Re: [Talk-is] Hringtorg

2019-03-30 Thread Jóhannes Birgir Jensson
Styð þetta, sérstaklega þar sem sá háttur er orðinn á í mörgum bæjarfélögum að 
gefa hringtorgum nafn, til dæmis í Kópavogi.

29. mars 2019 kl. 20:03, skrifaði "Svavar Kjarrval" :

> Góðan dag.
> 
> Fyrr í dag gerði ég stórtæka breytingu á þeim hringtorgum á
> höfuðborgarsvæðinu sem strætóar fara um. Breytingin felst í því að þau
> hringtorg sem stóðu saman af nokkrum vegbútum voru sameinuð í einn veg,
> þannig að hvert hringtorg væri einn óbútaður vegur. Reynt var að gæta
> þess að þær breytingar hefðu ekki neikvæð áhrif á þau vensl (e.
> relations) sem innihéldu vegbútana. Við yfirferðina var ég vakandi yfir
> því hvort einhver réttmæt ástæða væri fyrir því að eitthvert tiltekið
> hringtorg ætti að vera áfram í bútum, en engin slík tilvik fundust.
> 
> Áður en ég fór í umrædda breytingu leit ég á leiðbeiningarnar sem eiga
> við um gerð hringtorga og er í þeim miðað við að hringtorg séu einn
> hringlaga vegur. Ekki var sérstaklega minnst á að hringtorg í bútum séu
> bönnuð eða ekki ráðlögð, en þessi þögn gefur til kynna að slík hringtorg
> ættu frekar að vera undantekningin. Þá voru slík óbútuð hringtorg
> ágætlega algeng hér á landi, þó þau hafi mögulega ekki verið í
> meirihluta. Því taldi ég mér óhætt að fara út í þessa vinnu án sérstaks
> samráðs.
> 
> Sá háttur að skipta hringtorgum í búta var á sínum tíma sökum þess að
> ýmis leiðarforrit og ritlar (JOSM o.fl.) áttu í vandræðum með að túlka
> leiðir í gegnum hringtorg, aðallega varðandi hvaða veg ætti að nýta til
> að fara út úr hringtorginu. Bútun þeirra gagnaðist því til þess að
> sannreyna að um væri að ræða heila og óslitna leið. Þessar forsendur eru
> líklega orðnar úreldar nú í dag enda líklegt að hinn sami hugbúnaður og
> var í þessum vandræðum hafi verið uppfærður.
> 
> Aukaleg ástæða er sú að tilfærsla tenginga vega milli punkta hringtorgs
> gæti valdið ruglingi ef hringtorgið er bútað þar sem þau hafa að jafnaði
> verið bútuð þar sem tengingarnar voru. Fyrir utan umstangið sem slíkar
> breytingar myndu krefjast gætu leiðir í venslum rofnað ef notandinn veit
> ekki að slíkra ráðstafana er þörf. Þá er einnig kostur að minni hætta er
> á ósamræmi í merkingum vegbúta ef um er að ræða einn og sama veginn í
> staðinn fyrir nokkra aðskilda vegbúta.
> 
> Ég vona að þetta mælist vel. Ef engin sérstök andmæli eru borin fram um
> áframhald á þessu átaki mun ég líklega fara síðar í breytingar á fleiri
> hringtorgum á landinu.
> 
> Með kveðju,
> Svavar Kjarrval
> 
> ___
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] Hringtorg

2019-03-29 Thread Svavar Kjarrval
Góðan dag.

Fyrr í dag gerði ég stórtæka breytingu á þeim hringtorgum á
höfuðborgarsvæðinu sem strætóar fara um. Breytingin felst í því að þau
hringtorg sem stóðu saman af nokkrum vegbútum voru sameinuð í einn veg,
þannig að hvert hringtorg væri einn óbútaður vegur. Reynt var að gæta
þess að þær breytingar hefðu ekki neikvæð áhrif á þau vensl (e.
relations) sem innihéldu vegbútana. Við yfirferðina var ég vakandi yfir
því hvort einhver réttmæt ástæða væri fyrir því að eitthvert tiltekið
hringtorg ætti að vera áfram í bútum, en engin slík tilvik fundust.

Áður en ég fór í umrædda breytingu leit ég á leiðbeiningarnar sem eiga
við um gerð hringtorga og er í þeim miðað við að hringtorg séu einn
hringlaga vegur. Ekki var sérstaklega minnst á að hringtorg í bútum séu
bönnuð eða ekki ráðlögð, en þessi þögn gefur til kynna að slík hringtorg
ættu frekar að vera undantekningin. Þá voru slík óbútuð hringtorg
ágætlega algeng hér á landi, þó þau hafi mögulega ekki verið í
meirihluta. Því taldi ég mér óhætt að fara út í þessa vinnu án sérstaks
samráðs.

Sá háttur að skipta hringtorgum í búta var á sínum tíma sökum þess að
ýmis leiðarforrit og ritlar (JOSM o.fl.) áttu í vandræðum með að túlka
leiðir í gegnum hringtorg, aðallega varðandi hvaða veg ætti að nýta til
að fara út úr hringtorginu. Bútun þeirra gagnaðist því til þess að
sannreyna að um væri að ræða heila og óslitna leið. Þessar forsendur eru
líklega orðnar úreldar nú í dag enda líklegt að hinn sami hugbúnaður og
var í þessum vandræðum hafi verið uppfærður.

Aukaleg ástæða er sú að tilfærsla tenginga vega milli punkta hringtorgs
gæti valdið ruglingi ef hringtorgið er bútað þar sem þau hafa að jafnaði
verið bútuð þar sem tengingarnar voru. Fyrir utan umstangið sem slíkar
breytingar myndu krefjast gætu leiðir í venslum rofnað ef notandinn veit
ekki að slíkra ráðstafana er þörf. Þá er einnig kostur að minni hætta er
á ósamræmi í merkingum vegbúta ef um er að ræða einn og sama veginn í
staðinn fyrir nokkra aðskilda vegbúta.

Ég vona að þetta mælist vel. Ef engin sérstök andmæli eru borin fram um
áframhald á þessu átaki mun ég líklega fara síðar í breytingar á fleiri
hringtorgum á landinu.

Með kveðju,
Svavar Kjarrval

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is