Þann 12.08.2015 12:43, Thorir Jonsson reit:
Þetta lítur vel út. Þetta er fyrir Mapnik renderinguna á osm.is
[5] er það ekki?

Þetta er ekki að okkar undirlagi en er fyrir Mapnik (nú CartoCSS) renderingu á OpenStreetMap.org sem osm.is notar beint.

Ef þið eru að gera breytingar á því væri gaman að sjá
renderingu á aeroway=marking líka. Ég er búinn að vera að gera
smá tilrauna verkefni með að nýta OpenStreetmap í vinnunni (hjá
Tern Systems - tern.is [6]) og til prufu bætti ég inn taginu
aeroway=marking til að geta kortlagt merkingar á flug- og akbrautum
á flugvöllum. Ég notaði Reykjavíkur flugvöll til að prófa
þetta og það væri gaman að sjá hvernig þetta kæmi út í
Mapnik renderingu.

Frábært að fá þetta sjónarhorn, það liggur fyrir tillaga um að sýna minni flugvelli ekki jafn snemma og nú er gert (grasbalar birtast jafn stórir og alþjóðaflugvellir) samkvæmt þessu: https://github.com/gravitystorm/openstreetmap-carto/pull/1734

Varðandi það að sýna merkingar þá er það eitthvað sem mætti senda inn sem pull request, einhverjir CSS snillingar sem vilja kíkja á CartoCSS.

Ég sjálfur var að prófa að nota OSM tengt vinnunni, og því er nú hægt að skoða klósettlosunarstaði á landinu http://www.ust.is/library/Skrar/Kort/kort-seyrulosun.html


--Jói

_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to