Re: [Talk-is] Póstkassar og pósthús

2012-10-30 Thread Svavar Kjarrval
Hæ aftur.

Allir póstkassarnir og pósthúsin eru komin inn. Ef það var þegar
póstkassi nálægt lét ég hann njóta vafans nema í tveim tilvikum þegar
loftmyndirnar gáfu greinilega til kynna að hann gæti ekki verið þar. Í
held ég tveim tilvikum færði ég póstkassan yfir á staðsetninguna sem
gögn Íslandspóst gáfu til kynna. Setti inn OpenStreetBugs færslu ef ég
sá ástæðu til þess að merkja að athuga þyrfti staðsetningu póstkassanna
við næsta tækifæri.

Þetta var annars fljótgerðara en ég áætlaði þar sem ég einfaldlega
notaði Overpass API til að ná í alla þegar skráða póstkassa á landinu og
bar saman við staðsetningarnar sem við fengum.

Varðandi pósthúsin lét ég staðsetningu Íslandspósts ráða. Ástæðan var
fyrst og fremst sú að Íslandspóstur er í betri aðstöðu til að vita hvar
pósthúsin sín eru staðsett, t.d. í þeim tilfellum sem okkar upplýsingar
eru úreltar. Í þeim tilvikum gerði ég einfaldlega merge frá nóðunni sem
var þá þegar yfir í staðsetningu frá Íslandspósti. Pósthúsið á
Hellissandi var fjarlægt (tagið tekið af) enda hætti það að vera pósthús
í október árið 2009.

To-do fyrir ykkur: Setja inn nöfn útibúana, heimilisföng þeirra,
opnunartíma og rekstraraðila ef hann er annar en Íslandspóstur.

Með kveðju,
Svavar Kjarrval

On 21/10/12 20:24, Svavar Kjarrval wrote:
> Hæ.
>
> http://osm.is/gogn/%c3%8dslandsp%c3%b3stur/Uppl%c3%bdsingar_og_Hnit_P%c3%b3stkassar_P%c3%b3sth%c3%bas.ods
>
> Fengum gögn frá Íslandspósti með hnitum póstkassa og pósthúsa á
> landinu. Hef því miður svo mikið að gera þessa dagana að mér datt í
> hug að dreifa verkum aðeins til að flýta fyrir innsetningu gagnanna
> inn á OSM. Ef ég enda á að sjá einn um þetta gæti liðið einhver tíma
> þar sem gögnin fara inn.
>
> Þið þurfið ekki að setja önnur tög en amenity=post_box á nóðurnar í
> bili. Öðrum tögum er hægt að redda síðar ef þarf en meira máli skiptir
> að póstkassarnir og pósthúsin rati inn sem fyrst sem nóður (eða ways).
> Myndi setja þetta inn með skítamixi ef ég hefði ekki svo miklar
> áhyggjur að það gætu verið tveir póstkassar á litlu svæði vegna þess
> að það væri póstkassi þar þá þegar. Sama gildir með pósthús.
>
> https://wiki.openstreetmap.org/wiki/Postbox fyrir önnur tög, ef þið
> nennið.
>
> Möguleg leið væri að niðurhala einu svæði í einu, eins og
> sveitarfélagi, í JOSM. Síðan fara í add node og slá inn hnitin sem eru
> í skránni og sjá hvort það eru póstkassi í stuttri fjarlægð. Ef það er
> póstkassi þar þá þegar, afritið tögin af honum, setja á þann nýja, og
> eyða hinum gamla. Einnig er hægt að færa hinn með því að breyta
> hnitunum handvirkt. Þið gætuð tekið að ykkur landsfjórðung eða nokkur
> póstnúmer í einu. Látið bara vita hér á listanum svo það sé enginn
> tvíverknaður í gangi. Eða setjið eitthvað upp á Wiki-inu.
>
> Einhverjir sjálfboðaliðar? Póstnúmer á dag kemur skapinu í lag!
>
> Með kveðju,
> Svavar Kjarrval



signature.asc
Description: OpenPGP digital signature
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] Póstkassar og pósthús

2012-10-21 Thread Svavar Kjarrval
Hæ.

http://osm.is/gogn/%c3%8dslandsp%c3%b3stur/Uppl%c3%bdsingar_og_Hnit_P%c3%b3stkassar_P%c3%b3sth%c3%bas.ods

Fengum gögn frá Íslandspósti með hnitum póstkassa og pósthúsa á landinu.
Hef því miður svo mikið að gera þessa dagana að mér datt í hug að dreifa
verkum aðeins til að flýta fyrir innsetningu gagnanna inn á OSM. Ef ég
enda á að sjá einn um þetta gæti liðið einhver tíma þar sem gögnin fara inn.

Þið þurfið ekki að setja önnur tög en amenity=post_box á nóðurnar í
bili. Öðrum tögum er hægt að redda síðar ef þarf en meira máli skiptir
að póstkassarnir og pósthúsin rati inn sem fyrst sem nóður (eða ways).
Myndi setja þetta inn með skítamixi ef ég hefði ekki svo miklar áhyggjur
að það gætu verið tveir póstkassar á litlu svæði vegna þess að það væri
póstkassi þar þá þegar. Sama gildir með pósthús.

https://wiki.openstreetmap.org/wiki/Postbox fyrir önnur tög, ef þið nennið.

Möguleg leið væri að niðurhala einu svæði í einu, eins og sveitarfélagi,
í JOSM. Síðan fara í add node og slá inn hnitin sem eru í skránni og sjá
hvort það eru póstkassi í stuttri fjarlægð. Ef það er póstkassi þar þá
þegar, afritið tögin af honum, setja á þann nýja, og eyða hinum gamla.
Einnig er hægt að færa hinn með því að breyta hnitunum handvirkt. Þið
gætuð tekið að ykkur landsfjórðung eða nokkur póstnúmer í einu. Látið
bara vita hér á listanum svo það sé enginn tvíverknaður í gangi. Eða
setjið eitthvað upp á Wiki-inu.

Einhverjir sjálfboðaliðar? Póstnúmer á dag kemur skapinu í lag!

Með kveðju,
Svavar Kjarrval


signature.asc
Description: OpenPGP digital signature
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is