Sæll Karl

Ég væri til í að hittast og skoða þetta saman. Til dæmis gæti ég komið eftir
kl. 15 á morgun eða á fimmtudaginn.

Einu raunverulegu hjólastígarnir eru á köflum frá Ægisíðu inn eftir
Fossvogsdal, og í Lönguhlíð og um 200 m bútur á Laugavegi. Allir aðrir
stígar eru blandaðir göngu og hjólreiðastígar og þar á ekki að vera nein
miðlína eða 1+2 lína (hjólarein eins og þú kallar það á Sæbrautinni).
Reykjavíkurborg er búin að gefa það út að þeir séu hættir að skipta þessum
blönduðu stígum upp með línu í svo kallaða 1+2 stíga. Borgin tímir hinsvegar
ekki að afmá þær þannig að þær verða lengi að hverfa. Eftir það ætti
venjuleg hægri umferð að gilda á stígunum með framúrtöku vinstra megin ef
aðstæður leyfa.

Samkvæmt umferðarlögum eiga gangandi vegfarendur forgang fram yfir hjólandi
á stígum og gangstéttum með blandaðri umferð sbr. 4 mgr. 39. gr.:
"Heimilt er að hjóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gangandi
vegfarendum hættu eða óþægindum. Hjólreiðamaður á gangstétt eða gangstíg
skal víkja fyrir gangandi vegfarendum." Það er með þessu undanþáguákvæði sem
hjólreiðar eru leyfðar á stígum og gangstéttum.

Þessir blönduðu göngu og hjólreiðastígar og gangstéttir sem eru merktar á
hjólakorti Reykjavíkurborgar og á höfuðborgarsvæðinu eru misjafnir.
Sumstaðar eru þeir ágætir, einkum þar sem stígsýnin er góð og umferð
gangandi er lítil. Aðrir henta illa til hjólreiða, a.m.k. á venjulegum
hraða.

Það er spurning hvernig á að merkja þessa stíga.

Annaðhvort ættu þeir að vera Tag:highway=footway with
<http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:bicycle%3Dyes>
Tag:bicycle=yes <http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:bicycle%3Dyes> sem
rímar betur við stöðu þeirra skv. umferðarlögum eða þá með:
 Tag:highway=path <http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:highway%3Dpath>
 with Tag:bicycle=yes <http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:bicycle%3Dyes>
 and Tag:foot=yes <http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:foot%3Dyes>.
En sem fyrr segir eiga blönduðu stígarnir ekki að vera með línu sem skiptir
þeim í framtíðinni.
*
*Raunverulegir hjólastígar ættu að vera með:
 
Tag:highway=cycleway<http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:highway%3Dcycleway>en
spurning með :
Tag:foot=designated<http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:foot%3Ddesignated>
 and 
Tag:segregated=yes<http://wiki.openstreetmap.org/w/index.php?title=Tag:segregated%3Dyes&action=edit&redlink=1>.

*
*Hver útkoman er í hjólavefsjánni m.v. þessar merkingar veit ég ekki.
Hugsanlega þarf að taka tillit til þess?

Til viðbótar við stígana eru síðan hjólavísar á götum. Þeir eru á Suðurgötu
sunnan Hringbrautar, Einarsnesi, Langholtsvegi og Laugarásvegi. Suðurgata
norðan Hringbrautar er með hjólarein í norðurátt gegn einstefnu bíla og
hjólavísa í suðurátt á bílaakreininni.

kveðja
Árni Davíðsson
formaður Landssamtaka hjólreiðamanna
www.LHM.is
s: 862 9247

*



*
2011/1/2 Karl Georg <ka...@ekkert.org>

> Fysti pósturinn minn virðist ekki hafa skilað sér enn hann má sjá hér að
> neðan, og reyndar í fyrra svari mínu líka:
>
> Kv.
> Kalli
>
>
>
> 2011/1/2 Kalli G < <ka...@ekkert.org>ka...@ekkert.org>
>
>> *Hæ,*
>> *Mig langar svolítið að yfirfara hjólastígana með því að leiðarljósi að
>> festa saman leiðir sem sem virka ekki í hjólavefsjá vegna þess að "endar ná
>> ekki saman". Fysta skref mitt er að fara yfir obinbert hjólakort
>> reykjavíkurborgar,sjá:*
>>  <http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3546/5704_view-1026/>
>> http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3546/5704_view-1026/
>> Heildarkort af Reykjavík 2010 (PDF útgáfa - 2,7 
>> MB)<http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/framkvaemdasvid/gongu_og_hjolastigar/hjolreidakort-rvk-2010.pdf>
>>
>> *Markmið mitt er að fullvissa mig um að ofangreint grunn net verði heilt.
>> *
>>
>> Ég mun notast við þessar reglur sem eru hér:
>> <http://wiki.openstreetmap.org/wiki/WikiProject_Iceland/Cycleways>
>> http://wiki.openstreetmap.org/wiki/WikiProject_Iceland/Cycleways
>>  Rules for cycleways in Reykjavík
>>
>>    - When the bike symbol is present, these are tagged as
>>    
>> Tag:highway=cycleway<http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:highway%3Dcycleway>
>>  and
>>    also have 
>> Tag:foot=designated<http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:foot%3Ddesignated>
>>     and 
>> Tag:segregated=yes<http://wiki.openstreetmap.org/w/index.php?title=Tag:segregated%3Dyes&action=edit&redlink=1>.
>>    These paths will be rendered with blue line on the slippymap.
>>    - Where there is no sign on the road showing that bikes are permitted,
>>    use 
>> Tag:highway=path<http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:highway%3Dpath>
>>     with 
>> Tag:bicycle=yes<http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:bicycle%3Dyes>
>>     and Tag:foot=yes <http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:foot%3Dyes>.
>>    These will be rendered with a red line.
>>    - It is also useful to have 
>> Tag:surface=paved<http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:surface%3Dpaved>,
>>    and to mark bridges and tunnels with 
>> Tag:bridge=yes<http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:bridge%3Dyes>
>>     and Tag:tunnel=yes<http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Tag:tunnel%3Dyes>
>>    .
>>
>>
>> Það er samt í smá vandræðum með að treysta þessu útgefna hjólakorti frá
>> reykjavíkurborg, því að þeir segja að ef að ef það er svört lína í miðju
>> korti þá er það highway=cycleway eins og er talað er um efst í þessum
>> reglum. Ég er nokkuð viss um að í raun séu aðskildar hjólareinar á fleyri
>> stöðum en gefið er upp á kortinu. Td. er ég nokkuð viss um að á sæbrautinni
>> sé aðskilin hjólarein frá göngustíg.
>> Getið þið staðfest þetta og aðstoðað mig við að finna út hvernig stígarnir
>> eru merktir í raun.
>>
>> Ætti ég að athuga hvort snillingarnir í fjallahjólaklúbbnum og
>> hjólreiðafélaginu geti aðstoðað við upplýsingaöflun varðandi þetta ?
>>
>> --
>> Kveðja,
>> Karl Georg
>>
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>


-- 
Árni Davíðsson
arni...@gmail.com
arnid.blog.is
_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to