Hæ. Vildi tilkynna að næsta föstudag eða síðar, ef engin mótmæli berast, mun ég hefja innleiðingu (import) á nýjum gögnum og eftir atvikum uppfæra þau gagnasett sem hafa þá þegar verið innleidd. Möguleiki er að hætt verði við einhver gagnasett ef innleiðing þeirra er ekki talin fýsileg. Vilji einhver aðstoða er það velkomið.
Gögnin er hægt að finna á http://osm.is/gogn/ZZ-Umbreytt/Reykjav%C3%ADk/ . Ný gagnasett: * Áramótabrennur (10 nóður í Reykjavík) * Gjaldsvæði bílastæðasjóðs (14 línur í Reykjavík) * Grassláttur (9.843 línur og 732 relation í Reykjavík). Ástæðan fyrir innleiðingu er að þetta er stórt safn af graslendi. * Íþróttahús (70 línur og 2 relation í Reykjavík). Húslínur íþróttahúsa og skóla sem hafa íþróttahús. * Sundlaugar (18 línur í Reykjavík). Húslínur sundlaugabygginga. * Tröppur í stígum (95 línur í Reykjavík). Tröppurnar eru skilgreindar sem svæði, verða mögulega þýdd sem línur. * Upphitun (879 línur og 46 relation í Reykjavík). Svæði þar sem stígar og/eða götur eru upphituð. Uppfærð gagnasett, ef tilefni er til: * Bekkir (áður: 902 nóður, núna: 905) * Endurvinnslugámar (áður: 55 nóður, núna: 56) * Ljósastaurar - eingöngu í Reykjavík þetta skiptið (núna: 26.529 nóður) * Opin leiksvæði (áður: 254, núna: 254 svæði); Athugað hvort breytinga er þörf. * Sveitarfélagsmörk. Með kveðju, Svavar Kjarrval
signature.asc
Description: OpenPGP digital signature
_______________________________________________ Talk-is mailing list Talk-is@openstreetmap.org http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is