Ég held að mapping party fyrir áramót sé e.t.v. ekki líklegt til að draga að
marga einstaklinga, finnst líklegt að menn séu frekar uppteknir á næstu
dögum. Hins vegar styð ég það að sjálfsögðu almennt og hlakka til að taka
þátt þegar menn hafa fundið heppilegan tíma og staðsetningu.

 

Varðandi punkta Daníels þá finnst mér þeir áhugaverðir og vel fram settir.
Get fallist á þá sem gott plan til að vinna eftir.

 

Varðandi Garmin kortapælingar og þessar hugleiðingar um fullkomið kort og
samkeppni við aðra kortagrunna... ég hef sjálfur unnið að svolítið öðru
markmiði sl. ár eða svo sem ég held að sé gagnlegra almennt. Ég held að það
væri betra fyrir okkur að hafa það að markmiði að koma öllum götum og
stærstu kennileitum inn í grunninn fyrst. Ítra svo þann grunn í kjölfarið. 

 

Auðvitað meina ég þetta ekki þannig að við ættum ekki að vera að bæta og
fullkomna alla þá staði sem við mögulega getum í grunninum. Bara held að það
væri gott að fylla fyrst út í kortið almennt, áður en farið er að fókusa á
fíniseringuna. Og enn eru mörg svæði eftir sem mættu við miklum endurbótum í
þessa átt. 

 

Þetta set ég fram í ljósi þess að ég hef verið að nota OSM fyrir
framsetningu gagna þar sem „gróft“ kort er að gagnast mjög vel. Þó við höfum
ekki öll götuljós inni... þó hámarkshraða vanti á götur og svo framvegis, þá
nýtist kortið mjög vel til að átta sig á staðháttum og staðsetningu t.d.
fólks eða bíla, finna leið frá einum stað til annars og svo framvegis. Og að
geta náð því notagildi út úr OSM á öllu landinu... það finnst mér ágætis
markmið að sinni. Þegar því er náð... þá finnst mér tímabært að fara í ítrun
grunnsins. Er bara að hugsa upphátt hérna. Og styð að sjálfsögðu fullkomlega
við bak þeirra sem vilja ná ákveðnum hverfum eða borgar-hlutum í fullkomið
form!

 

kv,

Baldvin

 

From: talk-is-boun...@openstreetmap.org
[mailto:talk-is-boun...@openstreetmap.org] On Behalf Of Daníel Gunnarsson
Sent: 14. desember 2010 23:31
To: OpenStreetMap in Iceland
Subject: Re: [Talk-is] "Mapping" party

 

_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to