Hæ.

Við höfum lagt inn fleiri beiðnir til MapBox um nýjar loftmyndir af
mörgum öðrum sveitarfélögum, aðallega þau sem hafa engar loftmyndir nú
þegar. Það er því mögulegt að fleiri loftmyndir bætist við á næstu vikum
og/eða mánuðum.

Í ljósi þess að möguleikinn um uppfærðar loftmyndir er orðinn
raunhæfari, þá gætum við rætt saman hvernig við getum nýtt okkur þessar
nýju aðstæður í þágu OpenStreetMap. Svo ég nefni sem dæmi, hvort við
ættum að safna saman í lista yfir svæði sem við teljum sérstaklega
skilið að við fáum loftmynd af en er ekki til nú þegar, og einnig hvort
tilefni sé að biðja um tiltekin svæði á reglubundnum fresti (1-2 sinnum
á ári). Efast um að MapBox taki við beiðni sem spannar allt Ísland svo
við þyrftum væntanlega að velja hvaða einstöku svæði við viljum.

Þau svæði sem mér dettur strax í hug varðandi reglulegar loftmyndir eru
sveitarfélög sem ná tilteknum íbúafjölda ásamt vinsælum viðkomustöðum
ferðamanna.

Þegar kemur að þeim svæðum sem við verðum allavega að hafa einhverja
loftmynd af, eru það þéttbýli sveitarfélaga landsins, óháð íbúafjölda.
Þá dettur mér í hug að þar inni ætti að vera þjóðvegur nr. 1 og
sveitabæir sem eru (eingöngu) aðgengilegir út frá þeim. Síðan kæmi
einnig til greina, að mínu mati, að taka stærri sumarbústaðasvæðin.

Hér er frekar um hugmyndir að ræða en fyllilega ígrundaðar tillögur.

- Svavar Kjarrval

On fim 21.apr 2016 12:46, Jóhannes Birgir Jensson wrote:
> MapBox hefur uppfært loftmyndir af Suðurnesjum og Akureyri þannig að
> nú er hægt að missa sig í að teikna þar.
>
> Garð, Sandgerði og Grindavík vantaði algjörlega loftmyndir sem og
> stóran hluta Keflavíkur.
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Attachment: signature.asc
Description: OpenPGP digital signature

_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to