Sæl

Jón Gunnar Pálsson hefur verið mjög áhugasamur og sent mér endurtekið pósta
um rötun í Strætó appinu. Hann hefur lika sent Svavari póst. Hann virðist
hafa áhuga á að hjálpa til við að laga þessa rötun fyrir strætó og gæti
mögulega tekið þátt í grunnvinnunni við OSM.

Stendur til að boða einhvern fund á næstunni í félaginu sem hann gæti verið
boðið á? Ef ekki gæti ég staðið fyrir minni fundi t.d. á kaffihúsi til að
ræða málin. Munduð þið vera tilbúnir að hitta hann? Þið þekkið þetta
eiginlega mun betur en ég.

Mér finnst lílka vanta svör við :
1) Hvaða fyrirtæki sér um appið hjá Strætó. Mér sýnist lítið þýða að ræða
við strætó beint um þessi mál.
2) Var ekki búið að færa inn stígagögn frá Garðabæ í OSM?

kveðja
Árni Davíðsson





Þann 28. ágúst 2017 kl. 08:40 skrifaði Morten Lange <morten...@yahoo.com>:

> Hæ
>
> Áhugavert. Mín snöggviðbrögð:
> Kortið er ábótavant þarna, en verra er að rötunarvélin virðist haldin
> þeirri misskilningi að ekki mega ganga eftir götum.
>
> Hæðarbyggð 7/9 : Hér er í þokkabót um götu að ræða sem er merkt (tögguð)
> residential  :-)
> (Og svo er þetta nálægt enda botnlanga í ofanálag.)
>
> Annað mál er að auðvelt er að laga einstaka staði í OSM, gefið að einhver
> staðfesti "ground truth". Framlengja gangstétta og stíga.
> Eða  hreinlega bæta við óformleg tenging (slóð sem sést á grasi etc)
> highway=path, informal=yes, visibility=good eða álíka
>
> En aðalmálið í stærri myndinni er að laga rötunarvélina. Gera ráð fyrri að
> hægt sé að fara af gangstétt / footway og út á götu, amk húsagötur og
> "sveitavegi"
>
> --
> Regards / Kveðja / Hilsen Morten Lange
>
>
> ------------------------------
> *From:* Arni Davidsson <arni...@gmail.com>
> *To:* Jóhannes Birgir Jensson <j...@betra.is>; Svavar Kjarrval <
> sva...@kjarrval.is>; Morten Lange <morten...@yahoo.com>
> *Sent:* Monday, 28 August 2017, 1:25
> *Subject:* Röng rötun í strætó appinu
>
> Sælir
>
> Ég fékk eftirfarandi póst vegna rangrar rötunar sem strætó appið gefur.
> Það virðist vera að nota Open street map.
>
> Sæll Ég hef sent póst á fulltrúa Garðabæjar, OSM og strætó. Engin viðbrögð
> hafa verið. Þú getur fengið afrit af þeim pósti. Þar er stungið upp á að
> ræða hvað sé hægt að bæta við Karlabrautina. Garðabær skipuleggur
> göngustíga, OSM setur þá inn í upplýsingakerfi sem strætó notar og strætó
> ber ábyrð á að tölvan skili réttum upplýsingum. Skoðum aðeins að fara frá
> Hæðarbyggð 9 að Ásgarði. Ef þú skoðar kort frá OSM, sést að enginn
> göngustígur er milli Hæðarbyggðar 9 og 7. Því er farin lengri leið. Er hægt
> að laga þetta með því að framlengja stíginn milli 9 og 7? Ef Garðabær segir
> að þar sé göngustígur, þarf OSM að merkja hann inn. Annars ætti kannski að
> "búa til" göngustíg þar á milli? Skoðum næst ferð frá Furulundi 9 að
> Ásgarði. Ekki er hægt að fara yfir merktan göngustíg milli biðstöðvanna
> Heiðarlundur og Furulundur. Í lokin er farið upp Hæðarbyggðina og er gengið
> annað hvort milli Hæðarbyggðar 5 eða 9 að Hæðarbyggð 7. En íbúar
> Hæðarbyggðar 5 og 9 geta ekki notað þessa gönguleið. Allir þrír þurfa að
> skoða þetta. Ég vil að þú takir þá með sem þú telur hæfasta. Ekkert
> skilyrði er að ég sé í þessum hóp. Ætti þetta að vera afmarkað verkefni,
> eða hluti af öllu, sem á að ræða um? Ætti hópurinn að hittast fyrir fund
> með strætó? Því næst yrði boðaður fundur með strætó. Hvað ætti fundarefnið
> að vera? Kveðja Jón Gunnar Pálsson
>
>
> Eru einhverjar skýringar á því hversvegna þetta er svona? Veit einhver
> hvaða fyrirtæki það er sem býr til strætó appið?
>
> kveðja
> Árni Davíðsson
>
>
>
> --
> Árni Davíðsson
> arni...@gmail.com
>
>
>


-- 
Árni Davíðsson
arni...@gmail.com
_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to