Hæ.

Ætla í sumar að framkvæma import með sveitarfélagsmörkum Landmælinga
Íslands. Held að byggðakjarnar séu ekki innifaldir í þeim gögnum. Hins
vegar eru byggðakjarnar notaðir í staðfangaskrá Þjóðskrár. Við getum
notað hana til þess að áætla innbyrðis landfræðileg mörk byggðakjarna í
hverju sveitarfélagi fyrir sig þegar importinu er lokið.

Þessa stundina eru staðsetningar bygginga og gatna að mestu áætlaðar út
frá næstu place nóðu fyrir sveitarfélag, sem er nokkuð óheppilegt í þeim
tilfellum þegar t.d. staður er nær ákveðnu sveitarfélagi án þess að
heyra undir það. Ætla ekki að fjarlægja place nóður við framkvæmd
importsins þar sem það gæti ollið vandamálum, sbr. það sem gerðist á
höfuðborgarsvæðinu þegar sveitarfélagsmörkin voru sett inn þar.

Set inn nánari tillögur um framkvæmd importsins þegar þær liggja fyrir.

Með kveðju,
Svavar Kjarrval

On 15/06/14 03:22, Jóhannes Birgir Jensson wrote:
> Halló.
>
> Ég er að leggja lokahönd á tól sem hjálpar okkur að hafa yfirlit með
> þéttbýliskjörnum (city, town, village, hamlet) á Íslandi og rakst þar
> á ósamræmi hjá okkur.
>
> Sveitarfélagið Árborg er til dæmis ekki til sem place= en það er
> Reykjanesbær hins vegar. Vantar kannski að smella Árborg inn á
> administrative_level.
>
> Selfoss er place=town en Keflavík er place=suburb.
> Eyrarbakki er place=village en Njarðvík er place=suburb.
>
> Hagstofan sjálf hefur breytt skilgreiningum, sjá skjal þeirra:
> http://www.hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=13604
>
> Þar kemur fram að sveitarfélag er eitt og byggðarkjarni (borg, bær,
> þorp, þéttbýliskjarni) annað. Kortið okkar geymir byggðarkjarna sem
> place= en sveitarfélög sem administrative_relations oftast. Með
> sameiningu sveitarfélaga hefur þetta orðið brýnna.
>
> Ég stefni því á það að smella Keflavík og Njarðvík í town/village
> flokkinn en halda Reykjanesbær inni, þar sem það er notað mun meira en
> til dæmis Árborg.
>
> Sumt þess sem er núna sem place=suburb ætti að breyta í hamlet eða
> village (t.d. Grundarhverfi) en halda öðru (Sogamýri). Þið getið séð
> núverandi stöðuna með því að ýta á þennan tengil
> http://overpass-turbo.eu/s/3K9 og svo á Run á vefsíðunni, þá birtast
> öll suburb.
>
> Einnig höfum við verið að setja sums staðar stórar sumarbústaðabyggðir
> inn sem place=hamlet. Það er í lagi í mínum huga þar sem að á sumrin
> er íbúafjöldi þar á stærð við bestu þéttbýliskjarna.
>
> Allar pælingar velkomnar.
>
>
> kveðja,
> Jói
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Attachment: signature.asc
Description: OpenPGP digital signature

_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to