Re: [Talk-is] [Fsfi] Landmælingar Íslands gefa gögn til allra... nema til frjálsra verkefna

2013-01-24 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2013/1/23 Svavar Kjarrval :
> Það er ekki skemmtilegt að OSM, eina þekkta opna kortagerðarverkefnið á
> Íslandi, sé óheimilt að nýta gögnin en allir keppinautar með lokaða
> kortagrunna fá afhent risastórt safn af ókeypis gögnum sem söfnuð voru fyrir
> opinbert fé. Mörg, ef ekki öll, löndin sem vísað er til sem fyrirmynd opnun
> gagnanna gáfu gögnin undir frjálsum dreifingarleyfum og er engin ástæða til
> þess að takmarka mögulega dreifingu þeirra af þeirri ástæðu að vilja hafa
> eftirlit með því hvar gögnin eru notuð. Því óskaði ég eftir því að FSFÍ
> myndi álykta um þetta mál.

Oft eru svona skilmálar (ókepis, en segðu okkur hvað þú notar þetta í)
bara vanhugsaðir vegna þess að fólk gerir sér ekki grein fyrir því að
ef þeir eru *krafa* breytist allur leikurinn.

Kannski er sniðugast að benda þeim á að taka þetta út sem kröfu væri
nóg, þ.e. að skilmálarnir væru eitthvað eins og:

Það má nota þessi gögn í hvað sem er undir hvaða frjálsa leyfi sem
er (eða engu leyfi).

Ef þú notar þessi gögn þætti okkur mjög gaman að hvað þú ert að
nota þau í (), en það er ekki skilyrði fyrir því að fá að
nota þau.
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Landhelgi

2013-01-08 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2013/1/2 Bjarki Sigursveinsson :
> Sæl öll,
> Það hefur farið dálítið í taugarnar á mér lengi án þess að ég hafi sagt
> nokkuð að landhelgi Íslands er vitlaust skilgreind á openstreetmap. Búin var
> til lína sem er 12 sjómílur frá strandlengju en hið rétta er að miða við 12
> sjómílur frá grunnlínu. Munurinn er að grunnlínan er dregin á milli hnita
> ystu annesja og eyja þannig að flóar og firðir lenda innan hennar (og
> kallast þá innsævi). Til dæmis er grunnlínan dregin beint frá
> Geirfugladrangi suðvestur af Reykjanesi til Skálasnaga yst á Snæfellsnesi
> þannig að allur Faxaflói er innan hennar. Hnit grunnlínu eru skilgreind í
> lögum: http://jura.is/wiki/Brunnur:L%C3%B6g_1979041
>
> Það er sjálfsagt einfalt að draga grunnlínuna á kortið út frá hnitunum en ég
> kann ekki að breyta landhelginni þannig að hún miðist við 12 sjómílur frá
> grunnlínu.

Ég mæli með að hafa samband við:
http://www.openstreetmap.org/user/daswaldhorn sem setti þetta inn til
að byrja með, sjá t.d.
http://www.openstreetmap.org/browse/way/42886944/history

En þetta er örruglega almennt vandamál í löndum við norðursjó skv.
seinni pósti þínum, þannig kannski er gott að take þetta upp á
osm-talk og/eða osm-talk listunum fyrir þau lönd líka.

Getur ekki verið að eitthvað ráðuneyti eins og utanríkisráðuneytið sé
til í að láta okkur hafa hnit fyrir það sem þeir telja vera 12 mílna
landhelgina?

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] We have some provided data in *.dwg and *.dgn formats that we need help converting

2012-10-08 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
The Icelandic OpenStreetMap community has recently received donated
data from a couple of municipalities (with more coming) in *.dwg and
*.dgn formats:

https://github.com/avar/osm-is-provided-data/tree/master/original-data/

Has anyone here converted these formats before into *.osm and would be
able to provide us with a one-time conversion of these files, and
possibly of more files coming in the future?

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Bréf til sveitarfélaga - staðan 8. október

2012-10-08 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Ah, mundi ekki hver hámarksstærðin var, allavegana ég skal senda
e-mail um þetta á viðkomandi lista.

2012/10/8 Svavar Kjarrval :
> Hámarksstærðin á wiki.openstreetmap.org er 2 MB og sumar skrárnar eru
> alltof stórar fyrir það. Skrárnar frá Reykjanes passa ekki þangað en
> Grindavíkurskráin, já. Þyrfti helst að vera staður sem leyfir nokkuð
> stórar skrár svo þetta sé ekki tengt á víð og dreif frá Wiki-inu.
>
> Ég lét fylgja tengil á skrárnar í e-mailinu. Þú hefðir vitað það hefðir
> þú farið á þá. :þ
>
> - Svavar
>
> On 08/10/12 08:57, Ævar Arnfjörð Bjarmason wrote:
>> 2012/10/8 Svavar Kjarrval :
>>> Til þess að opna gögnin sem við fengum þurfum við einhvern sem hefur aðgang
>>> að AutoCAD og/eða Microstation til þess að flytja þetta yfir í shapefile eða
>>> .osm file. Einhver sem býður sig fram til þess?
>> Það eru pottþétt einstaklingar á osm-talk listanum sem hafa gert þetta
>> áður, kannski senda línu þangað með tengil á skrárnar?
>>
>> Væri líka flott að hafa skrárnar t.d. á wiki.openstreetmap.org, eða
>> eru þær kannski of stórar til þess?
>>
>> ___
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is@openstreetmap.org
>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
> ___
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Bréf til sveitarfélaga - staðan 8. október

2012-10-08 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2012/10/8 Svavar Kjarrval :
> Til þess að opna gögnin sem við fengum þurfum við einhvern sem hefur aðgang
> að AutoCAD og/eða Microstation til þess að flytja þetta yfir í shapefile eða
> .osm file. Einhver sem býður sig fram til þess?

Það eru pottþétt einstaklingar á osm-talk listanum sem hafa gert þetta
áður, kannski senda línu þangað með tengil á skrárnar?

Væri líka flott að hafa skrárnar t.d. á wiki.openstreetmap.org, eða
eru þær kannski of stórar til þess?

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Upplýsingar frá Íslandspósti

2012-10-03 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Hérna er smá wiki rugl um þetta sem við settum saman á sínum tíma:

http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Iceland_postal_code_database

Það væri örruglega einfaldast að klára þessa circabát póstnúmerapólýgona:

http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Iceland_postal_code_database_manual_mapping

Annað sem væri hægt að gera væri að búa til dynamic póstnúmerapólýgona
byggt á því hvaða póstnúmeratögg við finnum á OSM-hlutum, þ.e. gera
ráð fyrir því að ef þú finnur heimilisfang í póstnúmeri XYZ að allir
hlutir í kílómeters radíus séu líka í XYZ, og nota þær upplýsingar svo
til að passa saman (OSM)póstnúmer/(OSM)götuheiti við
(pnskrá)póstnúmer/(pnskrá)götuheiti.
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Fréttir úr Reykjavík

2012-09-27 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2012/9/27 Svavar Kjarrval :

Enn og aftur frábært framtak hjá þér að standa í þessum fundum til að fá gögn.

> „Fundurinn 27. september gekk vel og er mikill velvilji að afhenda gögn
> án endurgjalds sem ekki er mikill áhugi á af hálfu þeirra sem kaupa
> venjulega af Reykjavíkurborg.

Það er mjög gott að þeir sýni áhuga á því að afhenda einhver gögn, en
eitt sem ég er að spá í er hvort vilji sé fyrir því að afhenda gögn
sem fólk er að kaupa en með einhverri handahófskenndri skekkju sem
gerir þau ónothæf t.d. til byggingarframkvæmda, en ekki til þess að
búa til kort þar sem 5-10 metra skekkja er ekkert svo mikið stórmál.

Það kannski bara flækir málin núna, en þetta er eitthvað sem ágætt
væri að hafa í huga í framtíðinni og í viðræðum við aðra aðila.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Landupplýsingagáttin

2012-08-20 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2012/8/20 Svavar Kjarrval :
>
> On 20/08/12 13:12, Ævar Arnfjörð Bjarmason wrote:
>> 2012/8/19 Svavar Kjarrval :
>>> Var að prófa landupplýsingagátt Landmælinga Íslands og sá að þeir bjóða upp
>>> á WMS afhendingu sem þeir lista á vefsíðunni þeirra. Væri það þess virði að
>>> fá leyfi til að nota þær fyrir OpenStreetMap? Þeir gefa upp slóðina á
>>> færslunni sjálfri svo það getur varla verið um leyndarmál að ræða.
>> Ég og Þórir fórum á fund með LMÍ fyrir nokkrum árum í von um að fá að
>> nota eitthvað að gögnunum þeirra.
>>
>> Í stuttu máli vildi forstjóri LMÍ ekki gefa okkur gögn undir frjálsu
>> leyfi, ástæðan verandi:
>>
>>  * Skv. lögum eru stofnanir eins og LMÍ með höfundarrétt á gögnum sem
>> þær búa til.
>>
>>  * Þeim er gert að standa undir sínum rekstri
>>
>>  * Í tilfelli LMÍ er þetta gert með að selja aðgang að sínum
>> landsupplýsingagrunni.
>>
>>  * Það væri mögulegt fyrir þá að gefa okkur eitthvað undir frjálsu
>> leyfi, en með fjármálaóvissuna (þetta var nokkrum mánuðum eftir hrunið
>> ef ég man rétt) voru þeir ekki til í það.
>>
>> Það væri vel þess virði að spurja aftur, en bara þótt þeir séu með WMS
>> þjón þýðir það ekki að við getum notað gögn af honum.
>> ___
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is@openstreetmap.org
>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
> Þetta seinasta er rétt. Þeir nefndu þetta með að þótt gögnin séu þarna
> þýðir ekki að það sé leyfilegt að nota þau. Sendi þó tölvupóst og spurði
> svo nú er það bara að bíða eftir svari. Þær manneskjur sem ég ræddi við
> símleiðis voru persónulega fyrir því að gögn LMÍ ættu að vera frjáls en
> lögin bundu hendur þeirra.

Ég er ekki lögfróður um þetta og það getur vel verið að ég fari með
rangt mál, en ég held að það sé ekki rétt að lögin bindi hendur
þeirra.

Lögin eru þannig strúktúruð held ég að það er erfitt fyrir þessar
stofnanir að gefa út gögn sem dýrt er að búa til öðruvísi en að
aðgangur sé seldur vegna þess hvernig fjárveitingar til þessara
stofnana virka. Þetta er ekki tilfellið t.d. í Bandaríkjunum þar sem
öll svona gögn eru frjáls, þannig sala af þeim er ekki reiknuð við
fjárveitingar.

En ég er nokkuð viss um að þær gætu samt ákveðið að gefa út gögn undir
frjálsum leyfum, á sama hátt og þessar stofnanir gefa núna undir gögn
sín undir séreignarleyfum.

Af því gefnu ætti ekki að vera óhugsandi semja við þessar stofnanir um
að fá frjálsan aðgang að gögnum sem þau sitja á, við gætum notað, en
þau fá ekki tekjur af. T.d. er ég nokkuð viss um að ef við fengjum
eitthvað eins og punkta fyrir öll fjöll Íslands frá þeim misstu þeir
ekki af miklum tekjum og það kæmi okkur vel.

Bjarki, vill svo til að þú vitir eitthvað um hvernig þessi mál standa
lagalega séð?
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Landupplýsingagáttin

2012-08-20 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2012/8/19 Svavar Kjarrval :
> Var að prófa landupplýsingagátt Landmælinga Íslands og sá að þeir bjóða upp
> á WMS afhendingu sem þeir lista á vefsíðunni þeirra. Væri það þess virði að
> fá leyfi til að nota þær fyrir OpenStreetMap? Þeir gefa upp slóðina á
> færslunni sjálfri svo það getur varla verið um leyndarmál að ræða.

Ég og Þórir fórum á fund með LMÍ fyrir nokkrum árum í von um að fá að
nota eitthvað að gögnunum þeirra.

Í stuttu máli vildi forstjóri LMÍ ekki gefa okkur gögn undir frjálsu
leyfi, ástæðan verandi:

 * Skv. lögum eru stofnanir eins og LMÍ með höfundarrétt á gögnum sem
þær búa til.

 * Þeim er gert að standa undir sínum rekstri

 * Í tilfelli LMÍ er þetta gert með að selja aðgang að sínum
landsupplýsingagrunni.

 * Það væri mögulegt fyrir þá að gefa okkur eitthvað undir frjálsu
leyfi, en með fjármálaóvissuna (þetta var nokkrum mánuðum eftir hrunið
ef ég man rétt) voru þeir ekki til í það.

Það væri vel þess virði að spurja aftur, en bara þótt þeir séu með WMS
þjón þýðir það ekki að við getum notað gögn af honum.
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Gögn sem hurfu fyrir Mosfellsbæ

2012-07-22 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Held það sé best að spyrja á almenna póstlistanum hvernig á að höndla þetta.

2012/7/21 Svavar Kjarrval :
> Veit ekki betur en að setja þurfi inn gögnin aftur inn sérstaklega. Efast um
> að það gerist sjálfkrafa.
>
> - Svavar Kjarrval
>
>
> On 21/07/12 17:50, bald...@baldvin.com wrote:
>
> Hef haft samband beint við DouglasAtEik og hann sagði mér að það væri bara
> athugunarleysi að vera ekki búinn að samþykkja nýja leyfið. Sagði mér
> jafnframt að hann ætlaði að gera það hið fyrsta og bað mig að senda sér
> upplýsingar um það hvernig það væri gert. Ég benti honum á að skrá sig inn á
> sína síðu og þetta væri aðgengilegt þar, ef ég man rétt. Ef þið hafið nánari
> upplýsingar þá mættuð þið endilega miðla þeim hér.
>
>
>
> Ég hef ekki fundið þetta sagt beinum orðum en ég er að vona að gögn sem voru
> felld út komi aftur inn eftir að hann hefur samþykkt þetta? Veit einhver
> hvernig það virkar?
>
>
>
> mbk,
>
> Baldvin
>
>
>
> ___
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
>
>
> ___
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Mosfellsbær og OSMF Redaction

2012-07-20 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Hérna má sjá svæði sem var eytt út:
http://cleanmap.poole.ch/?zoom=12&lat=64.13324&lon=-21.79487&layers=00B

2012/7/20 Ævar Arnfjörð Bjarmason :
> Þetta var DouglasAtEik sem setti þetta svæði inn, það er enn
> aðgengilegt á http://osm.nix.is/archive/2012-07-20/Iceland.osm.bz2
>
> Ef þú nærð ekki í hann í póst sérðu númerið hjá honum ef þú leitar að
> "douglas eik" á ja.is.
>
> 2012/7/20  :
>> Sæl.
>>
>>
>>
>> Sé að Mosfellsbær svo gott sem þurrkaðist út eftir að OSMF Redaction Account
>> fór höndum um svæðið. Er einhversstaðar hægt að fá skýra mynd af því hver
>> það var sem bjó til gögnin sem var eytt svo maður geti reynt að ýta við
>> viðkomandi beint til að fá skilmála samþykkta og gögnin inn aftur, eða er
>> það orðið of seint nú þegar?
>>
>>
>>
>> mbk,
>>
>> Baldvin
>>
>>
>> ___
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is@openstreetmap.org
>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Mosfellsbær og OSMF Redaction

2012-07-20 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Þetta var DouglasAtEik sem setti þetta svæði inn, það er enn
aðgengilegt á http://osm.nix.is/archive/2012-07-20/Iceland.osm.bz2

Ef þú nærð ekki í hann í póst sérðu númerið hjá honum ef þú leitar að
"douglas eik" á ja.is.

2012/7/20  :
> Sæl.
>
>
>
> Sé að Mosfellsbær svo gott sem þurrkaðist út eftir að OSMF Redaction Account
> fór höndum um svæðið. Er einhversstaðar hægt að fá skýra mynd af því hver
> það var sem bjó til gögnin sem var eytt svo maður geti reynt að ýta við
> viðkomandi beint til að fá skilmála samþykkta og gögnin inn aftur, eða er
> það orðið of seint nú þegar?
>
>
>
> mbk,
>
> Baldvin
>
>
> ___
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Árangur í Hafnarfirði

2012-07-18 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Þetta er frábært, vel gert!

2012/7/18 Svavar Kjarrval :
> Hæ.
>
> Eftir mikla vinnu get ég með ánægju sagt að Hafnarfjörður er ágætlega
> nálægt því að vera kláraður. Flestar, ef ekki allar götur, hafa verið
> leiðréttar í samræmi við BING loftmyndirnar og húslínur eru til staðar
> svo langt sem loftmyndirnar leyfa. Meiri hluti húsa bæjarins hafa verið
> merkt með húsnúmerum og tengdar við götur en það ferli mun líklegast
> klárast á næstu tveim vikum.
>
> Mig langar að biðja ykkur um að nostra smá við bæinn líka svo hægt sé að
> senda út fréttatilkynningu þegar það helsta er komið. Það sem mætti gera
> er að bæta við fleiri gangstígum, gangbrautum, notkun landsvæða (landuse
> tagið) og fleira sem hægt er að álykta út frá loftmyndunum. Ef ykkur
> grunar að eitthvað sé rangt en skortir upplýsingar til að laga það,
> merkið villuna með OpenStreetBugs.
>
> Húsnúmeramerking og POI söfnun er í gangi af minni hálfu en það myndi
> varla saka ef þið gætuð bætt við því sem þið vitið af nú þegar.
>
> Með kveðju,
> Svavar Kjarrval
>
> ___
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Loftmyndir af fleiri svæðum

2012-06-16 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Hérna er tól til að sýna hvar bing loftmyndir er að finna:
http://ant.dev.openstreetmap.org/bingimageanalyzer/?lat=64.24980421756763&lon=-21.522285748521032&zoom=9

Ef þið þysjið um í þessu tóli á lágu zoom level bætast við upplýsingar
í þennan grunn um gæði bing myndanna.

2012/6/13 Ævar Arnfjörð Bjarmason :
> 2012/6/13 Svavar Kjarrval :
>> Var að taka eftir því í JOSM að BING sat loftmyndir eru í boði í fínum
>> gæðum fyrir afganginn af höfuðborgarsvæðinu. Ákvað að taka stikkprufur
>> utan höfuðborgarsvæðisins og sé að þær eru einnig í boði fyrir Akranes,
>> Hellissand, Selfoss og Hveragerði.
>
> Þetta er mun stærra svæði en áður var, ef þú skoðar bing á þessu zoom
> leveli: http://binged.it/LVG3DJ
>
> Sést að þetta er mest suðurlandsundirlendið frá Reykjavík að
> Hvolsvelli, og þaðan norðan allt svæðið vestan Langjökuls fram að
> Hellisheiði.
>
> Það vantar enn suðurlægt Reykjanesið, en þetta er mjög stórt svæði sem
> hægt er að rekja.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Loftmyndir af fleiri svæðum

2012-06-13 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2012/6/13 Svavar Kjarrval :
> Var að taka eftir því í JOSM að BING sat loftmyndir eru í boði í fínum
> gæðum fyrir afganginn af höfuðborgarsvæðinu. Ákvað að taka stikkprufur
> utan höfuðborgarsvæðisins og sé að þær eru einnig í boði fyrir Akranes,
> Hellissand, Selfoss og Hveragerði.

Þetta er mun stærra svæði en áður var, ef þú skoðar bing á þessu zoom
leveli: http://binged.it/LVG3DJ

Sést að þetta er mest suðurlandsundirlendið frá Reykjavík að
Hvolsvelli, og þaðan norðan allt svæðið vestan Langjökuls fram að
Hellisheiði.

Það vantar enn suðurlægt Reykjanesið, en þetta er mjög stórt svæði sem
hægt er að rekja.
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Ég sendi skilaboð á þá sem ekki hafa enn samþykkt Contributor Terms

2012-03-29 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2012/3/26 Björgvin Ragnarsson :
> Listann yfir notendur fann ég hér:
> http://odbl.poole.ch/iceland-20120213-20120321-poly.html
>
> þið þurfið því ekki að ónáða þá líka,

Hvernig gekk þetta? Ég býst við að þú eigir við í gegnum OSM
skilaboðakerfið, ég er með upplýsingar um aðrar leiðir til að hafa
samband við nokkra af þessum notendum.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Gögn frá strætó - stoppistöðvar

2012-01-20 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2012/1/19 Björgvin Ragnarsson :
>> The map features page suggests using public_transport=stop_position with
>> bus=yes instead of highway=bus_stop so I suggest you change that.  Otherwise
>> it looks good.
>>
>> Þórir Már
>>
>
> I will use public_transport=stop_position and bus=yes in addition
> to highway=bus_stop as that's how it is commonly
> tagged: http://tagwatch.stoecker.eu/Europe/En/tagstats_public_transport_stop_position.html.
>
> Here is an updated OSM file: http://pastebin.com/7pP27Nhi

Looks good to me, I'd say go for it.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] (English) Bus System

2012-01-19 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2012/1/18 Björgvin Ragnarsson :
> 1. scrap the existing bus stops and import the new data, (We could save a
> few stops, e.g. stops around Hlemmur)
> 2. Import just the unmapped stops,
> 3. Import the new data but try to keep the coordinates of existing stops?

IIRC I mapped a lot of the existing stops inaccurately, some even from
memory. I think option #1 makes the most sense. The Strætó data is
going to be much better than what we have, and will be easier for
whoever's importing it.

We can always look at the history of the old stops later.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] Hjólavefsjá.is lénið rennur út 16. ágúst

2011-07-27 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Á ekki Reykjavíkurborg að vera halda þessu við?

$ parallel -k 'whois {} | grep expire' ::: hjolavefsja.is
xn--hjlavefsj-81a4q.is
expires:  August 16 2011
expires:  August 16 2011

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] 'Nýr' mapper og Síðumúlinn

2011-04-26 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2011/4/24 Thorhallur Sverrisson :
> Takk fyrir Setbergið, það var alveg ómppað fyrir utan Hamrabergið svo það
> var upplagt að byrja þar, enda bý ég einmitt þar.  Ég byrjaði á því að hafa
> 'turning-circle' á endanum á hverri götu, en það er hálfgert turningcircle í
> hverjum enda, en það leit svo hrikalega illa út á kortinu að ég tók það út.
> Þetta var fín æfing í heildar ferlinu, frá tracking að 'kláruðu' mappi.

Ekki henda út góðum gögnum bara vegna þess að default teikningin á
kortinu sýnir hlutina illa.

Það eru mörg önnur forrit sem nota gögnin sem nota turning circle,
og/eða sýna þá rétt.

Mun betra að setja inn rétt gögn, og láta svo laga þessa bögga.

Það er opin böggur vegna þessarar turning circle teiknunar í mapnik.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Local meetups in Iceland

2011-02-28 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2011/2/28 Matthias Meißer :

> Sorry that I post in english but I can't write I your language :/
>
> I guess some of you might notice that I created a map of local user groups
> http://usergroups.openstreetmap.de
> using a bot crawling templates out of the wikipages
> http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Template:User_group
>
> I already tried to get in contact for the most nations but there seem to be
> no local group that meets regular in Iceland, or?

Hi, there have been a few meet-ups, but nothing regular. Just one-off's.

But I haven't checked recently (and now live abroad), maybe someone
else can confirm/deny that.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Garðabæjargögnin á OSM sniði

2010-12-30 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/12/29 Daníel Gunnarsson :
> Ég er þeirrar skoðunar að útlínurnar sjálfar eigi einnig heima í grunninum.

Sammála, það var umræða um þetta hérna og nokkur dæmi:
http://www.openstreetmap.org/user/%C3%86var%20Arnfj%C3%B6r%C3%B0%20Bjarmason/diary/8651

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Hjólavefsjá hætt að virka

2010-12-22 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/12/22  :
> Er það bara hjá mér, eða er http://www.hjolavefsja.is/ hætt að virka hjá
> fleirum? Er þetta viljandi haldið þið, eða bara tilfallandi?

Þetta er mér að kenna.

Er að færa þjóninn sem er með þessa síðu, og annar rótarnotandi
ruglaði RAID-inu.

Skaut þessu upp á gömlu dollunni á meðan.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Fasteignaskrá

2010-12-06 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/12/6 Svavar Kjarrval :

> Var að hringja í Fasteignaskrá og vildi forvitnast hvort við gætum fengið
> GPS hnit úr staðfangaskrá fyrir allt landið en fékk það svar að það myndi
> kosta um 200 þúsund krónur. Þess vegna datt mér í hug hvort við gætum reynt
> að fá gögnin ókeypis og án ósanngjarnra skilyrða. Ein leið sem mér datt í
> hug væri að biðja formlega um afhendingu gagnanna án endurgjalds (eða gegn
> sanngjörnu úrvinnslugjaldi). Ef beiðninni yrði neitað gætum við sent
> stjórnsýslukæru í von um að hún yrði samþykkt. Það er engin trygging fyrir
> árangri en mér finnst að við ættum allavega að reyna.

Hljómar vel. Ef við myndum borga fyrir þessi gögn í dag (þ.e. þessar
200.000 kr) myndu gögnin vera samhæf OSM skilmálunum. Þ.e. er þetta
eingöngu úrvinnslugjald, eða er þetta afnotagjald fyrir gögn háð
ákveðnum skilmálum?

> Kosturinn yrði sá að við fengjum GPS hnit fyrir (nær) öll hús á landinu sem
> gæti sparað okkur mikla vinnu í framtíðinni, gætum áætlað staðsetningu
> ómældra gatna (betur) og flýtt fyrir því að fólk noti OSM Garmin kortið
> frekar en það keypta.

Það væri frábært að fá þessi hnit. Það var svipað import á húsnúmerum
í Færeyjum sem hefur hjálpað mikið til.
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Gögn frá Garðabæ

2010-12-03 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/12/3 Svavar Kjarrval :
> Svo virðist vera að ogr2osm ráði ekki við skrána sem ég fékk. Einhverjar
> aðrar leiðir sem ykkur dettur í hug?

Kannski spurja á aðal osm-talk listanum eða osm-imports hvort einhver
veit hvernig á að breyta þessu?

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Bing loftmyndir komnar!

2010-12-02 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/12/1 Daníel Gunnarsson :

> Hversu langt eigum við að ganga í því að tagga gögnin með source=Bing t.d.
> þegar gata er nú þegar til staðar rakin eftir gps ferli?

Kannski er þá best að setja source=Bing á breytingarsettið, annars
sést í sögunni að source=Bing var ekki alltaf til staðar, þannig það
mun vera sýnilegt að þetta var ekki upphaflega rekið þaðan.

> Ég var að reyna að teikna upp nokkur hús í Þingholltunum. Svo þegar ég ætla
> að fara að upploada breytingunum þá kvartar josm undan því að ég sé með
> línur sem að overlappa. Húsin liggja upp að hvoru öðru, sjá meðfylgjandi
> skjáskot. Hvernig á að taka á þessu?

Með því að hunsa þessa viðvörun, hún er ágætis viðmið til að hafa í
huga, en er aðallega hugsuð til að sýna vegi sem eru ekki
tengdir. Þegar maður er með byggingar / landamæri o.s.f. er ekkert að
því að hafa svona overlap.
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Bing loftmyndir komnar!

2010-11-30 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/11/30 Svavar Kjarrval :
> Þetta kemur ekki fram sem möguleiki í WMS og ég finn ekki neitt nánar um
> þetta á openstreetmap wiki eða umræðunni. Hvernig fékkst þú þetta upp í
> JOSM? Ég vil byrja! *spenntur*

Thetta er ekki opinberlega i JOSM vegna thessa:
http://lists.openstreetmap.org/pipermail/josm-dev/2010-November/005056.html

En thad er haegt ad nota  http://wms.latlon.org/, s.s. setja:

http://wms.latlon.org/?layers=bing&;

Sem URL fyrir nyjan WMS layer i JOSM.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Bing loftmyndir komnar!

2010-11-30 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
On Tue, Nov 30, 2010 at 21:17, Ævar Arnfjörð Bjarmason  wrote:
> OpenStreetMap.org -> Edit -> Potlatch 2 -> Background -> Bing.

Og JOSM: http://i.imgur.com/Kgmux.jpg

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] Bing loftmyndir komnar!

2010-11-30 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
OpenStreetMap.org -> Edit -> Potlatch 2 -> Background -> Bing.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] Bing loftmyndir verða bráðum r ekjanlegar á OSM

2010-11-26 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Lögfræðingarnir eru enn að hamra þetta út, en bráðum (ekki strax!)
verður hægt að rekja löglega upp úr Bing loftmyndum fyrir
OpenStreetMap.

Þetta er sérlega spennandi fyrir Ísland því Bing er með loftmyndir í
mjög hárri upplausn (frá Loftmyndum sýnist mér) af hluta af Reykjavík:

http://maps.compton.nu/#zoom=13&lat=64.12778&lon=-21.88216&layer=bsa

Því miður er þetta ekki meira en þetta. En ef við fáum leyfi til að
rekja þetta verður það frábært fyrir kortlagningu á áhugaverðasta
hluta Reykjavíkur.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Bú!

2010-11-23 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/11/23 Hinrik Örn Sigurðsson :
> 2010/11/22 Svavar Kjarrval :
>> Hæ.
>>
>> http://www.osm.is
>> http://www.openstreetmap.is
>>
>> Verði ykkur að góðu.
>
> Þú ættir kannski að nýta þér hönnunina sem Ævar var að nota þegar hann
> var skráður fyrir þessum lénum:
> https://github.com/avar/App-OpenStreetMapIs-Web
>
> Ég fann ekki nein screenshot, en þú manst kannski hvernig síðan leit
> út. Það var allavega meira kjöt á beininu en þú ert kominn með núna.
> :)

Takk fyrir það. Síðan leit circa svona út: http://www.maposmatic.org/

Enda notaði ég sömu CSS hönnunina. Þetta var Catalyst forrit skrifað
frá grunni sem ég ætlaði að hafa á mörgum tungumálum. Ég myndi ekki
gera þetta svona í dag.

Í dag myndi ég hafa innihaldið sem Markdown skjöl í Git lind og nota
svo jekyll til að búa til vef úr gögnunum.

Ég get hýst þessa vefi aftur og sett þetta svona upp. Þ.e. þannig að
þetta sé wiki-like og hver sem er geti breytt þessu með því að fork-a
eitthvað á Github og breyta því. Get líka forwardað póst fyrir þetta
og hýst DNS ef vilji er fyrir því.

Ég var þegar búinn að setja þetta allt upp þannig að það er trivial að
skjóta þessu öllu upp aftur. Mér líkar ágætlega við það sem komið er
hjá Svavari, það vantar bara meira, og besta leiðin til að fá efni er
örruglega að setja upp eitthvað wiki-líkt-kerfi.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] Gögnin frá LUKR

2010-11-15 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/11/15 Svavar Kjarrval :
> Varðandi gögnin frá Reykjavík, þá fengum við gögnin í shapefile og getum
> unnið með það skráarsnið. Gögnin eru á slóðinni
> http://gist.github.com/raw/586658/8604b32f8de1afbb15b990b6e5793f5a7aee6c35/reykjavik-lukr.osm.bz2
> ef þú vilt sjá þau. Þau ættu að rata inn á OpenStreetMap á næstunni.

Þannig þetta eru bara miðlínur stíga? Allavegana sé ég ekki götur á
þessu. Vorum við ekki að fá götur líka?

Allavegana, það væri ágætt að rabba pínu um hérna á listanum hvernig
við ætlum að haga þessu import. Á þetta að vera eins og ourFootPrints
importið, s.s. manual merging?

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] OSM beiðni fyrir bæjarstjórn H afnarfjarðar

2010-11-10 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/11/10 Svavar Kjarrval :
> Miðað við hugmyndina mína um rammasamning yrði óþarfi að samþykkja
> contributer terms. Lagalega séð væri ég höfundur afleiddu gagnanna og með
> því að senda þau inn væri ég að samþykkja skilmála OSM hvort sem er.
> Hafnarfjarðarbær er ekki að rukka fyrir afhendingu gagnanna og jafnvel þeir
> sem selja kort þurfa ekki að greiða neitt fyrir leyfið eða gögnin. Af hverju
> ætti það þá að vera vandamál fyrir OSM?

(A ensku lyklabordi)

Fyrirgefdu, eg las thetta ekki nogu vandlega. Thad hljomar eins og thu
sert med thetta allt coverad.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] OSM beiðni fyrir bæjarstjórn H afnarfjarðar

2010-11-10 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/11/10 Svavar Kjarrval :

> Fundurinn gekk ágætlega (hann var allavega ekki tilgangslaus). Þau eru
> tilbúin til að láta mig fá miðlínur gatna og stíga, hæðarlínur og
> staðsetningu húsnúmera og götuheiti. Þetta er allt í AutoCAD (*.dwg) en þau
> geta umbreytt í Shapefile og MicroStation sniðin. Afhendingin yrði
> gjaldfrjáls nema þau hefji að rukka almennt fyrir afhendingu slíkra gagna.
>
> Gallinn er hins vegar sá að þau vilja ekki að gögnin fari lengra en til eins
> aðila því þau vilja vita hverjir hafa þau undir höndunum. Þau vilja ekki að
> ég (sem tek við kortinu) verði dreifingaraðili. Þeim er hins vegar sama um
> afleidd verk af gögnunum á meðan frumgögnin fara ekki lengra. Þess vegna
> stakk ég upp á því að ég gæti gert rammasamning við bæinn og séð um að vinna
> úr þessu. Það sem færi inn á OSM væri afleitt verk og bryti því ekki í bága
> við samninginn. Frumgögnin væru bundin við mig en þau myndu allavega nýtast
> OSM.

Frábært, mér skilst að Shapefile væri best upp á notkun í
OpenStreetMap, það er yfirleitt verið að breyta úr því sniði.

En að fá þetta á AutoCAD líka væri gott upp á að þú værir með frumgögnin.

Spurning að fá þá eins og Reykjavík til að fara inn á OpenStreetMap
vefinn og samþykkja contributor terms? Ætti að vera einfaldast að
höndla lagahliðina þannig.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] EuroVelo hjólaleðanetið á Ope nStreetMap

2010-09-21 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/9/21 Morten Lange :
> Sælir  OpenStreetMap gúrúar  ( af báðum kynjum ?)
>
> Vissuð þið af þessu verkefni ?
>
> http://wiki.openstreetmap.org/wiki/WikiProject_Europe/EuroVelo
>
> Sjáið þið hvers vegna fullt af slóðum séu á OpenStreetMap  kortinu sem er 
> vísað í þar, án þess að vera hluti af EurVelo leiðunum ?

Meinaru af hverju eru þær ekki á wiki.openstreetmap.org en eru á
openstreetmap.org? Vegna þess að það er ekki þess virði að halda þessu
við á báðum stöðunum, það ætti örruglega að fjarlægja þennan ókláraða
lista af wiki-inu. Hann er villandi, og það er hægt að sjá þetta úr
gögnunum.

> Hvernig eru þessar leiðir merktar öðruvísi en hjólaleiðirnar á Íslandi ?

Það eru sérstök "vensli" fyrir þessar leiðir, sjá t.d.:

http://www.openstreetmap.org/browse/relation/152863

Við erum með svona vensl t.d. til að merkja opinbera þjóðvegi á
Íslandi, en það eru engar opinberar "national" hjólaleiðir eins og á
meginlandinu, þannig þetta hefur ekki verið gert á Íslandi.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] LUKR gögnin komin & staðan á því máli

2010-09-19 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/9/19 Björgvin Ragnarsson :
> Ég breytti gögnunum í OSM format með Merkaartor http://drop.io/lukrosm,
> vörpunin er rétt sýnist mér.

Flott, sýnist það líka. Henti upp OSM og LUKR hlið við hlið hér til
samanburðar:


http://gist.github.com/raw/586658/8604b32f8de1afbb15b990b6e5793f5a7aee6c35/reykjavik-lukr.osm.bz2

http://gist.github.com/raw/586658/4da7260727c0b784b6bfc7772285767c098f1409/reykjavik-osm.osm.bz2

> Einnig fiktaði ég eitthvað með ogr2ogr og tókst að fá það til að virka með
> því að breyta skránni gonguleidir_LUKR_170910.prj
> svo PROJECTION["Lambert_Conformal_Conic"] verður
> PROJECTION["Lambert_Conformal_Conic_1SP"] eða
> PROJECTION["Lambert_Conformal_Conic_2SP"], er ekki búinn að skoða útkomuna.

Gæti verið einhver örlítil skekkja á að breyta þessu, ég veit ekki.

> Varðandi leyfismál þá getum við örugglega fengið þau skýrari. Þau hjá
> borginni voru að drífa sig að halda upp á þetta í Samgönguviku og áttuðu sig
> ekki held ég á því hversu mikilvægt er fyrir okkur að alls engin óvissa ríki
> í kringum notkunarleyfið. Við ræddum fleiri týpur af gögnum á fundi, t.d.
> gatnakerfið og hæðarlínur sem eru mikilvægar upplýsingar fyrir
> hjólreiðafólk. Ég þarf bara að tala betur við Pálma hjá Reykjavíkurborg og
> sjá hvort við fáum þau gögn líka.

Jamm, ég er mjög bjartsýnn á þetta allt saman. Þessi yfirlísing sem
var kvittað undir er greinilega gerð upp úr einhverju formsniði sem
hentar fyrir einkafyrirtæki sem er að taka við LUKR gögnum. Þarf bara
svoldið að breyta orðalaginu til að þetta henti fyrir okkur.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] LUKR gögnin komin & staðan á því máli

2010-09-18 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Hér er smá uppfærsla á LUKR + OpenStreetMap málinu, ég sendi þetta á
OpenStreetMap póstlistann fyrir Ísland, Pálma hjá Reykjavík og á
nokkra aðra:

Björgvin Ragnarsson tók við diski með LUKR gögnum í dag sem við erum
með leyfi til að nota í OpenStreetMap.

Það var líka ritað um þetta í dagbók borgarstjóra:
http://www.facebook.com/dagbok.borgarstjora (kann einhver að tengja
*bara* í viðkomandi þráð þarna á Facebook?)

Hérna eru gögnin eins og þau komu frá borginni:

http://github.com/avar/lukr-osm-donation-2010-09-18

Og hérna er conversion á þeim í WGS84 sem *virkaði ekki*:


http://github.com/avar/lukr-osm-donation-2010-09-18/raw/convert/gonguleidir_LUKR_170910-wgs84.osm

Ég breytti hnitunum úr ISNET93 í WGS84. En þetta er líkast til í
sérhnitakerfi sem LUKR notar, ég veit ekki hvernig á að breyta því
almennilega, en það fylgir með gonguleidir_LUKR_170910.prj skrá með
vörpuninni. Það þarf bara að tala rétt við gdal/proj4 til að fá þetta
í gegn, aðstoð með það velkomin.

En það er hægt að skoða þessa OSM skrá í t.d. JOSM og sjá circa
hvernig þetta lítur út.

Þessi gögn eru við fyrstu skoðun bara stígar og gangstéttir í
Reykjavík, s.s. engir bílvegir, byggingar og annað. Ég veit ekki
hvernig þessar umræður fóru hjá borginni/LUKR með það hvaða hluta af
þessum gögnum við getum fengið (bætti Pálma hjá Reykjavík á CC),
s.s. hvort það sé um það að ræða að við fáum stærri hluta af
grunninum.

Það væri mun betra fyrir almenna notkun á LUKR gögnum bæði fyrir okkur
og aðra ef þetta væri stærri hluti af grunninum. Það er svoldið vesen
að sameina OSM og LUKR gögnin hjá okkur ef þetta eru bara gangstéttir,
því við þurfum þá að klæða þá utan um vegi sem eru þegar til.

Svo þarf líka að spá í hvernig við ætlum að uppfæra þessi gögn ef og
þegar þau fara inn. Það væri leiðinlegt að setja þetta inn á þann máta
að við endum með úrelt gögn eftir 1 ár.

Svo er annað, ég fæ ekki betur séð en að skv. þessari yfirlýsingu sem
var skrifað undir:

http://github.com/avar/lukr-osm-donation-2010-09-18/blob/convert/Scan.JPG

Sé ósamhæf frjálsum leyfum eins og OpenStreetMap er undir, því þarna
er nefnt að niðurfelling gjalds sé bundið við OpenStreetMap
verkefnið. En þar sem OpenStreetMap er að búa til frjálsan grunn sem
hver sem er má nota í tengslum við hvaða verkefni sem er.

Svo er líka spurning hvort með ODbL leyfinu sem OpenStreetMap er að
fara nota að það sé ekki hægt að koma því þannig fyrir að LUKR og
aðrir geti svo tekið þessi gögn aftur út úr OSM eftir einhverjar
breytingar og notað þau.

Einfaldasta lausnin á öllum þessum leyfismálum væri að fá einhvern sem
hefur umboð til að gefa okkur gögnin til að skrá sig á
openstreetmap.org, samþykkja "contributor terms" skilmálana, og hlaða
inn gögnum. Þessir skilmálar sjást hérna:

http://www.osmfoundation.org/wiki/License/Contributor_Terms

Og voru nýlega skrifaðir af lögfræðingum á vegum OSM einmitt fyrir
svona aðstæður.

Svona í lokin: Það er margt sem þarf að gera og laga, og þá kannski
helst samkiptin á milli okkar allra. Allt-í-allt er þetta alveg
frábært framtak hjá Reykjavíkurborg og LUKR sem ég vona að heppnist
sem best.

Vonandi náum við að koma þessu öllu í gegn þannig að allir málsaðilar
hagnist á þessu, og að þetta verði fordæmisgefandi og ryðji veginn
fyrir opin gögn á Íslandi.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Þjóðgarðar

2010-09-18 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2008/12/16 Ævar Arnfjörð Bjarmason :
> $ perl isnet93.pl 537575 447537
> 64.52731,-18.21725

(Svara gömlum pósti). Þetta forrit er mun einfaldara svona:
http://gist.github.com/585850

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] Reykjavík, Iceland to commission a cyc le map based on OpenStreetMap data

2010-09-05 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Interesting things have been happening in Iceland
OpenStreetMap-wise. The city of Reykjavík (the capital) just approved
that they'll be commissioning an online cycle map and pedestrian
router based on OpenStreetMap data.

There's some more about this in a blog post I wrote:


http://www.openstreetmap.org/user/%C3%86var%20Arnfj%C3%B6r%C3%B0%20Bjarmason/diary/11710

We're also going to be having talks with the city's GIS team soon. I
don't know what'll come out of it, but if we get access to their
database we might end up with the most detailed data import in OSM's
history.

We also might get nothing data-wise, but there's hope.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Hjólavefsjá samþykkt í umhver fis- og samgönguráði

2010-09-05 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/9/5 Björgvin Ragnarsson :
> Á síðasta fundi (31. ágúst)  í umverfis- og samgönguráði var
> eftirfarandi bókað, sjá fundargerð í heildsinni hér:
> http://fundir2.reykjavik.is/fundargerdir.asp?cat_id=31&mtg_id=1597515648603440&print=true&nolayout=
>
> "8.     Hjólavefsjá fyrir Reykjavík
> Lögð fram á ný tilaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks ásamt greinargerð:
> Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði leggja til
> að gerð verði Hjólvefsjá fyrir Reykjavík. Vefsjáin verði gagnvirk
> vegvísun sem sýnir borgarbúum á einfaldan hátt hvernig hjólafólk kemst
> frá A til B á sem fljótlegastan og öruggastan hátt. Borgarbúar geti
> slegið inn upphafsstað og leiðarenda, og vefurinn sýni um leið
> fljótlegustu leiðina, öruggustu leiðina, vegalengd og ferðatíma.
>
> Umhverfis- og samgönguráð bókaði:
> Útfærsla hjólavefsjár skal leitast við að nýta þá lausn sem felur í
> sér opinn hugbúnað og opin gögn, enda sé það í samræmi við stefnu
> Reykjavíkurborgar í upplýsingatæknimálum. Jafnframt verði hafin vinna
> við gerð vefsjár fyrir gangandi vegfarendur.
> Tillagan var samþykkt einróma."
>
> Það var haft samband við mig á föstudag og ég mun hitta fólk frá
> umhv.&samg.ráði og LUKR í næstu viku. Í millitíðinni megið þið hjálpa
> mér að finna flottasta hjólakortið á OSM-kringlunni til að sýna þeim
> hjá borginni :)

Þetta er frábært. Ég skrifaði um þetta (á Ensku) á OpenStreetMap
blogginu mínu til að segja restinni af verkefninu frá þessu:
http://www.openstreetmap.org/user/%C3%86var%20Arnfj%C3%B6r%C3%B0%20Bjarmason/diary/11710

Fáum vonandi góð svör þar um hvar sé best hjólacoverage á plánetunni.

Þetta lítur mjög vel út. Það er búið að samþykkja hjólavefsjá byggða á
opnum gögnum og opnum hugbúnaði, að fá LUKR til að frelsa sín gögn sem
hluta af þessu væri enn frábærara, sérstaklega ef skilmálarnir eru
þannig að hver sem er gæti notað þau, líka lokaðir aðilar eins og
Google Maps sem eru venjulega með léleg kort af Íslandi núna.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Hjólaleið sem gjörsmlega misfe rst í openrouteservice.org

2010-09-05 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/9/5 Kalli G :
> http://www.openrouteservice.org/index.php?start=-21.8952205,64.1199694&end=-21.8993442,64.1184655&pref=BicycleRoute&lang=de&noMotorways=false&noTollways=false
> Afhvejru vill hann ekki hjóla yfir brúna ?

Þetta virðist vera rúting vélin í OpenRouteService í algeru rugli.

Hún getur rútað yfir brúnna ef þú færir punktinn aðeins. Þannig
vegirnir eru tengdir.

Kannski senda þetta til þeirra sem halda við openrouteservice?

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Varðandi merkingar á hjólalei ðum

2010-08-31 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/8/30 Arni Davidsson :
> 2010/8/29 Karl Georg 
>>
>> Á meðan Routing tólin Gúddera síga taggaða "highway=path" sem hjólaleið þá
>> er það fín skilgreining á milli hjólreiðabrautar og hjólaleiðar í almenna
>> stíga/götu kerfinu. Það hlýtur að vera mikilvægt að setja footway tag á
>> almenna stíga þar sem það á við. Skokkar og göngufólk hljóta að njóta góðs
>> af því.
>> Ég er frekar sáttur við þessar skilgreiningar á stígum sem fram hafa
>> komið.
>> Væri ekki ráð að búa til Presets fyrir þessar skilgreiningar ásamt
>> wikisíðu með ljósmyndum og guidelines af hvernig ætti að tagga leiðirnar.
>>
>> Nöfn á presetin gæti hljómað svona:
>> (Ég tek það fram að ég er glænýr notandi og þekki ekki virkni presets
>> fullkomnlega)
>> Stígur,malbik
>> Stígur Möl (gæti átt við heiðmörk og fl útivistarsvæði)
>> Hjólreiðabraut
>> Gangstéttir
>> Hjólreiðarein
>> Hjólavísar
>>
>> Persónulega skil ég ekki merkingu orðsins Hjólavísir en það er væntanlega
>> bara orðaforðaskortur hjá mér. Mér dettur í hug "Almenn akbraut" ef að ég
>> túlka þessa skilgreiningu rétt. Er þetta ekki basicly þeir staðir þar sem
>> hjólreiðamenn kjósa eða þurfa að hjóla á götunni?
>> Svona reiðhjólaumferð eins og hefur td. stóraukist við Hafnarfjarðarveginn
>> Ásamt ýmissa tenginga á milli annara hjólaleiða í gegnum íbúðargötur, yfir
>> bílastæði, gatnamót og fl.
>
> Hjólavísar eru útskýrðir hér:
> http://www.lhm.is/lhm/pistlar/299-hjr-reykjavr- og hér
> http://www.lhm.is/lhm/pistlar/236-hjolavisar-nyjung-a-goetum-reykjavikur
> Þeir eru nú komnir á Einarsnesi, Suðurgötu sunnan Hringbrautar, Lanholtsvegi
> og Laugarásvegi og nú síðast við Hverfisgötuna í tilraunaverkefni umhverfis-
> og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.
>
>>
>> Er hægt að skilgreina götur sem þegar eru inni sem hjólavísa? Eða eru
>> þetta leiðir sem við ættum að teikna upp á nýtt ? Skiptir það máli þegar það
>> kemur að virkni hjolavefsjáa?
>>
>> það væri ekki vitlaust að finna svo nokkur vel valin aukatögg til að
>> auðvelda áframhaldandi úrvinnslu (td. fyrir hjólavefsjá)
>> Ég veit ekki hvernig þessar vefsjár sem eru að routa hjólaleiðir
>> skilgreina öryggi leiðanna  geta tögg eða stöðluð preset hjápað þar ?
>> Það væri kanski hægt að gefa leiðunum einkun eftir hversu hjólavænar þær
>> eru (A leið B leið og C leið?). Aðkoma að gatnamótum, bílaumferð,
>> stígabreidd, útsýni og brekkur geta spilað þarna inní.
>
> Ég útbjó drög að flokkun gatna með tilliti til þæginda til hjólreiða í 6
> flokka. Ef hægt væri að tagga götur í flokka A til F eftir því hversu
> þægilegt er að hjóla þær  yrði til einskonar gæðaflokkun hjólreiðaleiða
> eftir götum. Það væri þá líka hægt að setja einhverja flokkun við
> gangstéttir, útivistarstíga, hjólreiðabrautir, hjólreiðareinar og götur með
> hjólavísa. Þá mætti líka ímynda sér að hægt væri að flokka leiðirnar eftir
> breidd stíga og hættum sem hafa verið færðar innn við þá, s.s. blindhorn,
> blindbeygjur, hálkustaði o.s.frv.
>
> Drög að flokkun gatna:
>
> A. flokkur. Þægileg til hjólreiða. Hæg umferð ca. 30 km. Lítil umferð.
> Ráðandi staða þægileg. Akrein 3,5 m breið. Dæmi botnlangar.
>
> B. flokkur. Þægileg til hjólreiða en meiri umferð og ráðandi staða
> óþægilegri. Hæg umferð ca. 30 km. Meiri umferð. Þarf oft að taka ráðandi
> stöðu í umferð vegna aðstæðna (þrengingar, hliðargötur, útkeyrslur,
> bílastæði í götu). Akrein 3,5 m breið. Dæmi Hverfisgata.
>
> C. flokkur. Þægileg til hjólreiða en meiri umferð og meiri hraði. Ökuhraði
> um 50 km. Breidd götu leyfir víkjandi stöðu hjólreiðamanns og framúrakstur
> bíla án þess að þeir fari yfir miðlínu eða þá að umferð er lítil. Akrein
> yfir 4,2 m breið. Dæmi Suðurgata sunnan Hringbrautar hæri akrein.
> Kársnesbraut í austurátt.
>
> D. flokkur. Minna þægileg til hjólreiða (einkum á annatíma). Ökuhraði um 50
> km. Breidd götu leyfir ekki framúrakstur bíla án þess að þeir fari yfir
> miðlínu og umferð er nokkuð þétt. Akrein 3,5 m breið. Dæmi Bústaðavegur.
>
> E. flokkur. Þægileg til hjólreiða en hentar frekar þjálfuðum
> hjólreiðamönnum. Hröð umferð 60 km og yfir. Bílar geta tekið framúr án þess
> að fara yfir akreina línu. Fáar að- og fráreinar og/eða fullnægjandi hönnun
> og pláss. Breidd akreinar 4,2-4,8 m eða  fullnægjandi vegöxl eða
> öryggissvæði. Dæmi Reykjanesbraut endurbyggð sunnan/vestan Hafnarfjarðar.
>
> F. flokkur. Frekar óþægileg til hjólreiða en getur hentað þjálfuðum
> hjólreiðamönnum. Hröð umferð 60 km og yfir. Bílar geta ekki tekið framúr án
> þess að fara yfir akreina línu. Margar að- og fráreinar og/eða ekki
> fullnægjandi hönnun og pláss. Breidd akreinar 3,5 m og ekki fullnægjandi
> vegöxl eða öryggissvæði. Dæmi Miklabraut, Kringlumýrarbraut o.fl.

Þetta hljómar ágætlega, kannski ekki sem "aðal" flokkunarkerfi (þar
sem við viljum enn highway=*), heldur gæti þetta verið flokkunarkerfi
ofan á það. Þú getur sett endalaust mörg tögg á vegi og aðra hluti í
OpenStreetMap þannig það er um að gera að gera eitthvað svona ef það
er vilji til að halda þessu við.

OpenStreetMap er voðalegt "þe

Re: [Talk-is] Nýr notandi, fáeinar sputningar .

2010-08-29 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/8/29 Karl Georg :
> Takk. Vitið þið afhverju ég sé ekki mínar uppfærslur inn
> á http://osm.nix.is/diff/latest
> Þær eru komnar inn á openstreetmap.org

diff-in mín á osm.nix.is eru búin til úr Íslands-dumpinu á
download.geofabrik.de, sem er oft allt upp í 24stundir á eftir þegar
ég næ í það á morgnana, þannig þetta diff fyrir daginn í dag er oft
svoldið á eftir.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Varðandi merkingar á hjólalei ðum

2010-08-28 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/8/27 Arni Davidsson 
>
> Varðandi merkingar á hjólaleiðum.
> Á vefnum: http://wiki.openstreetmap.org/wiki/WikiProject_Iceland/Cycleways
> Ég er sammála merkingu á hjólaleiðum eins og fram kemur í “Suggested rules 
> for cycleways in Reykjavík” Nær allir stígar og gangstéttir eru blandaðir 
> stígar og gangstéttir en ekki sérstakar hjólaleiðir hönnuð með umferð 
> reiðhjóla í huga.
> Ég skil því ekki merkingarnar sem eru á :http://www.opencyclemap.org/ þar sem 
> virðist vera sagt að mjög mikið af stígum séu sérstakir hjólreiðastígar 
> (bláar brotalínur) ef ég skil það rétt.

Þessar merkingar hjá okkur eru í svoldlu rugli, og ég ber örruglega
meiri ábyrgð á þessu rugli en margir aðrir.

Ég fór einhvertíman í gegnum megnið af þessum vegum á
höfuðborgarsvæðinu og endurmerkti þetta eitthvað, en þetta hefur
breyst síðan þá. Það má endilega endurhugsa hvernig á að gera þetta,
og það hefur verið rætt áður t.d. hér:
http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/2008-December/56.html

Ég veit ekki hvort ég er sammála nokkru sem ég færði fram í þeirri
umræðu ennþá, en sá punktur var í grunninn (og mikið af
höfuðborgarsvæðinu er merkt út frá þessu):

  1. Að við merkjum hluti eins og þeir eru "on the ground". Sem er
 grunngildi OpenStreetMap (sjá "On the ground rule").

  2. Þar að auki, að vegir séu merktir highway=cycleway eftir ákveðnu
 óljósu huglægu mati. Það er *engin* opinber flokkun fyrir þessa
 vegi sem er vit í, og ef vegirnir eru merktir sem cycleway sjást
 þeir á áberandi hátt á kortum eins og OpenCycleMap o.fl.

Í staðin fyrir #2 væri algerlega hægt að sleppa þessu huglæga mati og
merkja basically allt sem highway=path.

Þetta myndi endurspegla lagalega stöðu þessara vega, og forðast þann
bias sem kemur óhjákvæmilega inn þegar verið er að merkja hluti
huglæga, ég er mun hrifnari að þessari pælingu en ég var þegar við
ræddum þetta síðast 2008. Sérstaklega þar sem það hefur komið á daginn
að það eru margar mismunandi hugmyndir um hvað ætti að vera cycleway,
sjá t.d. fossvoginn v.s. Grafarholtið v.s. Mosfellsbæinn.

> Varðandi “Details about cycleways“ tel ég að flokkunin ætti að vera nokkurn 
> vegin svona:
>
> Stígar (útivistarstígar), aðskildir frá akbraut, blönduð umferð gangandi (sem 
> eru í forgangi) og hjólandi.
> Venjulega eru þeir ca. 2,5m breiðir en breiddin er samt misjöfn allt niður í 
> 1,5 m líklega.
> Til stóð að leggja 4 m breiða stíga á höfuðborgarsvæðinu og var það gert t.d. 
> fyrir Blikastaðanes en ekki annar staðar svo ég viti til. Þarf mismunandi 
> flokka af útivistarstígum eftir breidd? Þarf að merkja varasama staði s.s. 
> blindbeygjur/blindhorn, holur eða annað?
> Merking: Tag:highway=path with Tag:bicycle=yes and Tag:foot=yes

Ég held þú þurfir ekki mismunandi flokka eftir breidd, bara
width=.

Blindbeygjur, horn og annað er um að gera að merkja. Gætir t.d. notað
þetta skema:
http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Proposed_features/hazard

> Gangstéttir, samsíða akbrautum en aðgreind með kantsteini, blönduð umferð 
> gangandi (sem eru í forgangi) og hjólandi. Á að merkja þær með öðrum hætti en 
> stíga?

Hljómar eins og eitthvað sem er hægt að merkja með auka-taggi,
t.d. kantsteinn=yes eða eitthvað þannig.

> Hjólreiðabraut, merkt með hjólamerki, aðskilin frá akbraut (eins og 
> útivistarstígur), aðeins hjólandi umferð (eða a.m.k. umferð hjólandi í 
> forgangi). Oftast hjólað í gagnstæðar áttir á sömu braut. T.d. Ægissíða.
> Merking Tag:highway=cycleway value=track?? and also have 
> ??Tag:foot=designated ?? and Tag:segregated=yes og líka Tag:surface=paved.

Já, eða í "on the ground" stíl:

highway=path
segregated=yes
foot=designated
bicycle=designated
surface=paved
cycleway:width=1m
footway:width=2m

Eða eitthvað þannig.

> Hjólreiðarein, merkt með hjólamerki, sérrein á akbraut fyrir umferð 
> reiðhjóla, ætluð aðeins hjólandi umferð (eða a.m.k. umferð hjólandi í 
> forgangi). Hjólað í stefnu með umferð. T.d. Hverfisgata. (Athugið samt að 
> Hverfisgata er ekki merkt með akreinalínu og er því í raun ekki sérrein í 
> lagalegum skilningi).
> Merking Merking Tag:highway=cycleway value=lane?? and also have 
> ??Tag:foot=designated ?? and Tag:segregated=yes og líka Tag:surface=paved.

Hljómar eins og cycleway=lane, t.d. er þetta merkt þannig á
Langholtsveginum: http://www.openstreetmap.org/browse/way/5118949
http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Key:cycleway?uselang=is

> Hjólavísar (bike and chevron) á akbraut. Hjólreiðamenn hjóla á akbraut í 
> aksturstefnu með bílum á þeirra akrein en hjólavísamerki sýna aksturstefnu og 
> staðsetningu hjólreiðamanna inna akreinar. Geta verið hluti af markaðri 
> hjólaleið (Local Cycle Network) eins og á Einarsnesi.
> Merking Hvernig er hægt að merkja þá???

Ég veit ekki :)

> Hjólaleiðir skilgreindar (Cycle network). Á að merkja þær inná að einhverju 
> leyti.

Já, það er spurning að merkja þetta opinbera fantasíu-reiðhjólanet
einhvernvegin. En oftast þegar er verið að nota "cycle network" merkir

Re: [Talk-is] hjólavefsjá.is, DV í dag o.fl.

2010-08-17 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/8/17 Davíð Jakobsson :
> Þann 16. ágúst 2010 18:33, skrifaði Ævar Arnfjörð Bjarmason
> :
>>
>> 2010/8/14 Ævar Arnfjörð Bjarmason :
>> > 2010/8/14 Svavar Kjarrval :
>> >> Ég hef illan grun um að gögnin fyrir hjólavefsjána muni vera fengin úr
>> >> gögnum háð sömu takmörkunum og þau sem borgarvefsjáin er unnin eftir.
>> >> Það
>> >> kæmi mér allavega ekkert á óvart.
>> >
>> > Planið hérna er að fá borgina til að gefa út þessi gögn undir frjálsu
>> > leyfi í staðin fyrir að gera sitt egið verkefni, ég veit ekki hvort
>> > það gengur eftir, en það má vona.
>> >
>> > Gísli Marteinn allavegana virðist jákvæður:
>> >
>> >    http://twitter.com/gislimarteinn/status/21018574846
>> >    http://twitter.com/gislimarteinn/status/21018677592
>> >
>> > Þetta hjólavefsjármál verður tekið fyrir hjá borginni bráðlega, planið
>> > er að vera fyrir þann tíma komnir með hjólavefsjá á Íslensku (byggt á
>> > hugbúnaði sem er til) sem hægt verður að benda á og segja "hérna er
>> > þetta, gjaldfrjálst og aðgengilegt öllum, þið þurfið bara að gefa út
>> > gögnin sem þið egið nú þegar til að gera þetta betra", eða eitthvað
>> > þannig.
>>
>> Þetta verkefni er komið aðeins lengra. Það var keypt lén fyrir þetta:
>>
>>    http://xn--hjlavefsj-81a4q.is/ (eða http://hjolavefsja.is/)
>>
>> Kannski sést þetta ekki því það er enn í ISNIC kerfinu, en hér er
>> afrit þangað til:
>>
>>    http://v.nix.is/~avar/hjolavefsja/
>>
>> Það var líka tekið viðtal við mig út af þessu af DV, það er í blaðinu
>> í dag (16. ágúst 2010) á síðu #4, ég hef ekki enn séð það þannig ég
>> veit ekki hvað stendur þar.
>>
>> ___
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is@openstreetmap.org
>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
> Flott framtak!
>
> Það er kannski spurning um að gera smá átak í hjólreiðakortinu okkar þar sem
> þetta er að fá svona fína auglýsingu.

Jú, endilega. Get því miður ekki hjálpað með það beint þar sem ég er
ekki á landinu.

> Það sem mér finnst hafa stungið sérstaklega útúr er Grafarholtið þar
> sem hver einasti stígur er taggaður sem cycleway. Er einhver sem
> þekkir til þarna sem getur lagað þetta?

Ég sé ekki betur en að þetta sé rétt, ef það er eitthvað jafngildi
erlendra hjólreiðastíga á Íslandi er það líkast til netið í
grafarholtinu.


> Að öðru leyti þá er til pdf skjal frá rvk hér
>
> http://www.rvk.is/Portaldata/1/Resources/framkvaemdasvid/gongu_og_hjolastigar/Uppl-skilti-St_rRvk.pdf
>
> Að mstu leyti er það rétt held ég, þó að ég geti séð nokkrar villur þarna,
> en það er spurning hvort að það megi ekki nota það til viðmununar?

Þetta er lítið dæmi um gögn sem við erum að reyna fá leyfi til að
nota, þannig við getum ekki notað þetta eins og er.

En burtséð frá því er þetta skjal nánast ónothæft, ég man ekki hvar ég
heyrði þetta en ég frétti einhverstaðar að þetta hefði fyrst verið
gert fyrir einhverja ráðstefnu Evrópskra borga, þá til að einhver
embættismaðurinn gæti litið vel út úti og auglýst hversu hjólavæn
Reykjavík væri.

Það getur vel verið að það sé lygi, en það sést ekki annað á þessu
korti. Þessar leiðir eru í engum tengslum við raunveruleikann, þarna
er allt frá ágætis hjólaleiðum (t.d. Skerjafjörðurinn) niður í
venjulegar gangstéttir við götur, síðast þegar ég athugaði var líka
eitthvað af þessu sem fór upp og niður stiga!

Það eina sem er *ekki* á þessu korti er Langahlíð og kafli Laugarvegar
frá Snorrabraut til Barónsstígs, sem eru einu tvö dæmin um kafla þar
sem reynt hefur verið að búa til pláss fyrir hjólafólk ásamt bíla og
gönguumferð.

Það flotta við OpenStreetMap er einmitt að við getum búið til *alvöru*
hjólakort sem er með einhver tengsl við raunveruleikann, það þarf bara
að merkja breidd vegsins, hvort umferð er aðskilin, hvernig undirlagið
er o.s.f.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] hjólavefsjá.is, DV í dag o.fl.

2010-08-16 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/8/14 Ævar Arnfjörð Bjarmason :
> 2010/8/14 Svavar Kjarrval :
>> Ég hef illan grun um að gögnin fyrir hjólavefsjána muni vera fengin úr
>> gögnum háð sömu takmörkunum og þau sem borgarvefsjáin er unnin eftir. Það
>> kæmi mér allavega ekkert á óvart.
>
> Planið hérna er að fá borgina til að gefa út þessi gögn undir frjálsu
> leyfi í staðin fyrir að gera sitt egið verkefni, ég veit ekki hvort
> það gengur eftir, en það má vona.
>
> Gísli Marteinn allavegana virðist jákvæður:
>
>    http://twitter.com/gislimarteinn/status/21018574846
>    http://twitter.com/gislimarteinn/status/21018677592
>
> Þetta hjólavefsjármál verður tekið fyrir hjá borginni bráðlega, planið
> er að vera fyrir þann tíma komnir með hjólavefsjá á Íslensku (byggt á
> hugbúnaði sem er til) sem hægt verður að benda á og segja "hérna er
> þetta, gjaldfrjálst og aðgengilegt öllum, þið þurfið bara að gefa út
> gögnin sem þið egið nú þegar til að gera þetta betra", eða eitthvað
> þannig.

Þetta verkefni er komið aðeins lengra. Það var keypt lén fyrir þetta:

http://xn--hjlavefsj-81a4q.is/ (eða http://hjolavefsja.is/)

Kannski sést þetta ekki því það er enn í ISNIC kerfinu, en hér er
afrit þangað til:

http://v.nix.is/~avar/hjolavefsja/

Það var líka tekið viðtal við mig út af þessu af DV, það er í blaðinu
í dag (16. ágúst 2010) á síðu #4, ég hef ekki enn séð það þannig ég
veit ekki hvað stendur þar.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Hjólavefsjá Reykjavíkurborgar

2010-08-13 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/8/14 Svavar Kjarrval :
> Ég hef illan grun um að gögnin fyrir hjólavefsjána muni vera fengin úr
> gögnum háð sömu takmörkunum og þau sem borgarvefsjáin er unnin eftir. Það
> kæmi mér allavega ekkert á óvart.

Planið hérna er að fá borgina til að gefa út þessi gögn undir frjálsu
leyfi í staðin fyrir að gera sitt egið verkefni, ég veit ekki hvort
það gengur eftir, en það má vona.

Gísli Marteinn allavegana virðist jákvæður:

http://twitter.com/gislimarteinn/status/21018574846
http://twitter.com/gislimarteinn/status/21018677592

Þetta hjólavefsjármál verður tekið fyrir hjá borginni bráðlega, planið
er að vera fyrir þann tíma komnir með hjólavefsjá á Íslensku (byggt á
hugbúnaði sem er til) sem hægt verður að benda á og segja "hérna er
þetta, gjaldfrjálst og aðgengilegt öllum, þið þurfið bara að gefa út
gögnin sem þið egið nú þegar til að gera þetta betra", eða eitthvað
þannig.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] Hjólavefsjá Reykjavíkurborgar

2010-08-12 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Gísli Marteinn hefur lagt til að Reykjavíkurborg búi til hjólavefsjá
fyrir borgina:

http://www.gislimarteinn.is/?p=736

Þetta er ágætis hugmynd, en gæti verið betur framkvæmd með
OpenStreetMap stuðningi. Ég ritað um þetta á OpenStreetMap bloggið
mitt:


http://www.openstreetmap.org/user/%C3%86var%20Arnfj%C3%B6r%C3%B0%20Bjarmason/diary/11485

Athugasemdir velkomnar.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] OpenStreetMap.is vefurinn að fara í loftið

2010-06-06 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/6/6 Svavar Kjarrval :
> Sælir.
>
> Ætlaði að fletta upp á osm.is og það virkaði ekki. ISNIC kannast heldur
> ekki við lénið en það kannast hins vegar við openstreetmap.is.

Þetta er allt í ruglinu.

Ég sagði upp osm.is enda var ég ekki að nota það, er ekki með innkomu
á Íslandi lengur + vesen að flytja pening + openstreetmap.is var ekki
að gera neitt.

Þannig ég var að spá í að segja þessu alfarið upp.

Nema það sé einhver áhugi hjá öðrum að koma að því að borga fyrir og
uppfæra efnið sem er þarna, ég gæti t.d. sett upp eitthvað vefkerfi á
þessu. MediaWiki eða eitthvað svipað.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Mapping Party

2010-04-03 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
On Sat, Apr 3, 2010 at 16:29, Brian Suda  wrote:
> I was listening to the BBC program about maps, and they made a small
> off comment about a few countries that stopped printing paper maps. I
> sort of laughed to myself until they said Iceland. (Listen to episode
> 9 about Digital maps)
>
> http://www.bbc.co.uk/programmes/b00rd8z5
>
> That got me wondering if it was time to try and have another mapping
> party, maybe try to focus on other parts of the country?
>
> http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Category:Mapping_parties_in_Höfuðborgarsvæðið
>
> Is it worthwhile to try and organize some sort of "State of the Map in
> Iceland" meet-up to discuss the next steps?

It would be very neat to get meet-ups going again. To-date there's
been one proper meetup (in a café) with a few ill-attended but
productive mapping parties.

FSFÍ has been doing meet-ups in the pub recently. Maybe there would be
interest in OSMers piggy-backing on one of those meet-ups?

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Eldfjallið á Fimmvörðuhálsi

2010-03-27 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/3/25 Thorir Jonsson :
> Sæll Ævar
>
> þetta er góð hugmynd.  Spurning hvort það ætti að bæta við
> natural:fissure eða einhverju svoleiðis.  Annars lýtur þetta vel út.

Ahm, eða natural=volcano svæði. Held það sé lítið prior art í þessum
eldfjallamálum.

NASA tók mynd af svæðinu:
http://earthobservatory.nasa.gov/IOTD/view.php?id=43252

Ég setti það á map warper hérna: http://warper.geothings.net/maps/preview/2306

Rectify-ið gekk ekki nógu vel því map warper nær ekki sambandi við
Landsat þjóninn. Ég sendi Tim sem sér um þetta póst, vonandi lagast
það þannig hægt sé að rekja eftir þessu. Núna er þetta rectify mjög
ónákvæmt, ég skaut bara eitthvað út í loftið.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] Eldfjallið á Fimmvörðuhálsi

2010-03-24 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Ég bætti við hnút á kortið sem sýnir eldfjallið:
http://www.openstreetmap.org/browse/node/673398346

Er þetta ekki örruglega rétt?

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] ourFootPrints.de gögnin öll komin inn nema á Höfuðborgarsvæðinu

2010-02-28 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Þegar þetta er ritað eru 218 ourFootPrints.de vegir eftir ókláraðir,
þeir eru allir á höfuðborgarsvæðinu enda höfum við sem vorum að breyta
gögnunum með þöglu samkomulagi verið að þrengja ofp hringinn í þá
áttina (eða svo virðist).

Hérna sést svæðið sem eftir er á OpenStreetMap blogginu mínu:
http://bit.ly/cXSG4x

Það sem eftir er:

* Það eru vegir í Mosfellsdalnum sem ég veit ekki hvað á að gera
við, ég veit að það er slóði þarna norðan megin við ánna en ekki hvort
þessir slóðar á ofp eru nákvæmir
* Íbúðargötur í Grafarvoginum sem okkur vantar.
* Sama í Laugardalnum, ég hef ekki staðþekkingu til að setja þetta
inn eða eyða þessu.
* Mikið af vegum í Garðabæ og Hafnarfirðinum. Svavar ætlaði víst
að höndla þetta þannig kannski er bara best að leyfa honum það:)

Annars er þetta frábær árangur og flott að þetta sé allt komið inn þó
vissulega sé mikið eftir. Nú er mikið af highway=road vegum út um allt
sem þarf að skoða nánar hvað er og merkja rétt.

Hvað finnst ykkur annars um þessi gögn? Er þetta nytsamlegt og höfum
við áhuga á að flyta inn meira af gögnum frá ourFootPrints? Þetta voru
allir vegirnir en það stendur eftir POI grunnur.
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Staðan á ourFootPrints gögnunu m

2010-02-23 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/2/20 Ævar Arnfjörð Bjarmason :
> 2010/2/15 Ævar Arnfjörð Bjarmason :
>> Nú er mánuður síðan ourFootPrints gögnin fóru inn. Þetta voru 8337
>> vegir en eftir að þeir hafa verið unnir yfir síðasta mánuð eru þeir
>> komnir niður í 2.604 sem enn á eftir að sameina restinni af
>> OpenStreetMap gögnunum. Þannig við erum búin að vinna meira en 2/3 af
>> gagnasettinu.
>
> Þetta er núna í c.a. 1900 vegum.

... 1500

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Staðan á ourFootPrints gögnunu m

2010-02-20 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/2/15 Ævar Arnfjörð Bjarmason :
> Nú er mánuður síðan ourFootPrints gögnin fóru inn. Þetta voru 8337
> vegir en eftir að þeir hafa verið unnir yfir síðasta mánuð eru þeir
> komnir niður í 2.604 sem enn á eftir að sameina restinni af
> OpenStreetMap gögnunum. Þannig við erum búin að vinna meira en 2/3 af
> gagnasettinu.

Þetta er núna í c.a. 1900 vegum.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Staðan á ourFootPrints gögnunu m

2010-02-18 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/2/19 Daníel Gunnarsson :
> Ég hef lent í því á nokkrum stöðum á suðurlandi að "ofp:ref=" lykilinn
> eða "ofp:name="eigindin vantar í ofp gögnin.
>
> Þið sem hafið verið að yfirfara þessi gögn hafði væntanlega lent í
> þessu líka. Hvernig hafið þið snúið ykkur í þessum málum?
> Hafið þið breytt "ofp:highway=" eigindunum í "highway" eða hafið þið
> látið þessi gögn vera óbreytt? Og eins með götur innanbæjar?

Þetta er svona með mest af gögnunum, allavegana 2/3 ef ekki meira.

Ég merki öll ofp gögnin sem þekja vegi sem ég kannast ekki við sem
highway=road, nema þegar þau eru með ofp:ref=* eða ofp:name=* þannig
hægt sé að sjá út að þau þeki einhvern þekktan þjóðveg.

Hérna er dæmi um um svona óþekktan veg:
http://www.openstreetmap.org/browse/way/48322685

> Einnig hef ég fundið nokkra staði þar sem OSM gagnagrunnurinn innihélt
> fyrir vegi en engin gps trökk sem source. Dæmi um þetta er
> Hvammsvegur:
> http://www.openstreetmap.org/browse/way/26756985
>
> Hvað finnst ykkur um þetta? Á að eyða ofp gögnunum út eða endurnefna
> eigindi án þess að hugsa frekar um það eða a að leyfa þeim að vera
> þangað til einhver safnar betri gögnum?
> Ég hef farið varlega í þetta hingað til. en nú er meirihlutinn af þeim
> vegum á Suðurlandi sem eftir eru með umrætt vandamál.

Meinaru tilfelli eins og þessi þar sem það er bæði ofp og osm útgáfa
af gögnunum en engin GPS ferill?

Ég myndi í þessu tilfelli og flestum öðrum bara eyða ofp veginum út
enda er okkar örruglega nákvæmari og nýrri. Í undantekningartilfellum
er þetta á hinn veginn.

Það hjálpar líka að skoða breytingarsöguna á osm veginum:
http://www.openstreetmap.org/browse/way/26756985/history

the_blanz hefur sett þetta inn en ekki sett inn feril með. Eitthvað
sem hann setti inn 2008 er nær örruglega betra en ofp vegurinn.

Í þeim tilfellum þar sem ofp gögnin eru betri en osm gögnin eru *mun*
fleiri punktar í veginum með stuttu millibili sem er ekki tilfellið
þarna.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Rendering with SRTM

2010-01-27 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
On Wed, Jan 27, 2010 at 12:43, Davíð Jakobsson  wrote:
> Hi,
>
> There is at least one source of elevation data which will work with
> kosmos which you can find here.
>
> http://www3.hi.is/~dag6/OSM/Contours/

Can you post some renderings of that data with Kosmos? It's
troublesome to run it on Linux and I've never seen what this GTOPO30
data looks like when rendered over Iceland.

> Other sources(non-free) for elevation data are the ones at
> viewfinderparanormas and the new ASTER GDEM. Seems though that the ASTER
> GDEM service is suspended for now.
>
> http://www.viewfinderpanoramas.org/dem3.html#nat

Note that these are made from the LMÍ 1944 maps.

> http://www.gdem.aster.ersdac.or.jp/suspended.jsp

These are also non-free-ish but ASTER doesn't care if it's used for
projects like OSM.

You can get that data now elsewhere I believe, at least it's being
used for Haiti renderings by some people.

> I have been trying to get those two to work with kosmos but without luck
> so I would welcome the discussion.

It would IMO be more interesting to convert it to .osm, then you could
use it with mapnik, import it into PostGIS and generate Garmin maps
from it.

Kosmos is only a lightweight renderer which won't help with production
use cases like that.

> Just to clarify, I would like to point out that even though this data is
> non-free it is my understanding that no laws will be broken by making
> instruction available of how to use this data for local rendering. I
> would also welcome any discussion about this.

There's nothing illegal about posting instructions.

> The reason for me to push this is to make hiking maps of Iceland which
> are quite useless without a high-resolution elevation set.

Note that if you want hiking maps on your Garmin device you can use
osm maps + 1944 contour lines from the ourfootprints.de map, this is
the setup I use when I'm in Iceland.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] YouTube video sem sýnir hvernig á a ð breyta ourFootPrints gögnunum

2010-01-24 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/1/24 Svavar Kjarrval :
> Takk fyrir myndbandið, Ævar.
>
> Vil þó vara við pirrandi hljóði sem varir út myndbandið. Þið viljið
> líklegast setja á mute á meðan þið spilið það.

Úps, já þetta er svolítið pirrandi. Ég tók þetta upp þegar hljóðið á
tölvunni minni virkaði ekki en það er greinilega svona sem audio in
hljómaði á meðan.

Það er ekki hægt að eyða hljóðrásinni á YouTube videos en greinilega
innbyggður fídus til að splæsa inn cheesy popptónlist sem útskýrir
mikið um þau YouTube video sem ég hef séð hingað til. Fídusinn er
niðri núna en vonandi get ég lagað þetta bráðum.
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] YouTube video sem sýnir hvernig á a ð breyta ourFootPrints gögnunum

2010-01-24 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Ég bjó til smá video sem sýnir hvernig hægt er að breyta ourFootPrints gögnunum:

http://www.youtube.com/watch?v=fEr_p1BmLMg&fmt=22

Það eru líka upplýsingar á þessari wiki-síðu:

http://wiki.openstreetmap.org/wiki/WikiProject_Iceland/ourFootPrints

Þetta er mjög basic og bara eitthvað sem ég skellti upp því ég var
spurður hvernig ætti að hjálpa til við að breyta gögnunum.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] ourFootPrints.de gögnin að koma á OpenStreetMap

2010-01-23 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
On Sun, Jan 17, 2010 at 22:13, Christoph L. Hess
 wrote:
> I spent the last two days cleaning up Easticeland and parts of the
> eastern mid-highland. OK, these were two hard days but at least there is
> quite a lot new data now. A lot of ways that no one was driving before.
> Check the ways in the 900 area (besides that, am I the only one adding
> and caring the road system website on Icelandic wikipedia?!)

I cleaned up a bit more, now everything east of this line:

   
http://www.openstreetmap.org/?lat=64.8&lon=-16.95&zoom=7&layers=B000FTFT&way=28804817

And south of Vopnafjörður has been cleaned up, I also did all of Akureyri.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Icelandic road system

2010-01-23 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
On Fri, Jan 22, 2010 at 10:57, Christoph L. Hess
 wrote:
> This is an even better idea to have all this automated. I was exactly
> thinking this yesterday to put a tag in the relation stating the status
> of the progress and/or maybe even some kind of a quality value?

I see by your edits that you've started adding complete=yes, good stuff.

> In a new version it would maybe great to have some more information. As
> I see this is a list just out of the relation. Is it possible to get
> some information in the list out of the ways, too? Like fixme, source etc?

Yeah it's really basic right now but I'm going to (but don't know
when!) make it more awesome, specifically.

 * Parse vegaskrá and thus display a list of things we don't have (grayed out)
 * Also check the relation members and check:
   * If the name=* network=* and ref=* keys on the ways match the relation
   * Compute per-way and overall source=* statistics
   * How many % of them have maxspeed=*
   * Anything else?

> This would be a great tool for finding and fixing problems. The
> solutions given for quality assurance are not as good. Because there are
> millions of "possible" errors shown and I feel everytime like knocked
> out when looking at it and don't really feel like going on and fixing
> this things. I really think it is not helpful to have errors like
> "maxspeed=35 seems an unusual value" shown - what the heck?! The road
> sign states it like this...

What tool says maxspeed 35 is unusual? Perhaps we should get that fixed.

> I think it is more helpful to know from the human user who exactly knows
> my GPS track was crappy it really would be a good idea to resurvey this...

Yeah, we should tag things like this in the data.

> Great idea and maybe we can somehow combine all this and I really like
> the idea of the possibility to access the data directly. Maybe you can
> implement some kind of an search tool that let's me directly search in
> the data. Or at least choose the ways in a special area. Would be great.
> I forgot a lot on PHP programming in the last years -  maybe I should
> start again...

Or you could patch the Perl behind osm.is:
http://github.com/avar/App-OpenStreetMapIs-Web

The highway list generator is really crappy, but I'm going to try to
make it into a proper tool.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Icelandic road system

2010-01-21 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
On Thu, Jan 21, 2010 at 21:11, Christoph L. Hess
 wrote:
> I put up another site for the Icelandic road system on the OSM-wiki.
> Plan is maybe to get the list filled with information on the progress on
> the OSM map. I think it is better to have this on the OSM site then on
> the Icelandic Wikipedia.
>
> You can just add a percentage value by editing the site and edit the
> number after the words icelandroadprogress|100. Values between 0 to 100
> are OK. All roads are at 0% now. It looks quite red now, but I think
> there are a lot of ways already on OSM, so the list should be getting
> green soon.
>
> http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Icelandic_road_system
>
> Feel free to use it, but you don't have to, but hopefully this site is
> maintained more often and better than the Listi yfir þjóðvegi.
>
> Any comments and suggestions to improve this would be helpful.

That's some great work, but the reason I for one stopped editing this
list on the wiki is because I felt silly maintaining something
manually that really should be done automatically.

Here's an automatically generated list I just made:
http://openstreetmap.is/status/highways

It looks bad now but I think this is a much better way to go about it.
Right now it only lists data about the relations and their tags but
I'll add something to analyze the data about the relation members too
so you can tell e.g. if the way ref=* and name=* values do not match
the relation values.

I'll also go over the official Vegaskrá in generating that list to
list the things we don't have too.

If we add something to the data itself saying whether a road is
complete, e.g. complete=yes on the relation we have all the data there
to autogenerate what we're manually maintaining right now.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Þjóðvegaflokkun - framhald

2010-01-21 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/1/20 Bjarki Sigursveinsson :
> Hæ. Ég var að muna eftir atriði varðandi tögg á þjóðvegum sem hefur verið að
> fara í taugarnar á mér en ég hef ekki nennt að minnast á fyrr en núna. Ég
> legg til að „héraðsvegir“ verði færðir í tertiary flokkinn frekar en að hafa
> þá í unclassified. Það er vegna þess að:
> *Það er beinlínis ósatt að héraðsvegir heyri ekki undir neina flokkun (séu
> "unclassified"), þeir eru hluti af þjóðvegakerfinu og hafa númer og nafn.
> *Það er ekkert sem mælir með því að héraðsvegir hafi minna vægi á kortum en
> landsvegir (það væri frekar eðlilegra ef það væri öfugt þar sem héraðsvegir
> eru opnir allt árið). Bæði héraðs- og landsvegir ættu að vera merktir sem
> tertiary.
> *Hægt er að nota network taggið til þess að greina á milli héraðs- og
> landsvega.

Ég er sammála þér, við ættum að færa þetta yfir enda hafa þessir vegir
svipað mikilvægi í kerfinu.

Hinsvegar er það ekki tilfellið að vegir sem nota "unclassified" séu
ekki undir neinni flokkun.

Öll þessi vegatögg eins og
motorway/trunk/primary/secondary/tertiary/unclassified eru ættuð úr
breska vegakerfinu þar sem þessi heiti hafa einhverja lagalega stöðu.
Í Bretlandi eru t.d. sérstök lög um Trunk vegi og Unclassified vegir
eru vegir sem sérstaklega hafa ekki neina opinbera flokkun, og eru
líka sérstök lög um hverjir halda þeim við o.s.f.

Allstaðar annarstaðar í OSM heiminum er hinsvegar verið að nota þessar
flokkanir í bara eitthvað oftast eins og hjá okkur í einhverja
stigvaxandi flokkun útfrá mikilvægi vegsins með tilliti til þess
hvernig flestir notendur gagnanna túlka þessi tögg.

En já, endilega færum þetta :)

> Í öðrum fréttum er helst að ég hef aðeins farið yfir OFP gögnin á
> Vestfjörðum, nákvæmni þeirra virðist ágæt heilt yfir nema innanbæjar á
> Ísafirði.

Frábært.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] ourFootPrints.de gögnin að koma á OpenStreetMap

2010-01-17 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
On Sun, Jan 17, 2010 at 22:47, Christoph L. Hess
 wrote:
> just checked Seltjarnarnes. Took me not even 10min to check the data.
> Well, this was especially easy as the data in OSM was present and much
> more consistent and accurate. So I just needed to delete all the OFP
> streets... ;-)

I added a stub wiki page about the import, it lists a useful JOSM
search query I use for cleaning up the data:

http://wiki.openstreetmap.org/wiki/WikiProject_Iceland/ourFootPrints

You can grind through the OFP data really quickly with that progress.

> I´m going to clean up more asap.

Awesome. I've noticed that either we have the same data as ofp (or
more), but we're missing some dead ends, e.g. around Sund:

http://www.openstreetmap.org/browse/node/308974867

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] ourFootPrints.de gögnin að koma á OpenStreetMap

2010-01-17 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
On Sun, Jan 17, 2010 at 20:29, Karl Palsson  wrote:
> Ævar Arnfjörð Bjarmason wrote:
>> Tom að mestu rakið vegi bæði frá egin GPS ferlum og u.þ.b. 30 annara
>> sem hafa sent honum gögn en hann segir að um 95% af kortinu sé búið
>> til svona, 5% er teiknað eftir lokuðum kortum (LMÍ kortum geri ég ráð
>> fyrir), ár, vötn, jöklar og strandlengjan eru svo teiknuð eftir Google
>> Satellite myndum.
>
> How did you go about excluding the 5% that were copied from other maps?  You 
> do
> know that importing this has totally corrupted any claim OSM might have on 
> being
> completely clean data?

5% of Tom's source dataset is partially derived from Google Maps / LMÍ
but none of what just got imported on OpenStreetMap.

What the ourFootPrints import imported was a subset of the
ourfootprints.de dataset, it was just the GPX traced ways & none of
the Google Satellite traced waterways, POIs or various other things
that were either unfit for importing or we'll possibly do in the
future.

> Further, what possibly motivated you to import this over reykjavik?  We now 
> have
> a great big pile of vomit, with no real known source or age, whose only real
> qualification is that a bunch of Germans made it before OSM existed.  Good for
> them.

When you do any sort of data import into an area with existing data
you're going to have conflicts. There are a few ways to deal with
that:

  * Delete all the existing data & Import the new one, obviously not
applicable here but this was done e.g. in Gaza
  * Try to automatically or manually detect conflicts before
uploading. This was done for the Corine import & requires a lot of
programming / debugging / testing work or manual labour by a limited
group beforehand.
  * Import the data on top of the existing data & clean it up later

I went with the last option after it became clear that most of the
users doing regular edits (who replied on the list) were willing to
help clean it up afterwards. The whole import is only around 8000 ways
which isn't too big for such manual cleanup work.

I'm sorry for any inconvenience this has caused and in the areas such
as Reykjavík where this import affects most users (especially those
using Potlatch such as yourself) I'll try to cleanup the data very
soon. I probably would have done so already for the capital area
except I've been fixing up the import slightly by deleting source=*
tags on all the nodes I imported.

Most of the OFP data in Reykjavík and its surroundings will be
deleted, except some residential ways which haven't yet been covered
by us (like some in Kópavogur) and a few tracks.

> While this surely has some very positive outcomes in unmapped areas, in other
> areas we now just have a mess that someone has to go out and _resurvey_ just 
> to
> try and work out which one is right.

How is this a bad thing? Once we're done with the cleanup we'll have
data in areas where we had none before. Sure that data may be out of
date or incomplete but it's still *some* data instead of none at all.

We may need to treat ourfootprints data as implicitly needing
confirmation or resurveying of course, but in the meantime we at least
have something.

> Further, large chunks of the OFP import in reykjavik isn't even _semantically_
> correct, let alone geographically correct.  Roads that overlay, but don't
> intersect, Roads drawn as straight lines, which may have been straight on
> original city plans, but clearly are not when you stand on the street, roads 
> or
> connections that don't exist anymore.

Yes a lot of the OFP roads don't connect with each other (although
some do). Errors like that can be easily fixed with the validator when
the data is imported.

As for the accuracy see the point above.

> In some other parts of the country, this was _possibly_ a good idea, but I'm
> sorry, I really think this was a bad idea to import the whole lot.

Out in the country it was definitely a good idea. The import greatly
expands our coverage of the national highway system & various offroad
tracks. The quality of those ways is on par with or even surpassing
our own existing ways.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] Ný tölfræði um Ísland á OSM

2010-01-17 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Ísland er komið á stat.latlon.org: http://stat.latlon.org/is/latest/

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] ourFootPrints.de gögnin eru mjakast in n

2010-01-15 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/1/15 Svavar Kjarrval :
> Nah, tel ekki taka því. TIGER gögnin eru komin úr risastóru gagnasafni á
> meðan OFP er það ekki. Við ættum að geyma þann heiður þar til við fáum
> gögn sem byggjast á opinberu gagnasetti.

Ja hvort sem þetta er risastórt eða ekki er fínt að merkja sérstaklega
hvort það er vitað að vegur endi einhverstaðar eða ekki, eða hvort
heilt hverfi er komið inn eða ekki.

Þetta er yfirleitt merkt með fixme=continue, noexit=yes,
fixme=resurvey eða einhverju þannig.

Sumt af þessu OFP dóti sem ég er að fara yfir veit ég að er í lagi og
væri þá fínt að merkja það sérstaklega með ourfootprints:reviewed=yes,
annað er bara einhver vegkafli úti í buska sem er gott að hafa
highway=road ourfootprints:reviewed=no.

> Í Hafnarfirðinum þvælast OFP gögnin fyrir og tel ég það miklu einfaldara
> að mynda vegi frá þeim hnútum sem eru þar nú þegar heldur en að færa OFP
> hnúta að trace-inu, bæta við botnlöngum sem gleymdust og breyta tags.
> Það er undantekningartilfelli (allavega í Hafnarfirðinum) ef OFP
> inniheldur heilt sett af undirgötum í botnlanga ef þær eru 2 eða fleiri.
> Í slíkum tilfellum get ég alveg eins eytt OFP hnútunum og farið
> venjulegu leiðina.
>
> Eins og ég tók fram í átakspóstinum
> (http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/2010-January/000381.html)
> er ætlunin að sækja ný gögn fyrir allan Hafnarfjörð og því mun ég búast
> við því að engin OFP-byggð gögn verði þar þegar fyrsta skrefi er lokið.
> Áslandið er komið - fyrir utan nokkur götunöfn - en ég verð að nefna að
> OFP gögnin hjálpuðu ekki neitt heldur voru hreint og beint fyrir.
> Stundum sá ég beygjur táknaðar í OFP gögnunum sem ég gat alls ekki leitt
> út frá mínum gögnum og gat ekki ímyndað mér hvaðan þær gætu hafa komið.
> Held að diff á milli núverandi OSM gagna fyrir Áslandið og OFP gagnanna
> leiði betur í ljós hvað ég á við. Því miður kann ég ekki að undirbúa slíkt.

Endilega eyddu þeim öllum úr Hafnafirðinum, ég ætla t.d. að eyða öllu
á Akranesinu nema einhverjum nokkurhundruð metrum af vegi sem ég náði
ekki í á sínum tíma.

(Til að gera þetta í JOSM: Dragðu yfir allan Hafnafjörðinn -> Leit ->
leita að: selected type:way source=ourfootprints -> eyða)

Það þarf líka að eyða miklu af þessum gögnum í Reykjavík, Akureyri og
á fleiri stöðum.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] ourFootPrints.de gögnin eru mjakast in n

2010-01-15 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/1/15 Daníel Gunnarsson :
> Langar aðeins að benda á villur eða öllu hvað þessi gögn eru ófullkomin.
>
> Ég er byrjaður að yfirfara gögnin fyrir Selfoss. Þar er mjög algeng sjón að
> þar sem að götur greinast í marga botnlanga hefur bara einn þeirra verið
> mældur inn (sjá dæmi í viðhengi)
> Það þarf því í raun nokkura staðarþekkingu til þess að yfirfara gögnin.

Ég lagaði áðan til í Stykkishólmi og breytti OFP gögnunum í alvöru OSM
gögn en það var greinilegt að þetta var ekki allt þorpið:
http://osm.org/go/efrieZBw--

> Hvernig haldið þið að best sé að merkja þetta svo við séum ekki að moka
> götum inn í grunninn sem eru í raun ekki fullkláraðar?

Pælingin var að bara source=ourfootprints þýddi að gatan þyrfti
review, en það er augljóslega ekki nóg þar sem ekki er hægt að greina
á milli gatna sem eru í lagi og ekki í lagi.

Á morgun ætla ég að bæta við ourfootprints:reviewed=no á alla OFP
vegina, þetta var gert með TIGER t.d.:

http://wiki.openstreetmap.org/wiki/TIGER_Edited_Map

Þá er augljóslega hægt að greina á milli gagna sem hafa komið úr OFP
sem eru allt í lagi og þeirra sem hafa verið blint flutt inn en eru
mögulega ókláruð.

Hljómar það vel?

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] ourFootPrints.de gögnin eru mjakast in n

2010-01-15 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/1/15 Svavar Kjarrval :
> Var að vinna við að breyta Flugvallarveginum og Hlíðarfæti í 101
> Reykjavík og tók eftir rosalegri skekkju í þeim gögnum sem voru áður.
> Samkvæmt OFP liggur Hlíðarfótur í gegnum staðinn þar sem Háskólinn í
> Reykjavík er núna. Í framhaldinu ákvað ég að eyða út viðeigandi OFP
> hnútum og skipti út fyrir þá sem ég vann út frá gögnum sem ég safnaði
> fyrir þrem dögum. Veit ekki hvort þetta hafi verið vegna þess að
> vegurinn hafi verið þarna en ekki lengur eða það sé vegna rangrar
> ályktunar á gögnum.

Áður en framkvæmdir við háskólann hófust var vegurinn þarna þar sem
ofp vegurinn er enn, þ.e. í gegnum mitt háskólasvæðið. Ég breytti
þessu á OSM fyrir 1-2 árum þegar þessu var breytt en OFP var
greinilega með gömul gögn.

> Tók einnig eftir skekkjum þegar ég hlóð inn gögnum sem ég safnaði í gær
> í Hafnarfirðinum. Þótt OSM gögnin voru ekki nákvæmlega eins og þau sem
> ég safnaði voru þau samt sem áður gróflega séð nokkurn veginn eins á
> meðan OFP gögnin innihéldu miklar skekkjur á flestum stöðum. Von er á
> gögnunum á næstu dögum og um leið eyðingu viðeigandi OFP hnúta.

Ahm, þetta er misjafnt eftir svæðum og má búast við því að þurfi að
eyða miklu sumstaðar en ekki annarstaðar.

> Vildi bara láta vita af þessu svo það sé ekki lagt of mikið traust á OFP
> hnútana.

Sammála þar, en þessi gögn eru misjöfn í gæðum rétt eins og okkar. Ég
er búinn að rekast á nokkra staði þar sem OFP gögnin eru langt innan
GPS skekkjumarka frá okkar gögnum (5-10 metra) og á sumum stöðum rekja
þau betur þjóðvegi en okkar jafnvel þótt stuðst sé við okkar egin
ferla (vegirnir okkar eru þá grófari með færri punktum).

Ég tók líka eftir því að við Ólafsfjörð héldu OFP gögnin áfrám veg sem
ég hafði sett in af hluta til 50cm frá mínum gögnum.
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] ourFootPrints.de gögnin eru mjakast in n

2010-01-14 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/1/14 Ævar Arnfjörð Bjarmason :
> Eftir nokkrar tilraunir á tilraunaþjóninum er ourFootPrints.de
> innflutningurinn hafinn fyrir alvöru:
>
>    http://www.openstreetmap.org/user/ourFootPrints%20import/edits
>
> Þetta ætti að taka nokkrar klukkustundir og verður eflaust lokið í
> kringum miðnætti.
>
> Vinsamlegast ekki raska neinu á kortinu á meðan, sérstaklega þessum
> ókláruðu gögnum. Annars fer innflutningsforritið kannski að gráta.

Þetta er allt komið inn núna:
http://www.openstreetmap.org/user/ourFootPrints%20import/edits

Nú þarf bara að vinna úr þessu öllu.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] ourFootPrints.de gögnin eru mjakast in n

2010-01-14 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Eftir nokkrar tilraunir á tilraunaþjóninum er ourFootPrints.de
innflutningurinn hafinn fyrir alvöru:

http://www.openstreetmap.org/user/ourFootPrints%20import/edits

Þetta ætti að taka nokkrar klukkustundir og verður eflaust lokið í
kringum miðnætti.

Vinsamlegast ekki raska neinu á kortinu á meðan, sérstaklega þessum
ókláruðu gögnum. Annars fer innflutningsforritið kannski að gráta.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] Kort af Haítí fyrir alþjóðab jörgunarsveitina

2010-01-14 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Ég veit ekki hvernig kort alþjóðabjörgunarsveitin tók með sér til
Haítí en ég vil benda ykkur á að OpenStreetMap verkefnið er að
kortleggja svæðið upp úr loftmyndum sem teknar voru eftir
jarðskjálftann. FEMA, MapAction og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
eru þegar að nota þessi kort.

Kort má nálgast hérna, m.a. Garmin kort:

http://labs.geofabrik.de/haiti/

Kannski er þetta alger óþarfi í ykkar tilfelli, en ég vildi láta vita af þessu.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] ourFootPrints.de gögnin að koma á OpenStreetMap

2010-01-13 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/1/10 Ævar Arnfjörð Bjarmason :
>    !!! EKKI HLAÐA ÞESSU UPP EÐA REKJA EFTIR ÞESSU:
> http://v.nix.is/~avar/noindex/ourfootprints/ofp.osm.bz2 !!!
>
> Það á eftir að vinna þetta frekar áður en hægt er að hlaða þessu upp,
> en endilega skoðið þetta. Á myndunum sem fylgja póstinum má sjá
> suðurlandsundirlendið og Kópavoginn þar sem vegirnir frá ourFootPrints
> sjást gráir í bakgrunninum. Einnig er skjáskot með GPX ferlunum
> meðfylgjandi.
>
> Hérna er planið til að koma þessu inn sem fyrst:
>
>  1. Ég bý til notanda sérstaklega til að hlaða þessu upp
>  2. Hleð upp GPX ferlunum með réttum töggum
>  3. Breyti forritinu sem býr til þessa .osm skrá hér að ofan þannig
> hún sé c.a. rétt, t.d. búi ekki til highway=motorway
>  4. Breyti henni þannig hún bæti við réttum töggum í þetta import,
> t.d. source=ourfootprints ourfootprints:source=some_gpx_track og annað
> sérdót
>  5. Breyti öllum "highway" tags í "ofp_highway"
>  6. Hlaði þessu upp
>
> Þá verðum við með slatta af "ofp_highway" vegum sem sjást ekki á t.d.
> mapnik, garmin kortinu en sjást í grunngögnunum, svo vinnum við saman
> í að gera, eftir tilfellum:
>
>  * Eyða þessum vegum (því við erum með betri útgáfu á kortinu nú þegar).
>  * Eyða okkar vegum (því ofp vegurinn er betri).
>  * Breyta "ofp_highway", í "highway" tengja veginn við OSM gögnin og hlaða 
> upp.
>
> Svona ættum við að geta unnið saman í því að sameina osm og ofp
> grunninn á ekkert svo lóngum tíma þótt gagnagrunnurinn verði aðeins
> subbulegur í millitíðinni.
>
> Mér allavegana líst betur á þetta heldur en að reyna sjálfkrafa að
> finna út hvaða vegir mega fara inn og hverjir ekki eða að ég sorteri
> þetta allt sjálfur. Það tekur langann tíma og þarnast sérhugbúnaðar
> sem verður örruglega til þess að þetta klárast seint eða aldrei.

Hérna er útgáfa af .osm skránni eins og ég býst við að hún fari inn,
þetta er allt tilbúið: http://v.nix.is/~avar/noindex/ofp-final.osm.bz2

Ég býst við að setja þetta inn snemma á fimmtudeginum.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] Munin tölfræði um Ísland á O SM

2010-01-13 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Til að hægt sé að fylgjast með stöðunni á ourFootPrints gögnunum er ég
búinn að koma upp tölfræði um OpenStreetmap á Íslandi:

http://noc.nix.is/nix.is/v.nix.is/index.html#openstreetmap

Þetta er uppfært daglega, þegar ourFootPrints kemur inn ætti
"ourFootPrints import" notandinn að fara upp í c.a. 9000 vegi hér:

http://noc.nix.is/nix.is/v.nix.is/osm_apidb_user_count_ways.html

Svo lækkar hann eftir því sem við lögum til gögnin niður í 0, enda
þarf að breyta öllum vegunum þótt þeir séu í lagi þar sem þeir eru
ekki tengdir við hvorn annan né núverandi veganet.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Seljahverfi

2010-01-12 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/1/13 Yngvi Þór Sigurjónsson :
> Ég er búinn að setja inn restina af götum í Seljahverfi. þ.e.a.s. fyrir utan
> Hryggjarsel, sem mér tókst að keyra fram hjá.
> Þetta er það fyrsta sem ég set inn þannig að það væri ágætt að  einhver
> vanur skoði þetta og segi  mér hvort ég að gera algera steypu.

Ég sem sá breytingar frá þér í dag og ætlaði að senda þér skilaboð á
OSM vefnum og bjóða þér á póstlistann!

Þetta er mjög flott framtak og gott að sjá þetta hverfi loksins komið
inn, og Breiðholtið klárað.

Ég sá smávillur í gögnunum sem hægt er að finna með Validator
viðbótinni (hægt að setja hana inn í stillingum), t.d. 3x duplicate
nodes. Ég ætla leyfa þér að finna þetta sjálfur og vera ekki að grípa
fram fyrir hendurnar þá þér.
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] [Imports] ourFootPrints.de data import has started

2010-01-11 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
On Mon, Jan 11, 2010 at 16:35, Emilie Laffray  wrote:
> 2010/1/11 Ævar Arnfjörð Bjarmason 
>>
>> FWIW I tried just feeding the 16MB .osm file (it got a bit smaller) to
>> bulk_upload.py. It reached the 50k node limit on the changeset and
>> then died:
>>
>>    http://api06.dev.openstreetmap.org/browse/changeset/2766
>>
>> Time to check out some of the splitting tools...
>>
>
> There is a sax version of the bulk_upload.py in the SVN repository. It
> automatically breaks the data in different changesets. The only constraint
> is that you need an unique id for each elements (nodes, ways, relations)
> which may not be always the case. For example, you might have a way with an
> id of -1 and a relation of -1.

That's not a problem with this data.

I managed to upload the whole thing with JOSM though to the test
server in 4 changesets:
http://api06.dev.openstreetmap.org/user/ourFootPrints%20import/edits

Here's an example of a way with some modified tags:
http://api06.dev.openstreetmap.org/browse/way/55355

All of the ourfootprints:* tags are derived from the
ourfootprints:raw_comment tag and munged by this super-ugly code:
http://github.com/avar/ump2osm/commit/ba5964286e4d13fe6f3b2d6b87b123f0b3a453eb

When I upload this for real I'm going to use something like these
changeset tags:
http://api06.dev.openstreetmap.org/browse/changeset/2766

Aside from doing some minor tweaking on highway classifications (e.g.
motorway -> trunk) this dataset is pretty much ready for importing
into the live database. Any comments on that?

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] ourFootPrints.de gögnin að koma á OpenStreetMap

2010-01-11 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/1/11 Daníel Gunnarsson :
> Líst vel á þetta. Skal taka að mér að yfirfara vegi á Suðurlandi.
> Skal einnig yfirfara vegi á Selfossi og nágrannabæjum

Gaman að fá góðar undirtektir frá þér og öðrum. Fyrst það eru svona
margir til í að laga þetta til þegar þetta kemur inn ætti þetta ekki
að vera mikið mál.

Mér tókst ekki að hlaða þessu upp í tilraunaþjóninn með bulk_upload.py
en þetta fór í gegn með JOSM:
http://api06.dev.openstreetmap.org/user/ourFootPrints%20import/edits

Hérna er dæmi um veg með töggum sem ég er búinn að laga pínu til:
http://api06.dev.openstreetmap.org/browse/way/55355

Öll þessi ourfootprints: tögg eru unnin úr ourfootprints:raw_comment,
ég veit ekki sjálfur hvort er sniðugt að hafa þetta þarna, en þetta
kemur eflaust að notum.

Ég ætla fiffa aðeins til töggin á vegunum áður en ég hleð þessu upp,
t.d. highway=motorway -> highway=trunk, en það er takmarkað hverju er
hægt að redda þannig, í þessum grunni eru vegir uppi á hálendi eins
merktir og íbúðargötur í .mp skránni.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] [Imports] ourFootPrints.de data import has started

2010-01-11 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
On Mon, Jan 11, 2010 at 12:01, Ævar Arnfjörð Bjarmason  wrote:
> On Mon, Jan 11, 2010 at 11:48, Sam Vekemans
>  wrote:
>> As long as that person uses a dedicated account, and takes full
>> responsibility, its cool.
>
> It'll be uploaded under the "ourFootPrints import" account.
>
>> 1: add the 'source=ourFootPrints.de' tag to it all
>
> I'll be adding lots of source metadata both on the changeset and on
> the objects themselves.
>
>> 2: slice up the OSM file to bite sized geographical pieces ie. Small
>> enough that JOSM can happely view that whole area in 1 download.
>> -this can easily be done manually, as your file isnt that big. And
>> have a mapping party (social get together) and load it all at once.
>
> Yes perhaps I shouldn't upload it all at once.
>
> What osmosis options should I use to slice up a file into say
> ~100x100km squares while making sure it doesn't do some silly cutting
> of ways/nodes that go over those boundaries that'll ruin something?

FWIW I tried just feeding the 16MB .osm file (it got a bit smaller) to
bulk_upload.py. It reached the 50k node limit on the changeset and
then died:

http://api06.dev.openstreetmap.org/browse/changeset/2766

Time to check out some of the splitting tools...

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] ourFootPrints.de gögnin að koma á OpenStreetMap

2010-01-11 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/1/11 Davíð Jakobsson :
> Flott þetta! Líst sjálfur ágætlega á þetta plan en það gæti verið vert
> að skoða hvernig menn staðið að þessu áður, samanber með Tiger
> "importin" í USA of fleira.

Þetta er basically gert á svipaðan hátt, í tilfelli TIGER voru lítil
sem engin gögn fyrir þannig þau voru bara sett ofan á. Á Gaza var öllu
eytt áður en betra gagnasett var sett inn.

Corine Land Cover importið í Frakklandi reyndi að finna út sjálfkrafa
hvernig svæðin rákust á svæði sem til voru, en það  er aðeins
auðveldara með landuse svæði en vegi.

Ég gæti farið út í einhverja voðalega hugbúnaðarþróun við að reyna
fullkomna þetta og leysa alla árekstra fyrirfram en það tekur
örruglega minni tíma að bara skella þessu inn og laga þetta svo, svo
geta líka aðrir hjálpað við það :)
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] [Imports] ourFootPrints.de data import has started

2010-01-11 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
On Mon, Jan 11, 2010 at 11:48, Sam Vekemans
 wrote:
> As long as that person uses a dedicated account, and takes full
> responsibility, its cool.

It'll be uploaded under the "ourFootPrints import" account.

> 1: add the 'source=ourFootPrints.de' tag to it all

I'll be adding lots of source metadata both on the changeset and on
the objects themselves.

> 2: slice up the OSM file to bite sized geographical pieces ie. Small
> enough that JOSM can happely view that whole area in 1 download.
> -this can easily be done manually, as your file isnt that big. And
> have a mapping party (social get together) and load it all at once.

Yes perhaps I shouldn't upload it all at once.

What osmosis options should I use to slice up a file into say
~100x100km squares while making sure it doesn't do some silly cutting
of ways/nodes that go over those boundaries that'll ruin something?

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] ourFootPrints.de data import has started

2010-01-11 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
On Mon, Jan 11, 2010 at 11:25, Ævar Arnfjörð Bjarmason  wrote:
> to create a free of change Garmin map of Iceland

That should of course be "free of charge".

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] ourFootPrints.de data import has started

2010-01-11 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
ourFootPrints.de
(http://www.ourfootprints.de/gps/mapsource-island_e.html) is an effort
started in 2004 to create a free of change Garmin map of Iceland, for
the past year I've been in contact with Thomas Ransberger who runs the
project about getting his data into OpenStreetMap since we share
similar goals.

A few days ago Thomas provided me with GPX traces & a dump of the road
data on his map to start with. That's 22MB of GPX traces and a 29MB
.osm file (the whole of Iceland.osm is around 67MB by comparison).
I've already imported the GPX data under a dedicated user account with
the .osm data to follow soon.

  The import user:
http://www.openstreetmap.org/user/ourFootPrints%20import/traces
  The raw data: http://github.com/avar/ourfootprints-data
  Import scripts / documentation: http://github.com/avar/ourfootprints-import

Here's the 29MB .osm file which is approximately what I'll be
importing, after I've fixed up the source tags / highway tags etc.:

!! DO NOT UPLOAD THIS
http://v.nix.is/~avar/noindex/ourfootprints/ofp.osm.bz2 !!

The plan is basically to upload that as-is except change the tags to
be e.g. ourfootprints:highway=residential instead of
highway=residential. That way a lot of duplicate data will be added to
the database temporarily until we manually review & sort it out by
either deleting it, merging it in to have highway=residential. Most of
the data users like the renderers, mkgmap etc. won't notice since the
roads will use previously unused tags.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] OpenStreetMap.is vefurinn að fara í loftið

2010-01-05 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/1/5 Thorir Jonsson :
> Sæll Ævar,
>
> Já það væri flott.
>
> Kv. Þórir Már

Þetta er komið.

Það væri líka ágætt að hafa talk-is listann inn í CC fyrir póst sem
sendur er frá openstreetmap.is, eða ef samskiptin eru þess eðlis að
það sé betra að hafa þau í prívat að senda eitthvað á póstlistann um
hvort þau tókust til eða ekki og við hvern var talað.
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] Announce: Icelandic OpenStreetMap website now up at http://openstreetmap.is

2010-01-04 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
The Icelandic OpenStreetMap website is now up at:

http://openstreetmap.is
http://osm.is

It's a Catalyst-based application hosted on github:

http://github.com/avar/App-OpenStreetMapIs-Web

Oh and I don't think there was ever an announcement about the talk-is
mailing list, anyway we're there for queries in Icelandic or English
about the OSM data in and around Iceland:

http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Also I'm open to URL hack usage of openstreetmap.is (.is domains are
especially good at this). I'm paying the ~70EUR/year domain fee out of
my own pocket and I'm potentially open to zone delegation for a clever
subdomain for a one-time fee.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] OpenStreetMap breytingar á Íslandi síðasta árið

2010-01-04 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2009/12/6 Ævar Arnfjörð Bjarmason :
> OpenStreetMap vefurinn http://openstreetmap.org og Potlatch ritillin
> sem aðgengilegur er á sama vef hafa verið þýddir á íslensku á síðasta
> ári.

Smá síðbúið aukaspam: Íslenski OpenStreetMap vefurinn er núna kominn
upp á http://openstreetmap.is/

Hann er nokkuð minimalískur enn áætlunin er að setja inn meiri
upplýsingar til að auðvelda íslenskumælandi að komast inn í verkefnið.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] OpenStreetMap.is vefurinn að fara í loftið

2010-01-03 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/1/2 Thorir Jonsson :
> Ég væri til í openstreetmap.is mail forward.

Þá  thorir...@openstreetmap.is / thorir...@osm.is á thorir...@gmail.com ?

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] OpenStreetMap.is vefurinn að fara í loftið

2010-01-03 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2010/1/2 Ævar Arnfjörð Bjarmason :
> Ég kom loksins einhverju á openstreetmap.is í dag:
>
>    http://openstreetmap.is (einnig á http://osm.is)

Ég var að bæta útlitið og efnið á síðunni, þetta er nú orðið
awesomefantastic web 2.0 krep með Twitter sidebar (sem hægt er að bæta
við með því að babla eitthvað með #osmis tagginu á Twitter).

Skoðið þetta: http://openstreetmap.is/

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] OpenStreetMap.is vefurinn að fara í loftið

2010-01-01 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Ég kom loksins einhverju á openstreetmap.is í dag:

http://openstreetmap.is (einnig á http://osm.is)

Þetta er ekki mikið en ábendingar um texta og jafnvel einhver tilbúin
skrif væru vel þegin. Einnig er ég mjög lélegur í útlitshönnun og fæ
þetta CSS menu ekki til að líta vel út (aðalhönnuninni er að mestu til
stolið af http://openstreetmap.ca).

Vefnum er haldið við á github hér:

http://github.com/avar/App-OpenStreetMapIs-Web

Ég get einnig sett up póst-forward á openstreetmap.is léninu sem lítur
kannski betur út ef það er verið að senda póst til aðila & stofnana að
biðja þá um gögn, hefur einhver hér áhuga á að fá mail forward í
slíkum tilgangi?

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Vallar- og Helluhverfi í Hafnarfirð i

2009-12-26 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2009/12/25 Svavar Lúthersson :
> Ég er nokkuð nýr á þessum póstlista en frétti þó af OSM fyrir eitthvað
> um ári síðan þegar ég reyndi að redda ókeypis korti á Garmin tækið mitt.
> Ævar rifjaði upp kynni mín af OSM verkefninu þegar hann kom með
> tilkynningu um gengi þess síðastliðið ár á FSFÍ póstlistann. Stuttu
> eftir það nefndi ég á sama póstlista að ég myndi glaður redda punktum ef
> ég fengi lánað tilsvarandi tæki. Baldvin hjá Rögg stökk á það boð og
> sótti ég tækið til hans svo ég gæti safnað punktum yfir eina helgi. Þar
> sem ég gat ekki tekið þá úr tækinu sendi hann mér punktana og setti ég
> þá inn með hjálp JOSM. Það ferli tók enga stund miðað við þann tíma sem
> það tók að safna þeim.
>
> Reynslan var nokkuð dýrmæt þar sem ég bæði safnaði punktum fyrir OSM og
> kynntist nágrenninu betur (í sumum tilvikum rifjaði ég þau upp).
> Nágrennið sem um ræðir er Vallarhverfið í Hafnarfirði ásamt
> Helluhverfinu (iðnaðarhverfi) en þið ættuð að geta séð afraksturinn á
> OSM vefnum. Í einhverjum tilvikum þurfti ég að leiðrétta punkta en í
> langflestum tilvikum bætti ég þeim við. Því miður skráði ég ekki alltaf
> hvað göturnar hétu svo að sumar þeirra eru nafnlausar þessa stundina.
> Einnig yfirsást mér nokkrar götur en ég setti þær á OSM bugs. Ef einhver
> hefur tillögur um það sem mætti fara betur hjá mér er það velkomið.
>
> Það væri betra ef ég þyrfti ekki alltaf að fá tæki að láni og langar mig
> því að kaupa mitt eigið tæki punktasöfnunartæki. Það væri betra upp á að
> geta safnað punktum án mikils fyrirvara og í smærri skömmtum. Review
> listinn á OSM er (því miður) alltof stór og torlesinn svo ég efast um að
> ég muni nokkurn tímann getað notað hann til að finna hentugt tæki. Ég
> væri þakklátur ef þið getið bent á ákveðið tæki sem ég ætti að geta
> notað hvort sem það er í bíl eða fótgangandi. Það má alveg kosta nokkra
> þúsundkalla og þarf ekki að vera ódýrasta tækið á markaðnum (þó ekki of
> dýrt).
>
> Það er mikið verk fyrir höndum í Hafnarfirðinum þar sem það vantar mikið
> af götum. Sem Hafnfirðingi sárnar mér að sjá götuskortinn í Hafnarfirði
> og langar mig að bæta úr því sem fyrst. Bara svo þið fáið nasaþef af því
> sem þarf að laga er hér grófur listi.
>
> Vantar í Hafnarfirði:
> * Góður hluti af Hvömmunum.
> * Götur hér og þar í Holtinu.
> * Götur hjá suðurhluta hafnarinnar (Suðurhöfn).
> * Nokkuð margar götur sunnan Lækjargötu.
> * Góður hluti gatnanna sem liggja út frá Hlíðarbergi (afgangurinn af
> Setberginu virðist vera nokkuð ítarlegur).
> * Vantar götur í miðbænum.
> * Vantar mikið af götum í Hraununum vestan Fjarðarhrauns.
> * "Gamli bærinn" að mestu ókortlagður.
>
> Vantar í nágrenni Hafnarfjarðar:
> * Ýmislegt milli Hafnarfjarðar og Álftaness (vegir, sveitabæir o.s.frv.)
> * Ýmsir bæir á Álftanesinu (aðallega þeir sem eru að Suðurnesvegi og
> Norðurnesvegi).
> * Götur hjá Stígunum á Álftanesi ásamt tilheyrandi sveitabæjum.
> * Eiginlega allt Ásahverfið í Garðabæ.
>
> Ef ég kemst ekki í þetta eða einhver vill hjálpa mér með þetta, þá hafið
> þið allavega listann.

Gaman að sjá einhverja virkni í Hafnarfirðinum, þetta hefur verið það
svæði á Höfuðborgarsvæðinu sem hefur verið hve minnst virkni á,
vonandi er það að fara breytast. Gaman að sjá heilt hverfi birtast
þarna.

Eitt sem ég vil benda þér á er validator viðbótin í JOSM, það er mjög
auðvelt að finna ýmsar villur og annað sem má bæta með henni. T.d.
vantar nöfn á nokkrum vegum hjá þér, t.d. þessum:


http://www.openstreetmap.org/?lat=64.04167&lon=-21.96912&zoom=15&layers=B000FTFT&way=46965923

Til að finna fleiri athugasemdir getur þú letiað að user:Kjarrval með
JOSM leitarvélinni og svo smellt á "Validate" (eða "Athugun" ef þú
notar JOSM á íslensku) til að sýna möguleg vandamál.

Svo væri gott að fá place=suburb nóður á kortið (og jafnvel svæði) til
að sýna hvar sum þessara hverfa sem þú ert að tala um eru, ég veit
ekkert hvar Hvammarnir eða Holtin eru :) Álftanesið eða Akranesið eru
ágætis dæmi um hvernig svona er merkt, þar eru líka landuse=* svæði
sem er gaman að hafa ef þú nennir að teikna þau gróflega.

Svo væri mjög gott ef þú gætir hlaðið upp ferlum á vefinn hérna:

http://www.openstreetmap.org/user/Kjarrval/traces

Það er mjög gott að hafa þessa ferla til hliðsjónar fyrir síðari
breytingar, sérstaklega ef þeir eru merktir sem auðkennanlegir
(identifiable).

Ég get lítið ráðlagt þér með GPS tæki, ég Garmin tækin eru góð
all-round tæki, sérstaklega eTrex línan eins og Christoph minntist á.

Svo er líka fínt að setja svona TODO lista inn á OpenStreetBugs, en ég
sé að þú hefur uppgvötað það nú þegar.

Þá held ég að mínu síðnæturblaðri sé lokið í bili, endilega sendur
spurningar á listann ef eitthvað vefst fyrir þér, og velkominn á
OpenStreetMap!
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] Nominatim þýðinga á Translate wiki

2009-12-25 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Nýlega var leitarvél OpenStreetMap
(http://nominatim.openstreetmap.org) breytt þannig að hægt er að þýða
úttak úr henni,  það er mikið eftir sem þarf að þýða á íslensku hér:


http://translatewiki.net/w/i.php?title=Special:Translate&task=untranslated&group=out-osm-site&language=is&limit=500

Flest þessi skilaboð eru forskeyti (*nominatim.prefix) og hef ég verið
að þýða þau skilaboð í nefnifalli með ákveðnum greini, t.d. "Shop" ->
"Verslunin", þá verður leitarniðurstaðan t.d. "Verslunin Bónus,
Reykjavík".

Endilega skráið ykkur á Translatewiki ef þið eruð ekki með reikning
þar nú þegar, hér eru upplýsingar um hvernig það er gert:

http://www.openstreetmap.org/user/Siebrand/diary/8342

Góðar stundir.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] [Fsfi] OpenStreetMap breytingar á Íslandi síðasta árið

2009-12-07 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2009/12/7  :
>> Ef ég fengi GPS tæki að láni sem styður hnútasöfnun skal ég glaður
>> kortleggja einhver „ókönnuð“ svæði á höfuðborgarsvæðinu.
>
> Við erum tilbúnir til að lána frumstæðan en vel nothæfan búnað okkar til 
> hnútasöfnunar hvenær sem er ef menn eru í aðstöðu til að safna gögnum, hafa 
> tíma og vilja aflögu í slíkt.
>
> Áhugasamir geta sent mér skeyti á bald...@rogg.is eða haft samband við mig í 
> síma 5120050.
>
> Kveðja,
> Baldvin / Rögg

Ég sendi þessi skilaboð frá Baldvin áfrám á fsfi/rglug póstlistann.

Baldvin er með fyrirtækið Rögg ehf (http://rogg.is) sem er að bjóða
GSM+GPS þjónustuna depill (http://depill.is)  og eru að nota
OpenStreetMap kortið sem baksýn og hafa einnig verið mjög virkir að
bæta við gögnin, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] [Fsfi] OpenStreetMap breytingar á Íslandi síðasta árið

2009-12-07 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2009/12/7 Ólafur Arason :
> Hæ ég var að velta fyrir mér hvort það væri sniðugt að hafa samband við
> sveitarfélögin og vegagerðina um að fá upplýsingar frá þeim. Ég veit að
> það er hægt að fá staðsettningar á lóðum frá þeim einfaldlega. Þeir
> hljóta að hafa eitthvað ferli varðandi þetta og ef ekki er hægt að
> þrýsta á þá að veita þessar upplýsingar þar sem þetta er almenningseign.

Við höfum haft samband við nokkuð af opinberum aðilum til að reyna frá
gögn frá þeim. Við höfum ekki verið nógu duglegir við þetta og ættum
kannski að fara senda út eitthvað E-Mail á öll sveitarfélög á Íslandi
t.d. en svörin við beðnum frá okkur eru yfirleitt nei.

Við höfum haft samband við svo ég muni:

 * LMÍ: Flott verkefni, en skv. lögum getum við ekki gefið ykkur neitt
 * Vegagerðina: Við megum nota vegaskrá sem er óhöfundaréttvarin en
við getum ekki gefið ykkur vegaferla
 * LUKR: Óformleg fyrirspurn, þeir selja líka gögn af Reykjavík
per-hektara til verktaka og vilja því líkast til ekki gefa þau
 * Loftmyndir ehf: Nei

Þau gögn sem við höfum fengið eru:

 * Kort af HÍ campus frá HÍ:
http://commons.wikimedia.org/wiki/Category:Campus_Maps_of_University_of_Iceland
 * Götukort af Ásbrú frá Kadeco:
http://commons.wikimedia.org/wiki/File:Asbru_skilti_kort_v6.pdf
 * Leyfi til að nota póstnúmeraskrá frá póstinum (ég ætla reyna
importa hana á næsta ári)

Það er alls ekki samansemmerki á milli þess að gögn séu í
almenningseign og borguð af skattfé og að þau séu opin þótt síður sé.
Í mörgum tilfellum t.d. með undirstofnanir Menntamálaráðuneytis og
Umhverfisráðuneytis eru reglur í gildi sem koma sérstaklega í vel
fyrir slíkt.

Fyrst LMÍ getur ekki gefið okkur gögn strikar það líka flest önnur
gagnasöfn á Íslandi út úr myndinni. Margir sem eru að halda við
einhverskonar landsupplýsingakerfi gera það ofan á LMÍ gögnin og gætu
þar með ekki gefið okkur gögn þótt þeir vildu.

Eftir standa þá gögn eins og LUKR og álíka grunnar sem ýmis
sveitarfélög, iðnfyrirtæki o.fl. eru með. Við þurfum endilega að setja
okkur á samband við þessa aðila og reyna fá frá þeim gögn.

> Vandinn við þetta er kannski of mikið af upplýsinum. Ég vinn fyrir
> verktakafyrirtæki og við erum með fjöldan allan af götum mældar en þær
> eru alltof nákvæmar fyrir þetta.

Það eru engin gögn of nákvæm fyrir OpenStreetMap. Þó að flest gögnin á
Íslandi núna séu með 1-10 m nákvæmni er það bara því þau eru teiknuð
upp úr GPS ferlum, og það eru einu gögnin sem við höfum fengið hér á
landi.

Grunnurinn sjálfur styður núna hnit með 7 tölustafi á eftir punktinum,
sem þýðir 1-3 cm nákvæmni eftir því hvar maður er staddur á
jarðkringlunni.

Hérna er t.d. dæmi um gögn á OSM þar sem búið er að teikna allar götur
sem svæði (en ekki bara línur) auk nákvæmra lóðamarka:

http://bestofosm.org/?type=mapnik&lon=11.42740&lat=51.30114&zoom=18

Ef þú skoðar http://bestofosm.org betur finnuru mikið af mjög nákvæmum
gögnum, sérstaklega undir "Data imports".

Við erum að reyna safna saman öllum frjálsum kortagögnum, ekki bara
gögnum með einhverja ákveðna nákæmni.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] [Fsfi] OpenStreetMap breytingar á Íslandi síðasta árið

2009-12-06 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2009/12/6 Einar Indridason :
> 2009/12/6 Ævar Arnfjörð Bjarmason 
>>
>> Það hafa orðið miklar framfarir í því að setja OSM kortið inn á Garmin
>> tæki á síðasta ári og eitt af því sem virkar núna er að búa þau til
>> með route möguleika. Fyrrnefnt kort mitt af Íslandi er búið til með
>> route möguleika og er með leiðarlýsingu (sem er búin til sjálfkrafa af
>> tækinu sjálfu), sjá t.d. þetta skjáskot af rútun í Reykjavík:
>
> Er gjörlegt að setja OSM kort í Garmin tæki með Linux?

Já. Ég hef aldrei gert það öðruvísi. Flest Garmin tækjana styðja að
fara í USB Mass Storage ham þannig að þau koma upp sem venjulegur
diskur í Linux. Þá einfaldlega afritar maður gmapsupp.img skránna í
/media/gps/Garmin/ og endurræsir svo tækið.

Hérna eru leiðbeiningar fyrir þetta:

http://wiki.openstreetmap.org/wiki/OSM_Map_On_Garmin#Everywhere_else

Sum tækjana hinsvegar (ekkert sem enn er selt í dag held ég) nota
einhvern lokaðan USB serial protocol til að senda kortið yfir. Þá
geturu ef þú ert með Linux á x86 samhæfum örgjöva náð í ókepis en
lokaða forritið sendmap og sent kortið yfir þannig.

Í versta tilfelli geturu keyrt MapSource í Wine, en ég veit ekki um
nokkurn mann sem hefur þurft að fara þá leið.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] [Fsfi] OpenStreetMap breytingar á Íslandi síðasta árið

2009-12-06 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2009/12/6 Svavar Lúthersson :
> Ég ætlaði að setja OSM kortið inn á Garmin GPS tækið mitt fyrir um ári
> síðan en gat bara alls ekki búið til kort með route möguleika. Það
> endaði á því að ég neyddist til að kaupa Íslandskort af R. Sigmundsson
> svo ég gæti fengið leiðarlýsingu. Er komið slíkt forrit til að breyta
> kortum af OSM-samhæfðu sniði í kort með leiðarlýsingu? Mig langar helst
> ekki að þurfa alltaf að kaupa nýjustu útgáfuna af þessu blessaða korti.

Það hafa orðið miklar framfarir í því að setja OSM kortið inn á Garmin
tæki á síðasta ári og eitt af því sem virkar núna er að búa þau til
með route möguleika. Fyrrnefnt kort mitt af Íslandi er búið til með
route möguleika og er með leiðarlýsingu (sem er búin til sjálfkrafa af
tækinu sjálfu), sjá t.d. þetta skjáskot af rútun í Reykjavík:

  http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Image:Garmin-map-of-Iceland-Routeable-2.png

Það er líka með leitarmöguleika þannig hægt er að leita að götum en þó
ekki húsnúmerum, sem skiptir reyndar litlu máli fyrir Ísland þar sem
við erum ekki með nema um 50 húsnúmer á meðan færeyingar eru með 20
þúsund :)

> Ef ég fengi GPS tæki að láni sem styður hnútasöfnun skal ég glaður
> kortleggja einhver „ókönnuð“ svæði á höfuðborgarsvæðinu.

Ég er því miður ekki á landinu en ég sendi skilaboðin á talk-is@ ef
svo skyldi vera að að einhver sé til í að lána þér tæki.

Ef áætlunin var að keyra um á bíl og þú átt fartölvu vil ég líka benda
þér á að einföld USB eða Bluetooth "data logger" tæki eru orðin mjög
ódýr, allt niður í 30-40$.
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] Viljið þið skrifa frétt um Op enStreetMap?

2009-12-06 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Ég er þáttakandi í OpenStreetMap verkefninu sem er samvinnuverkefni
fyrir fólk á öllum aldri þar sem fólk býr til kort af umhverfi sínu
sér til skemmtunar og hagsbóta.

Hér sést Íslandkortið:

http://osm.org/go/e1o2D--

Og hér er tölvupóstur sem ég var að senda á FSFÍ/RGLUG sem fjallar um
stöðu verkefnisins og það sem hefur gerst í því á síðasta ári:

http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/2009-December/000333.html

Ef þið (fréttastofur sem ég er að hafa samband við) hafið áhuga á að
skrifa um verkefnið stutta (eða jafnvel langa) frétt hafið þá endilega
samband við mig.

Aftir af þessum pósti er sent á OpenStreetMap póstlistann fyrir Ísland.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] OpenStreetMap breytingar á Íslandi síðasta árið

2009-12-06 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Ævar heiti ég og vil gefa ykkur smá skýrslu um það hvernig
OpenStreetMap verkefninu hefur farnað á síðastliðnu ári þegar kemur að
Íslandi. Ég sendi skilaboðin á FSFÍ og RGLUG listann auk póslistans
fyrir OSM á Íslandi þar sem árlegar stöðuskýrslur um frjáls verkefni
tengd Íslandi eru örugglega vel þegnar þar.

Fyrir þá sem ekki vita er OpenStreetMap kortagrunnur af allri jörðinni
sem inniheldur efni undir frjálsu leyfi (CC-BY-SA) og miðar að því að
verða aðalupplýsingaveitan fyrir kortagögn, rétt eins og Wikipedia er
orðin aðalveitan fyrir alfræðigögn.

Það er misjafnt eftir svæðum hvernig því lokamarkmiði gengur. Á sumum
átaka- og fátæktarsvæðum er OpenStreetMap kortið það besta sem til er
því engin önnur samtök hafa áhuga á að legga vinnu í slíka
kortlagningu, en á flestum stöðum í heiminum erum við enn að rekja
lestina miðað við ófrjálsa ríkisstyrkta grunna sem hafa áratugsforskot
á okkur. En jafnvel á þeim svæðum erum við oft betri. Það eru t.d.
margir göngustígar og slóðar á OpenStreetMap á Íslandi sem eru ekki á
neinu öðru korti því það svarar ekki kostnaði að kortleggja þá.

Eðli grunnsins fer mikið eftir svæðum. Sums staðar, t.d. í
Bandaríkjunum, voru þegar til stórir kortagrunnar undir frjálsum
leyfum (TIGER) sem lögð er mikil vinna í að leiðrétta og bæta. Á öðrum
stöðum, t.d. í flestum stórborgum Evrópu, eru til góðar loftmyndir í
boði Yahoo! sem nægja til að rekja allt niður í gangstéttir og fer
mikil vinna í að teikna upp eftir þeim.

Á Íslandi hinsvegar er nánast allt efnið í grunninum með örfáum
undantekningum rekið upp úr GPS ferlum. Notendur fara um götur, stíga
og annað með GPS tæki og teikna svo upp vegi, punkta og fleira upp úr
þessum ferlum.

Annað sem vert er að taka fram er að OSM verkefnið er að sækjast eftir
því að halda við kortagrunni en ekki kortasýn. Lokamarkmiðið er ekki
að fá fólk til að nota http://www.openstreetmap.org í stað
http://maps.google.com eða http://ja.is/kort/ heldur að fá þá
síðarnefndu til að nota gögn frá okkur í stað NAVTEQ eða Samsýn.

En nóg um það. Hér er tölfræðilegt yfirlit yfir breytingar á síðasta
ári, eða 1. desember 2008 til 1. desember 2009

  Hnútar: +47.3% (222.540 í 327.739
  Vegir: +54.1% (11.134 í 17.159)
  Vensl: +442% (69 í 374)
  Stök (í venslum): +522% (273 í 1.698)
  Eigindi: +7.2% (136.035 í 145.789)
  Iceland.osm (XML): +80.5% (36MB í 65MB)

Hnútar eru punktar á kortinu, vegir eru svo línur samansettar úr 2 eða
fleiri punktum, vensl eru yfirtýpur notaðar til að lýsa t.d.
þjóðvegum, strætóleiðum o.fl. og eru stök hnútar, vegir og vensl sem
eru stök í venslum. Eigindi eru svo "tögg" á hnútum, vegum og venslum
sem við notum til að lýsa hvers kyns hlut er um að ræða.

Þetta segir manni svo sem ekki mikið, svo að hérna er þetta í
sjónrænna formi eftir völdum svæðum á landinu, bæði í osmdiff myndum
og með tenglum á OpenStreetMap. Svartir litir tákna nýja hluti, rautt
þeim sem hefur verið eytt, bláir eru gamlir hlutir með nýja
staðsetningu og gulir eru sömu hlutirnir með ný eigindi. Athugið að
allar myndirnar er hægt að nálgast í hárri upplausn á flickr og hérna:
http://osm.nix.is/diff/archive/2009-12-01/

= Ísland allt:
  http://www.flickr.com/photos/avarab/4162703039/in/set-72157622947276842/
  http://osm.org/go/e1pRE--

= Reykjavíkursvæðið:

  Við Reykjavíkursvæðið er búið að bæta miklu á síðasta ári.
Mosfellsbær hefur stórskánað, ýmis hverfi eins og Breiðholtið (f. utan
Seljahverfi), Norðlingaholt, Lönd o.fl. sem voru með ókláruð veganet
eru nú vel á veg komin. Álftanesinu var bætt við, Heiðmörkin er komin
í ágætisstand og að lokum hefur mikið verið betrumbætt í kringum svæði
sem þegar voru inni. T.d. hjá Kringlunni, Smáralind og í miðbæ
Reykjavíkur svo eitthvað sé nefnt.

  http://www.flickr.com/photos/avarab/4163471758/in/set-72157622947276842/
  http://osm.org/go/e0Uud0r-

  Kópavogur:
Svæðið í kringum Smáralind hefur mikið skánað en að öðru leiti
hafa litlar breytingar verið gerðar.
http://www.flickr.com/photos/avarab/4163470486/in/set-72157622947276842/
http://osm.org/go/e0UuTE2--

  Hafnarfjörður:
Lítið er um breytingar í Hafnarfirði, en einu heilu hverfi var bætt við.
http://www.flickr.com/photos/avarab/4163471558/in/set-72157622947276842/
http://osm.org/go/e0UpdUB--

= Akureyri:
  Akureyrarbær var þegar vel kortlagður en á síðasta ári var bætt við
landnýtingarsvæðum, Glerártorgi, Háskólasvæðinu og Lystigarðinum svo
eitthvað sé nefnt.
  http://www.flickr.com/photos/avarab/4163472592/in/set-72157622947276842/
  http://osm.org/go/e1sW7Nm--

= Ísafjörður:
  Ísafjörður og Vestfirðirnir allir hafa stórskánað á síðasta ári, en
enn vantar mikið upp á.
  http://www.flickr.com/photos/avarab/4162711247/in/set-72157622947276842/
  http://osm.org/go/efvVlur

= Nýtt á kortinu:

Eftirfarandi svæðum hefur verið algerlega bætt við á síðasta ári:

  Akranes:
Akranes var kortlagt á tveimur dögum og er nú eitt best kortlagði
bærinn á Íslandi og er gott dæmi um hvað er hægt að gera á stuttum
tíma.
http://www.flickr.com/pho

[Talk-is] OpenStreetMap breytingar á Íslandi síðasta árið

2009-11-18 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Það er u.þ.b. ár síðan ég fór að halda úti http://osm.nix.is og ég hef
allan þann tíma verið að vista gamlar .osm skrár af Íslandi, þannig
núna get ég tekið saman smá tölfræði.

Á milli 1. nóvember 2008 og 2009 urðu þessar breytingar á Íslandskortinu:

Hnútar: 199,263 -> 316,015
Vegir: 10,340 -> 16,504
Vensl: 44 -> 372
Eigindi: 135,089 -> 144,756

Iceland.osm skráin óx á þessum tíma úr 33MB í 61MB.

Hér sést þetta á stórri mynd:
http://osm.nix.is/diff/archive/2009-11-01/365-year.png

Svartir litir = nýir hlutir, rautt = eytt, blár = breytt staðsetning,
gulur = breytt eigindi

Nánari upplýsingar fyrir sértækari svæði innan Íslands er hægt að
nálgast hérna: http://osm.nix.is/diff/archive/2009-11-01/

Ég ætla reyna koma einhverju frekara info saman fyrir fyrir/í desember
og vonandi koma openstreetmap.is vefnum í loftið loksins líka. Það
veitir svoldið af nýju blóði í verkefnið hjá okkur.

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


[Talk-is] OpenStreetMap kortið á Íslensk u

2009-11-09 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
Þetta er nokkuð bráðabirgða, en hér sést OpenStreetMap á íslensku:


http://cassini.toolserver.org/tile-browse/browse-is.html?zoom=2&lat=39.10439&lon=-13.14478

Þetta er að nota name:is=* töggin á löndum og höfuðborgum, ef þið
bætið við fleiri slíkum töggum í gögnunum munu þau sjást þarna á
endanum.
___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Aðstoðið við að þýða Open StreetMap vefsíðuna, Potlatch og JOSM

2009-10-28 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2009/10/18 Ævar Arnfjörð Bjarmason :
> 2009/10/1 Ævar Arnfjörð Bjarmason :
>> Það er nú hægt að þýða OpenStreetMap vefsíðuna og Potlatch á Translatewiki:
>>
>>    http://translatewiki.net/wiki/Translating:OpenStreetMap
>
> Ég er búinn að þýða Potlatch ritilinn 100%. Það væri gott að fá
> athugasemdir um hvernig það tókst til.

Reyndar er Potlatch hjálpin ennþá eftir. Ég þigg aðstoð við að klára hana:

http://translatewiki.net/w/i.php?title=Special:Translate&task=untranslated&group=page|Osm:Potlatch-help-html&language=is&limit=250

___
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is


Re: [Talk-is] Aðstoðið við að þýða Open StreetMap vefsíðuna , Potlatch og JOSM

2009-10-21 Thread Ævar Arnfjörð Bjarmason
2009/10/20 Pjetur G. Hjaltason :
> Sunnudaginn 18. október 2009 17:28:49 skrifaði Ævar Arnfjörð Bjarmason:
>> 2009/10/1 Ævar Arnfjörð Bjarmason :
>> > Það er nú hægt að þýða OpenStreetMap vefsíðuna og Potlatch á
>> > Translatewiki:
>> >
>> >    http://translatewiki.net/wiki/Translating:OpenStreetMap
>>
>> Ég er búinn að þýða Potlatch ritilinn 100%. Það væri gott að fá
>> athugasemdir um hvernig það tókst til.
>>
>> Vefsíðan sjálf er aðeins á eftir með c.a. 130 óþýdda strengi. Eitt sem
>> ég er ekki viss um hvernig á að þýða er þetta í GPX upphalinu:
>>
>> ↓trace.visibility.trackable   Trackable (only shared as anonymous,
>> ordered points with timestamps)
> Orðabókarþýðing:
> Slóðin: (kvk)
>  Rekjanleg (óauðkennanleg, aðeins sýnd sem raðaðir punktar með tímastimpli)
> Punktarnir: (kk)
>  Rekjanlegir (aðeins deilt sem óauðkennanlegum, röðuðum punktum með
> tímastimpli)
>
> Eða:
>  Rekjanleg (óauðkennanleg, aðeins sýnd sem punktar raðað í tímaröð)
>  Rekjanleg (óauðkennanleg, aðeins sýnd sem raðaðir tímasettir punktar)
>  Rekjanleg (óauðkennanleg, aðeins deilt sem röðuðum punktum...)
>  Rekjanleg (aðeins deilt sem óauðkennanlegum röðuðum punktum...)
>  Rekjanleg (deilt sem óauðkennanlegum röðuðum punktum...)
>  Rekjanleg (ekkert auðkenni, aðeins deilt sem punktum raðað í tímaröð)
>  Rekjanlegir (óauðkennanlegir, raðaðir punktar ...
>  ...
>
>> ↓trace.visibility.identifiable        Identifiable (shown in trace list and
>> as identifiable, ordered points with timestamps)
> Auðkennanlegir (sýndir í slóðalista sem auðkennanlegir, raðaðir punktar með
> tímastimpli)
>
>> ↓trace.visibility.public              Public (shown in trace list and as
>> anonymous, unordered points)
> Almennur (sýndir í slóðalista sem óauðkennanlegir, óraðaðir punktar)
> Öllum sýnilegir (sýndir í...
>
>> ↓trace.visibility.private     Private (only shared as anonymous, unordered
>> points)
> Prívat (aðeins deilt sem óauðkennanlegum, óröðuðum punktum)
> Prívat er jú danska(enska/latína), þannig að "Einkapunktar" eða "Einkaslóð"
> væri sennilega betra og skýrara.
>
>>
>> Spurning hvernig er best að þýða
>> trackable/identifiable/public/private. Áður var ég bara búinn að þýða
>> "PUBLIC" sem "ALLIR SJÁ".
>>
> Spurningin er fyrst of fremst hvernig (hvað) við erum að senda inn:
> slóðir (kvk) eða punkta (kk) ?
> Og svo samhengið, þ.e.a.s val-listinn ætti að vera einsleitur; tengdur slóð,
> samhengi og kyni:
>  (Rekjanleg/Auðkennanleg/Almenn/Einkaslóð)
> Eða ef við erum að fjalla um punkta:
>  (Rekjanlegir/Auðkennanlegir/Almennir/Einkapunktar)

Hingað til hef ég verið að nota hugtakið "Ferill" (kk) yfir "GPS/GPX
track" sem er það sem ég hef lært að kalla þetta og virðist vera notað
af flestum sem vinna með GPS tæki (sjá t.d. Google leitir á site:is
með þessu hugtaki).

> Annað tengt mál:
> Upphal/niðurhal (ath. beygingu á http://bin.arnastofnun.is/leit.php?q=hala)
> finnst mér alltaf óskýrt og hefur fundist frá upphafi.
> Þegar ég var fyrst að kynnast þessu upload/download, var aðaltölvan niðri í
> kjallara. Því var upload auðvitað að sækja eitthvað *upp* til mín (örugglega
> ekki tengt því að senda eitthvað niður), og download eitthvað sem ég sendi
> *niður* á aðaltölvuna (ekki upp til mín) :-)
> Ég spurði líka konuna nú í kvöld um niðurhal og upphal, það komu vöflur á
> hana, niðurhal kannaðist hún við, en upphal var ekki á hreinu (hún er ekki
> tölvunörd).
> Fletti download einnig upp á Wikipedia og Wiktionary og sá að þar voru menn
> einnig í vandræðum með að skilgreina í hvaða átt var verið að flytja gögn.
> Og þýðingar annara tungumála á þessu enska orði voru ekki allar bein
> orðabókarþýðing á down-load.
>
> Mæli því sérstaklega með því að við notum (almennt og yfirleitt) einfaldara og
> *skýrara* íslenskt orðalag.
>
> *Sækja* (download) og *senda* eða *senda inn* (upload).
>
> Við *sækjum* gögn, myndir, skilaboð dagsins...
> Og á sama hátt *sendum*  við (inn) í gagnagrunninn punkta eða slóðir...

Takk fyrir þetta Pétur. Gott að fá svona athugasemdir um þýðingar. Ég
vil líka benda þér (og öðrum) á ef þú veist það ekki nú þegar að þú
getur breytt þessum þýðingum beint:

Fyrir Translatewiki (vefsíðan+Potlatch): (leiðbeiningar):
http://www.openstreetmap.org/user/Siebrand/diary/8342
Fyrir launchpad (JOSM):
https://translations.launchpad.net/josm/trunk/+pots/keys/is/+translate

Varðandi Senda/Sækja er ég sammála. Það er mun þjálla en þessi
upphal/niðurhal/hala upp/hala niður/upphalið/niðurhalið vitleysa.
Almennt séð reyni ég líka að nota almennt og einfaldara orðalag yfir
hlutina þegar ég er að þýða en flókin sérorð.

Niðurhala/Upphala hefur þó þann kos

  1   2   >