Hverjir eru í stjórn í dag og geturðu sent lög félagsins svo hægt sé að
boða fundinn löglega samkvæmt þeim.

On Sat, 16 Dec 2023, 17:33 Jóhannes Birgir Jensson, <j...@betra.is> wrote:

> Sæll
>
> Þetta er góð hugmynd. Við erum með skráð félag sem hefur ekki haldið
> aðalfund í áratug held ég, tilvalið að gera þetta í samfloti?
>
> Þurfum að bóka aðalfund amk bráðlega. Framboð velkomin!
>
>
> 16. desember 2023 kl. 15:32, skrifaði l33t...@gmail.com:
>
> Hæ hæ gott fólk
> Hvenær er næsti hittingur hjá okkur?
> Ættum við að kannski halda þorrablót núna eftir jólatörnina saman og bjóða
> öllu OSM samfélaginu á íslandi saman, við gætum jafnvel sett upp opið boð
> fyrir erlenda OSM gesti til að koma í heimsókn, t.d. frá Skandinavíu og frá
> öðrum stóðum.
> Þetta gæti orðið árlegur viðburður.
> Spurningin hvaða form við setjum á þetta, fer eftir áhuga, og svo hvaða
> þjónusta er í boði. Veggspjalda opnun gæti laðað að nokkra spennandi gesti.
> Þau sem vilja setja upp veggspjöld með einhverju áhugaverðu sem þau hafa
> verið að skoða eða gera. Þá er hægt að kalla stimpla þetta sem akademískt
> *symposium** og það getur gefið akafemíska punkta fyrir prófessora og
> starfslið í háskólum að setja veggspjald upp á formlegu symposium. Það
> myndi þá vera í c.a. hálftíma fyrir mat, og svo eftir mat væru svo frjálsir
> umræðuhópar yfir drykk. Bara einsog gerist náttúrulega á svona hittingum.
> Þó við séum fimm (að meðtöldum mökum) og með eitt veggspjald sem ég get
> útvegað, þá er þetta success.
> En ég vil fá allavegana tvö aðra sjálboðaliða til að mynda
> framkvæmdastjòrn fyrir viðburðinn annars er þetta bara kaffihittingur, sem
> er í góðu lagi líka.
> Hvernig er stemmning fyrir svona viðburði? Það væri gaman að hittast.
> Það væri líka hægt að hugsa þetta með orðum hætti. En þetta er innlegg til
> að opna umræðu.
> Með bestu kveðjum
> Kári Gunnarsson landfræðingur og einn af þeim sem sett hafa inn breytingar
> og lagfæringar á OSM á Íslandi.
> *
> symposium
> /sĭm-pō′zē-əm/
> Nafnorð
> 1. A meeting or conference for discussion of a topic, especially one in
> which the participants form an audience and make presentations.
> 2. A collection of writings on a particular topic, as in a magazine.
> 3. A convivial meeting for drinking, music, and intellectual discussion
> among the ancient Greeks.
> Heimild: The American Heritage Dictionary
>
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to