Hæ.

Eru stikkprufurnar on-the-ground GPS mælingar? Ef ekki, þá ættum við að
framkvæma þannig áður en við færum hverfið, upp á að tryggja að við séum
ekki að fara að færa allt á grundvelli loftmynda sem gætu verið ranglega
hnitsettar. Við getum verið ágætlega viss um að gögnin frá
Reykjavíkurborg séu líklegri til þess að vera réttari en
gervihnattaloftmyndir og ná einhver þeirra yfir önnur sveitarfélög, en
þó lítið eða ekkert í Hvörfunum í Kópavogi.

Hef annars tekið eftir þessu í hvert skipti sem það koma nýjar
loftmyndir að það sem hefur verið teiknað eftir fyrri myndum passar ekki
alveg við hnitsetninguna á þeim nýju. Fyrir einhverju síðan fékk ég þá
hugmynd (sem ég opinberaði ekki) hvort við ættum að taka road trip,
allavega um höfuðborgarsvæðið, og mæla svo-gott-sem-nákvæma
viðmiðunarpunkta fyrir landmerki sem sjást greinilega á loftmyndum.
Síðan gætum við notað punktana til að sjá hvort loftmyndir séu nógu
nákvæmar og hliðrað eftir þörfum. Þetta gæti einnig gagnast fyrir
flygildisverkefnið.

En já, ef ég væri að breyta heilu hverfi myndi ég byrja á þeim jaðri sem
færslan er frá. Eins og ef færa þarf punkta suður, að byrja syðst upp á
að þurfa ekki að færa punkta og vegi ofan í eitthvað annað sem þyrfti að
færa síðar í kjölfarið.

Með kveðju,
Svavar Kjarrval

On 30/10/14 21:01, bald...@baldvin.com wrote:
>
> Sæl. Mér sýnist Hvarfa hverfið í Kópavogi ekki rétt hnitað. Var að
> taka stikkprufur þar og það munar nógu miklu til að það skiptir máli
> ef verið er að nota kortin til að sýna önnur gögn ofan á þeim. Er
> þetta eitthvað sem einhver hefur skoðað nýlega og gæti haft skoðun á?
> Jafnframt, hefur einhver reynslu af því að leiðrétta svona heilt
> hverfi? Ef ég fer að gera þetta í höndum hús fyrir hús og götu fyrir
> götu er líklegt að það taki dálítið mikið á að gera það svo vel sé
> fyrir umhverfið sem þessu tengist og er rétt hnitað nú þegar. Allar
> ábendingar eða hugmyndir eru vel þegnar. Annars skoða ég þetta þegar
> ég fæ lausa nokkra klukkutíma.
>
>  
>
> Mbk,
>
> Baldvin
>
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Attachment: signature.asc
Description: OpenPGP digital signature

_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to