Til hamingju með afmælið, OSM!
Vil endilega hvetja fólkið hér til að verja hluta helgarinnar í að safna
gögnum og/eða setja inn gögn.
Það væri óskandi að tilkynna að húsnúmerasöfnunin fyrir
höfuðborgarsvæðið sé búin en sá dagur er ekki enn kominn. Hins vegar er
hún nærrum því búin og vonast til þess að hún klárist núna í sumar. Ef
þið þekkið einhver áhugasöm utan höfuðborgarsvæðisins væri tilvalið að
ræða við þau um að setja inn og/eða staðfesta húsnúmer/götuheiti fyrir
sín sveitarfélög. Við getum reddað útprentuðum pappírseintökum ef þörf er á.
Með kveðju,
Svavar Kjarrval
On 09/08/14 11:12, Jóhannes Birgir Jensson wrote:
> Kæra kortagerðarfólk.
>
> Það er sönn ánægja að fagna 10 ára afmæli OpenStreetMap í dag á þessum
> litríka degi.
>
> Í tilefni dagsins og þess að reglur um svæðafélög OpenStreetMap
> Foundation hafa verið samþykktar hefur Hliðskjálf sent inn beiðni um
> að gerast svæðisfélag OpenStreetMap undir heitinu OpenStreetMap á Íslandi.
>
> Sjá fréttafærslu okkar:
> http://www.hlidskjalf.is/2014/08/09/10-ara-afmaeli-openstreetmap/
>
>
> Nýjir félagar boðnir velkomnir.
>
> kveðja,
> Jói
> formaður
>
>
> ___
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
signature.asc
Description: OpenPGP digital signature
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is