Hæ.

Ef þið vissuð ekki, þá er til umræðu frumvarp til að innleiða INSPIRE tilskipun ESB (2007/2/EB) um notkun og miðlun landupplýsinga. Í stuttu máli er hún þannig að Landmælingar Íslands eigi að reka stafræna upplýsingagátt með landupplýsingum. Þó aðaltilgangurinn sé umhverfismál þá er ljóst að það er víðtækara en svo. Enginn þingmaður hefur mótmælt frumvarpinu hugmyndafræðilega séð svo það eru talsverðar líkur á að það nái í gegn á þessu þingi. Þið getið fylgst með málinu á http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=139&mnr=121 <http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=139&mnr=121>.

Þegar/Ef frumvarpið verður að lögum verður áhugavert að athuga hvort það verði til þess að meira af opinberum gögnum verði fáanleg til innsetningar í OSM.

Upp á forvitnina fletti ég upp á umsögnum sem bárust umhverfisnefnd og vildi vita hvort ég fyndi einhverja áhugaverða búta. Þeir fylgja hér:

Háskóli Íslands:
„Að mati háskólans getur gjaldtaka sú sem heimiluð er skv. 11. gr. frumvarpsins skapað óþarfa hindranir við notkun gagna. Eðlilegt er að menntastofnanir á borð við Háskóla Íslands hafi aðgang að slíkum opinberum landfræðilegum gögnum án endurgjalds.“

ÍSOR:
„Sú skilgreining á landupplýsingum sem sett er fram í frumvarpinu [er] ófullnægjandi þar sem einungis er átt við gögn tengd yfirborðið[sic] jarðar. Ýmsar landupplýsingar vísa til staða neðan yfirborðs jarðar s.s. í borholum og á hafsbotni.“ - Þakka ÍSOR fyrir þessa athugasemd. Breytingartillaga nefndarinnar víkkaði gildissvið frumvarpsins til gagna „á, í eða yfir jörðu“. Umsögn Náttúruminjasafnsins kom líka að þessu atriði.

_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to