Ég sendi sem nýjan þráð til að halda þessari umræðu aðskyldri frá
Garðarbæjarumræðunni
Ef það sem á undan kom týnist við þetta þá er hér linkur í upprunalegu
umræðuna<http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/2011-March/000591.html>

Sæll Gummi og velkominn á póstlistann

Varðandi það að nota samsýn og lmí grunnana til hliðsjónar langar mig að
benda þér á að gögnin sem eru í OSM grunninum er dreyft undir Creative
Commons Attribution-ShareAlike
2.0<http://creativecommons.org/licenses/by-sa/2.0/>svo þú verður að
fara varlega í að afrita gögn úr þessum grunnum. Við verðum
að vera mjög varkár hvað höfundarrétt varðar og því er best að byggja sem
mest á eiginn þekkingu og nota frjáls gögn til hliðsjónar.

Svo langar mér að benda þér á umræðu sem fór fram hér á póstlistanum
2008<http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/2008-December/000053.html>(ogframhald
2009<http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/2009-January/000077.html>)
þar sem verið var að ræða um innfluttning GNS gagnasetsins inn í OSM
grunninn. GNS gagnasettið fyrir Ísland inniheldur örnefni m.a. nöfn fjalla
og dala. Vandamálið við þessi gögn er að þau eru mjög ónákvæm í staðsetningu
og hafa því ekki enn verið flutt inn. Það kom hinsvegar ýmislegt fram í
þessari umræðu sem gæti nýst þér við að setja örnefni inn í gruninn t.d. að
leggja hæðarlínur (sem eru reyndar einnig ónákvæmar) eða loftmyndir undir.

Ef þig vantar aðstoð við þetta eða ert með frekari spurningar þá er
sjálfsagt að hafa samband

kv.
Daníel G

2011/3/14 gummi Ingimarsson <gudmunduringimars...@gmail.com>

> Gaman að heyra það :)
>
> Ég er að setja inn fjallstinda á Reykjanesinu núna í kringum Keili og
> Kleifarvatn. Svo held ég bara áfram með fjöllin.
> Svona til að segja frá mér er ég fjallaleiðsögumaður hjá Ferðafélagi
> Íslands og Fjallafélaginu svo að fjöllin liggja mér nær og er ég að nota
> ýmsa grunna til að sækja þessar upplýsingar en þó aðallega kortin frá samsýn
> og lmi sem ég hef til hliðsjónar.
>
> Það er mjög gott að vita að það sé einhver vettvangur til að tala við aðra
> sem eru að setja landið inn og er orðið ótrúlega flott að sjá
> Reykjavíkursvæðið, þetta er að verða jafngott og samsýn götukortið.
>
> Hlakka til að vinna með ykkur í þessu.
>
> 2011/3/14 Morten Lange <morten...@yahoo.com>
>
>>  Sæll Gummi,
>>
>>
>> Frábært að heyra !
>>
>> Hef lengi saknað nöfn á fjöllunum í kringum höfuðborgarsvæðinu.
>>
>> Sumt er reyndar til í Geonames. Prófaðu til dæmis að leita að "Esja"  í
>> leitarboxinu til vinstri á openstreetmap.org.
>>
>>
>> Svo fyndist mér mjög svalt ef nöfn og staðsetningu skiðaskála við Bláfjöll
>> og Skálafell kæmu inn, bæði á Geonames og Openstreetmap :-)
>>
>>
>> Þegar staður er kominn inn í Geonanmes, á að vera hægt að fá veðurspá
>>  fyrir þessum stað á  www.yr.no
>>
>>
>> En ég veit vel að þú hlýtur að hafa þína eigin forgangsröðun, og auðvitað
>> er gott þegar gögnum er bætt er í Openstreetmap grunninn óháð hvar :-)
>>
>> --
>> Regards / Kvedja
>> Morten Lange, Reykjavík
>>
>>
>> *From:* gummi Ingimarsson <gudmunduringimars...@gmail.com>
>>
>> *To:* OpenStreetMap in Iceland <talk-is@openstreetmap.org>
>> *Sent:* Sun, 13 March, 2011 22:37:15
>> *Subject:* Re: [Talk-is] Garðabær
>>
>> Sælir
>>
>> Guðmundur heiti ég og er nýr á þessum póstlista.
>>
>> Ég er að byrja á að þykkja hálendið m.t.t fjalla og annara örnefna á
>> hálendi, jöklum, ferðamannastöðum og fleira. Er eitthvað sem þið viljið
>> segja mér frá sem er á döfinni og ég gæti máski aðstoðað við?
>>
>> Guðmundur Sveinbjörn Ingimarsson.
>>
>> 2011/3/13 Morten Lange <morten...@yahoo.com>
>>
>>> Flott, Svavar !
>>>
>>> Pínu erfitt með að muna hvernig þetta var, en með því að opna til dæmis
>>> þessu
>>> setti:
>>>  http://www.openstreetmap.org/browse/changeset/7510701
>>> og skoða með Opera, þar sem ég var með einn "follower gluggi", þá var
>>> auðvelt að
>>> byrja að átta sér á hversu griðasrlegt magn af punktum og stígum þú hefur
>>> bætt
>>> við.
>>>
>>> Takk kærlega !
>>>
>>> --
>>> Regards / Kvedja
>>> Morten Lange, Reykjavík
>>>
>>>
>>>
>>> ----- Original Message ----
>>> > From: Svavar Kjarrval <sva...@kjarrval.is>
>>> > To: OpenStreetMap in Iceland <talk-is@openstreetmap.org>
>>> > Sent: Sat, 12 March, 2011 1:01:35
>>> > Subject: [Talk-is] Garðabær
>>> >
>>> > Hæ póstlisti.
>>> >
>>> > Hvernig líst ykkur á Garðabæ núna?
>>> > Fyrir lata og  óstaðkunnuga:
>>> >
>>> http://www.openstreetmap.org/?lat=64.09099&lon=-21.9162&zoom=15&layers=M
>>> >
>>> > Með  kveðju,
>>> > Svavar  Kjarrval
>>> >
>>> > _______________________________________________
>>> > Talk-is  mailing list
>>> > Talk-is@openstreetmap.org
>>> > http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>> >
>>>
>>>
>>>
>>>
>>> _______________________________________________
>>> Talk-is mailing list
>>> Talk-is@openstreetmap.org
>>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>>
>>
>>
>>
>> _______________________________________________
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is@openstreetmap.org
>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
>>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to