Ég er þeirrar skoðunar að útlínurnar sjálfar eigi einnig heima í grunninum.
Ég minnist þess að hafa séð mynd á wiki síðunni (image of the week) sem
sýndi svæði sem innihélt útlínur gatna, get samt ómögulega fundið hana
aftur.

Við þurfum að teikna miðlínur handvirkt fyrir þessar götur og stíga. Ég held
að best væri að gera þá vinnu í cad forriti áður en gögnin fara í gegnum
ogr2osm þar sem að cad forrit hafa fídusa til að teikna samsíða línur í
ákveðinni fjarlægð frá annari línu sem að ég held að josm hafi ekki
(endilega leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér).

Ég held að við getum fengið aðeins meira út úr ogr2osm tólinu. t.d. eru
útlínur gögnustíga og gatna í sitthvoru laginu svo það væri allavega hægt að
gefa þeim rétt tögg þegar við höfum fundið út úr því hvaða tögg þær eiga að
hafa.

kv Daníel G

2010/12/29 Björgvin Ragnarsson <nifgr...@gmail.com>

> Sæll póstlistingur,
>
> Þetta eru útlínur svo ég veit ekki hvernig best er að setja þær inn í
> OSM, kannski bara teikna handvirkt miðlínur eftir þeim? Ég tek eftir
> að götuheitin vantar.
>
> Sjálfur fékk ég import á LUKR gögnunum til að virka á dev servernum í
> gær: sjá hér:
> http://master.apis.dev.openstreetmap.org/user/Bj%C3%B6rgvin%20Ragnarsson/edits
>
> Ég set af stað import á aðalserverinn seint í kvöld sem ætti að
> klárast fyrir morguninn.
>
>
> Björgvinn
>
>
> 2010/12/29 Svavar Kjarrval <sva...@kjarrval.is>:
> > Sæll póstlisti.
> >
> > Eftir mikla vinnu af hálfu Daníels Gunnarssonar erum við loksins komin
> með
> > gögnin á algengara hnitakerfi. Til upprifjunar þá er um að ræða útlínur
> af
> > götum og stígum í Garðabæ. Endilega komið með athugasemdir um hvernig við
> > ættum að haga importinu. Skráin er í viðhengi.
> >
> > Með kveðju,
> > Svavar Kjarrval
> >
> > _______________________________________________
> > Talk-is mailing list
> > Talk-is@openstreetmap.org
> > http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
> >
> >
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to