Hæ.

LÍSA samtökin mun halda ráðstefnu 15. maí næstkomandi á Hilton Reykjavík
Nordica, Suðurlandsbraut 2, kl. 13:00-16:00. Á þeirri ráðstefnu mun ég
flytja erindi um OSM og þátttöku mína í því. Ef það er eitthvað sem þið
viljið að ég taki fram í fyrirlestrinum er ykkur velkomið að koma
ábendingum á framfæri á póstlistann og/eða beint til mín.

Lýsingin sem ég sendi inn er eftirfarandi:

Titill: OpenStreetMap
Undirtitill: Frjáls gögn fyrir frjálst samfélag
Fyrirlesari: Svavar Kjarrval Lúthersson
Yfirlit:  Hvað er OpenStreetMap og fyrir hvað stendur það? Fjallað
verður almennt um OpenStreetMap og hvernig gögnum er aflað miðað við
reynslu fyrirlesarans. Hvaða gögnum er safnað og hvernig? Hægt er að
safna gögnum með því að ganga, hjóla og keyra, eða jafnvel án þess að
fara út úr húsi. Þá verður farið í helstu kosti og galla hverrar
gagnaöflunaraðferðar fyrir sig. Fyrirlesari hefur einnig beðið um gögn
frá sveitarfélögum sem þau hafa þá þegar safnað en fengið mismunandi
undirtektir og mun miðla reynslu sinni af þeim samskiptum.

- Svavar Kjarrval

Attachment: signature.asc
Description: OpenPGP digital signature

_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to