjar og
> Mosfellsbæjar, og nokkur hverfi í Kópavogi). Þá ákvað ég að endurnýta
> https://wiki.openstreetmap.org/wiki/WikiProject_Iceland/LUKR til að
> fjalla um nýju gögnin.
>
> Ég hef áhuga á að setja inn ljósastauragögnin sem fyrst af þeirri
> ástæðu að gögnin eru líklegast sett inn út frá loftmyndum sem eru
> nákvæmari en gervihnattamyndirnar sem BING útvegar af svæðum utan
> Reykjavík. Þá er hægt að nota t.d. ljósastaurana sem mælikvarða til að
> reikna út gróft offset á gervihnattamyndunum. Stikkprufur fyrir
> Reykjavík benda til þess að gögnin séu í nokkuð góðu samræmi við
> loftmyndirnar úr Reykjavík sem eru þarna þá þegar.
>
> Ljósastauragögnin innihalda 35.293 nóður en núna í OSM eru 175
> highway=street_lamp nóður á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt history á
> þessum gögnin eru flestar nóðurnar settar inn af Mister Kanister og
> hinar eru frá mér. Til að einfalda import hef ég spurt Mister Kanister
> hvort ég megi eyða nóðunum hans í stað þess að merge-a þær handvirkt.
>
> Ljósastauranóðurnar úr LUKR skiptast niður á sveitarfélög með þessum
> hætti (samkvæmt _SVF_ lyklinum):
> Hefur ekki þennan lykil = 296
> 0000 = Reykjavík = 26.529
> 1000 = Kópavogur = 2.685
> 1100 = Seltjarnarnes = 823
> 1300 = Garðabær = 340
> 1400 = Hafnarfjörður = 4.070
> 1603 = Álftanes = 499
> 1604 = Mosfellsbær = 51
>
> Einnig hef ég skoðað lyklana og sé engan sem hægt er að þýða yfir í
> gagnlegt tag fyrir utan _FLOKKUR sem er merking LUKR fyrir ljósastaur
> (eða ljósastólpa eins og þeir kalla þetta). Við importið verður öllum
> lyklum eytt *nema* þeim lyklum sem samfélagið vill halda til haga
> (skv. import guidelines á að gera þetta), en þeir fá þá forskeytið
> ,lukr:'. Að lokum verður highway=street_lamp bætt við nóðurnar. Ekkert
> einkvæmt númer fylgir nóðunum svo að uppfærslur verða að fara fram á
> þann hátt að láta staðsetninguna auðkenna hverja nóðu.
>
> Fyrir importið óska ég eftir að fá að komast í OSM aðganginn sem LUKR
> stígagögnin voru sett inn frá, svo ég þurfi ekki að stofna annan fyrir
> þetta import og önnur LUKR import í framtíðinni.
>
> Með kveðju,
> Svavar Kjarrval
>
> Fylgiefni:
>
> Listi yfir lykla í ljósastauraskjalinu og gildin á þeim (dró saman sum
> gildin svo tölvupósturinn yrði ekki of stór):
> _AR_UPPL_=0
> _AR_UPPL_= Ýmis ár frá 1978 til 2008
> _BREYTANDI_=
> _BREYTANDI_=rj
> _DAGS_BREYT_=
> _DAGS_BREYT_= Ýmsar dagsetningar frá 2001/04/02 til 2011/11/03
> _DAGS_INN_= Ýmsar dagsetningar frá 1994/01/18 til 2011/09/28
> _DAGS_LEIDR_=
> _DAGS_LEIDR_= Ýmsar dagsetningar frá 2008/04/02 til 2011/11/03
> _DAGS_UPPF_=
> _DAGS_UPPR_=
> _FLOKKUR_=455
> _GAGNA_EIGN_=
> _GAGNA_EIGN_=OR
> _GAGNA_EIGN_=Orkuveita Reykjavíkur
> _HEIMILD_=
> _HEIMILD_=Veita_43001
> _HEIMILD_=Veita_43006
> _HEIMILD_=Áætlað 2009 - Dreifing
> _NAFN_G_=
> _NAFN_G_=LUKOR
> _NAFN_G_=Veita_43001
> _NAKV_=  0.00
> _NAKV_=  0.25
> _NAKV_=  0.30
> _NAKV_=  0.35
> _NAKV_=  0.45
> _NAKV_=  1.00
> _NAKV_XY_=         0.00000000
> _NOTANDI_=
> _NOTANDI_=LUK_GRUNNUR
> _NOTANDI_=bv245
> _NOTANDI_=rj
> _NOTANDI_=rj+
> _SVF_=
> _SVF_=0000
> _SVF_=1000
> _SVF_=1100
> _SVF_=1300
> _SVF_=1400
> _SVF_=1603
> _SVF_=1604
> _UPPR_=1
> _UPPR_=2
> _UPPR_=3
> _UPPR_=4
> _UPPR_=5
> _UPPR_=8
> _VIDMIDUN_P_=0
> _VIDMIDUN_P_=92
> _VINNSLA_F_=0
> _VINNSLA_F_=1
> _VINNSLA_F_=4
> _VINNSLA_F_=5
> _Z_=         Mörg gildi frá 0.00000000 til 122.57800000, 12.534 nóður
> í því fyrrnefnda
> _d_FLOKKUR_=Ljósastólpi
> _d_SVF_=
> _d_SVF_=Bessastaðahreppur
> _d_SVF_=Garðabær
> _d_SVF_=Hafnarfjörður
> _d_SVF_=Kópavogur
> _d_SVF_=Mosfellsbær
> _d_SVF_=Reykjavík
> _d_SVF_=Seltjarnarnes
> _d_UPPR_=Borðhnitað
> _d_UPPR_=Hannað
> _d_UPPR_=Landmælt
> _d_UPPR_=Myndmælt
> _d_UPPR_=Riss
> _d_UPPR_=Skannað / Vektrað
> _d_VIDMIDUN_=
> _d_VINNSLA__=
> _d_VINNSLA__=Hönnunargögn
> _d_VINNSLA__=Landmæling
> _d_VINNSLA__=Skjáhnitun/Borðhnitun

Attachment: signature.asc
Description: OpenPGP digital signature

_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to