Heil og sæl.

 

Ég ætla ekki, a.m.k. á þessu stigi, að viðra skoðanir á því hvernig bílastæði 
eru merkt, en vil hinsvegar benda á kortaþjón Reykjavíkurborgar þar sem 
bílastæði í borgarlandinu eru merkt:

http://reykjavik.maps.arcgis.com/apps/webappviewer/index.html?id=607425377d0c48dba195a1f58fa4426f

 

Bestu kveðjur,

 

Páll Hilmarsson

 

From: Arni Davidsson <arni...@gmail.com> 
Sent: fimmtudagur, 6. febrúar 2020 13:42
To: OpenStreetMap in Iceland <talk-is@openstreetmap.org>
Subject: [Talk-is] Hvernig á að merkja bílastæði við götu í OSM?

 

Sæl

 

Ég er að velta fyrir mér merkingum á bílastæðum í OSM.

Bílastæði við götu sem eru með gjaldskyldu hafa verið merkt að því er virðist 
með 'Tag:amenity=parking' og teiknaður flötur sem sýnir afmörkun bílastæðisins. 
Samsvarandi bílastæði án gjaldskyldu virðast þó sjaldan eða aldrei merkt.

 

Er rétt að merkja bílastæði samsíða götu með þessum hætti? Eru þau kannski 
merkt svona til að getað sett inn upplýsingar um gjaldskyldu, fjölda stæða 
o.s.frv.

 

Er réttara að merkja þau á einhver hátt sem hluta götunnar og er hægt að merkja 
þau þannig?

 

Þess má geta að ég hef sérstakan áhuga á fjölda bílastæðanna og að geta dregið 
út þær upplýsingar sem eru settar inn um bílastæði úr OSM og unnið með þær 
síðar og tekið saman yfirlit yfir fjölda og gerð stæða.

 

kveðja

Árni Davíðsson


 

-- 

Árni Davíðsson
arni...@gmail.com <mailto:arni...@gmail.com> 

_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to