Kerfið styður núna að tengja við byggingar/hús skráð sem 'way'. Þetta á
sérstaklega við utan þéttbýlis.

Miðað er við að vegurinn sé skráður sem 'building' og hafi
'addr:housename' lykil. Ef númer færslunnar í götuskrá (skráð í
götuskrá:id) passar við 'addr:housename' nemur vefsíðan tenginguna þar á
milli. Einnig nemur póstnúmerascriptið tenginguna og mælir með
viðeigandi breytingum í .osc skrá sem ég (eða einhver annar) þarf að
setja handvirkt inn.

- Svavar Kjarrval

On 20/11/12 20:07, Svavar Kjarrval wrote:
> Hæ.
>
> Setti upp smá HTML5 síðu svo fólk geti séð stöðuna á tengingu gatna
> við gatnaskrá Íslandspósts. Þá er hægt að nota hana til að finna götur
> sem á eftir að tengja.
>
> http://osm.is/gotuskra/
>
> Í þessum tölum eru eingöngu talin relation þar sem nafn og götuskrá:id
> passa saman. Ef þið sjáið að götur eru ekki merktar tengdar þrátt
> fyrir að götuskrá:id hafi verið til staðar inn á OSM grunninum í svona
> 30 mínútur, þá er líklegast um mismatch að ræða. Ef skráningin í
> götuskránni sjálfri er augljóslega röng skal tilkynna Íslandspósti um
> það í stað þess að setja rangt gildi á ,name' lykilinn fyrir
> viðkomandi relation. Ef Íslandspóstur leiðréttir þetta (án þess að
> setja inn aðra færslu með öðru færslunúmeri) mun þetta koma inn
> sjálfkrafa.
>
> Til að setja inn relation:
> Velja alla vegi sem mynda viðkomandi götu og setja þá í street
> relation eða associatedStreet relation (type lykillinn). Veljið hið
> fyrrnefnda ef engin hús tilheyra götunni en hið síðarnefnda ef þið
> vitið til þess að það séu hús þar. Ef það er ekki augljóst við hvaða
> götu ákveðið hús tengist er betra að láta það vera. Þið ráðið hvort
> þið tengið hús eða látið nægja að setja eingöngu göturnar sjálfar inn.
>
> https://wiki.openstreetmap.org/wiki/Proposed_features/House_numbers/Karlsruhe_Schema
> er það sem farið er eftir. Semi-sjálfvirk scripta getur séð um að
> fylla út lyklana street:name, street:postcode og alt_name ef name og
> götuskrá:id lyklarnir eru rétt útfylltir.
>
> Ef þið hafið frekari spurningar um þetta megið þið hafa samband beint
> við mig á sva...@kjarrval.is eða hér á póstlistanum.
>
> - Svavar Kjarrval

Attachment: signature.asc
Description: OpenPGP digital signature

_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to