Sæll Ívar.

Nýlega rakst ég á þá staðreynd að þú gefur út Garmin kort á léninu
gpsmap.is og samkvæmt vefsíðunni á það að vera algjörlega ókeypis. Nú er
ég að vinna fyrir sjálfboðaliðaverkefnið OpenStreetMap (osm.org) sem er
einnig að vinna að sama markmiði, nema á heimsvísu. Einnig er lögð mikil
áhersla á að kortið og gögnin séu gefin út undir frjálsu leyfi.

Þá veit ég ekki hvort þú vissir af OpenStreetMap verkefninu áður en þú
hófst útgáfu á gpsmap.is kortinu en til öryggis vildi ég láta þig vita
af því. Einnig bið ég þig að íhuga hvort ekki væri hentugra að sameina
gögnin þar sem slíkt er hægt; Því það býður annars upp á mikla
tvítekningu í gagnaöfluninni.

- Svavar Kjarrval

Attachment: signature.asc
Description: OpenPGP digital signature

_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to