FSFÍ hefur auðvitað áhuga á öllum kynningum sem snúa að stafrænu frelsi
og við viljum gjarnan fylgjast með. Ég fylgist með á listanum og svo
þegar hlutir eru betur komnir á hreint er hægt að skrifa um
fyrirlesturinn þinn á fsfi.is til þess að vekja athygli á svona frábæru
framtaki. Við þurfum meira svona :)

Auðvitað bjóðum við þér líka aðstoð ef þú þarft á henni að halda, þá er
bara að hóa í okkur.

/Tryggvi

bald...@baldvin.com wrote:
>> Ert þú til í að halda svona kynningu fyrir þá? Ég myndi bjóðast til
>> að hjálpa beint nema hvað ég er ekki á landinu.
> 
> Já, ég held þá áfram með málið og sendi þeim pitch. Sjáum svo hvort
> einhverjum þarna þykir þetta nægilega spennandi til að fá okkur í
> heimsókn. Mér er sagt að á góða fundi þarna mæti jafnvel hundrað
> félagar svo þetta hlýtur að bera einhvern árangur.
> 
> Ég myndi búa til einhverja kynningu og senda hana á listann til að fá
> krítík eins mikið og hægt er svo efnið sé þá sómasamlegt og þokkalega
> á réttri línu.
> 
> Ef til er svona osm-for-dummies intro á ensku einhversstaðar væri
> spennandi að fá ábendingar um það, þó ekki væri nema svo maður sæi
> aðeins uppbygginguna hjá viðkomandi á kynningunni. Ég leita þetta
> uppi líka snöggvast. Annars vinn ég þetta frá rótum bara líka.
> 
> kv, Baldvin _______________________________________________ Talk-is
> mailing list Talk-is@openstreetmap.org 
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to