>From: Svavar Kjarrval [mailto:sva...@kjarrval.is] 
>Sent: 16. maí 2011 19:46
>To: OpenStreetMap in Iceland
>Subject: Re: [Talk-is] Hvers vegna var grasi eytt á Háaleitisbraut

>Ég er líklegast sá seki.

Var sannarlega ekki að leita að sökudólgi, fjarri því. Meira svona reyna að 
átta mig á því hvers vegna þessu var eytt og ekkert kom í staðinn. Og þetta 
hérna er smámál í samanburði við það sem mér hefur sýnst þú vera að leggja í 
verkefnið undanfarið sem er auðvitað bara frábært og ber að þakka og fagna.

>Man ekki nákvæmlega allar ástæðurnar en ég var
>allavega að vinna við að teikna húslínurnar og grasið var nokkuð mikið
>fyrir.

Mér finnst ástæða til að halda upp á öll gögn sem einstaklingar hafa fyrir að 
setja inn í grunninn. Ef þau eru fyrir við innsetningu á nýjum eða ítarlegri 
gögnum, þá er um að gera að bæta þau og breyta svo þau endurspegli 
raunveruleikann enn betur. Í öllu falli finnst mér ekki rétt að eyða þeim út. 
Nema þau séu hreinlega röng. En þá finnst mér líka ástæða til að benda 
viðkomandi á það góðfúslega, svo hægt sé að bæta innsetningu nýrra gagna þaðan 
í frá.

>Ef ég man rétt náði graslendið einnig yfir svæði sem voru alls
>ekki hulin grasi eins og t.d. svæðin þar sem sandkassarnir eru.

Útiloka það alls ekki. Enda að mestu unnið eftir GPS mælingum sem við höfðum 
mikið fyrir að safna af því að við vildum hafa kortið eins gott og það gat 
verið á þessu tiltekna svæði. Það er auðvitað allt annað að vinna þetta í dag 
með loftmyndunum og frábært að það sé hægt að hafa kortið ítarlegt í takt við 
þær. En mér finnst aftur að það eigi þá frekar að nota tækifærið til að bæta og 
leiðrétta gögnin.

>Það virtist eins og um væri guess-work að ræða.

Mér finnst ekki rétt að draga þá ályktun af gögnum án frekari skýringa frá þeim 
sem setur þau inn. Aftur, nema þau séu augljóslega hreinlega röng. E.t.v. væri 
þá betra að heyra í þeim sem setti gögnin inn... svona til að fá betri mynd af 
því sem viðkomandi var að reyna að gera. Mér finnst til dæmis sjálfum mjög gott 
að læra af uppbyggilegum athugasemdum og tillögum um það sem betur má fara.

>Gæti örugglega rifjað þetta betur upp ef ég sæi hvernig þetta var áður.

Ég myndi fagna því að þú athugaðir með að færa þetta til fyrra horfs og þætti 
auðvitað enn flottara ef þú myndir bæta það sem þér fannst vera að þessu. Svo 
ekki sé nú talað um að vera viss um að t.d. umræddir sandkassar séu ennþá á 
staðnum. Loftmyndirnar eru nefnilega ekki alveg nýjar og stundum hafa orðið 
breytingar á staðháttum.

Tek það fram að ég er ekki viðkvæmur fyrir því að gögnum frá mér sé eytt, ef 
þau eru ekki rétt. En ég hef áhuga á að þau séu frekar lagfærð eða skipt út ef 
betri gögn eru til.

Með bestu kveðju,
Baldvin
_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to