Sæll,

Ég held það sé alveg þess virði að gera skriftu til að setja póstnúmer
á hverja götu og þágufall götunafns. Til þess að það sé hægt þarf
minnsta bounding box sem afmarkar hvert póstnúmer því götur í ólíkum
póstnúmerum geta heitið sömu nöfnum.

Þessi vinna myndi einnig skila yfirliti á því á hvaða götur á eftir að
kortleggja og þar með finna stafsetningarvillur í götuheitum.

kv.

Björgvin

2012/7/5 Svavar Kjarrval <sva...@kjarrval.is>:
> Hæ.
>
> Það gengur nokkuð hægt að ákveða málið varðandi póstnúmeraskrá inn á
> Wiki-inu ( https://wiki.openstreetmap.org/wiki/Iceland_postal_code_database)
> svo ég vil flytja umræðuna hingað.
>
> Að mínu mati ættum við að merkja relations með götuskrá:id (eða hentugri
> merkingu) og síðan keyra scriptuna reglulega sem fer yfir gögnin. Scriptið
> myndi bæta við þeim tögum sem á vantar og uppfæra þær upplýsingar sem hafa
> breyst. Það væri hægt að keyra það handvirkt í hverri viku eða mánuði.
>
> Ástæðan fyrir því að ég sé fylgjandi relations er að vegir skiptast nokkuð
> oft í marga hluta og það gæti verið helvíti að viðhalda slíkri skráningu á
> þeim. Auk þess er það betra til þess að leita eftir húsi þar sem húsið
> sjálft væri í viðkomandi relation. It just makes sense. :þ
>
> Mig langar helst að klára þetta mál sem fyrst þar sem ég verð líklegast
> búinn að teikna öll hús fyrir Hafnarfjörð fyrir sumarlok (eða jafnvel í lok
> júlí) og setja húsnúmer á þau. Mig langar helst að geta sett götuskrá:id í
> þessi relation sem ég bý til vegna þessa, svo upplýsingarnar muni rata
> þangað á endanum.
>
> Hver er ykkar skoðun?
>
> - Svavar Kjarrval
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>

_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to