Hæ.

Gallinn við stígagögnin frá Reykjavíkurborg er að þau eru frekar teiknuð
upp á útlitið en routing. Fyrir okkur var þetta auðvitað ekki
ákjósanlegasta staðan. Við fengum hins vegar nokkuð tæmandi safn yfir
stíga, jafnvel stíga sem við myndum líklegast ekki fá af loftmyndunum
einum saman. Hvað varðar routing gæti þetta verið bjarnargreiði en
nokkuð góður greiði þegar kemur að því að vita hvar stígar eru og hvar
þeir liggja. Með Laugaveginn tek ég þetta algerlega á mig, sérstaklega
þar sem ég á heima þar rétt hjá og hefði auðvitað átt að hafa klárað
þetta þar fyrir löngu.

Okkar vantar smá átak til þess að skrá betur gangbrautir og aðrar
þveranir yfir götur. Tók sjálfur einhver þannig svæði á sínum tíma en
hef því miður fært áhersluna annað innan OSM. Hef samt tekið nokkuð
margar GPS taggaðar ljósmyndir af slíkum þverunum í einhverjum
gönguferðanna sem ég hef farið. Ef einhver hefur áhuga á að skrá þetta í
massavís, þá get ég tekið þær myndir saman og sent viðkomandi. Margar
þverananna sem myndir eru af gætu þó verið augljósar út frá loftmyndum.

Hvaða svæði finnst ykkur að ættu að vera í forgangi þegar bæta á við
þessum tengingum?

Með kveðju,
Svavar Kjarrval

On 11/08/14 16:26, Arni Davidsson wrote:
> Sæl
>
> Á að skrifa hér á ensku frekar en íslensku? Ég byrja allavega á íslensku.
>
> Það hefur áður verið minnst á að leiðavalið (routing) fyrir gangandi
> og hjólandi sé ekki að ganga sem skyldi í Open street map. Ástæðan er
> að hluta til innfærsla á gögnum yfir stíga frá sveitarfélögunum því í
> þeim gögnum virðast stígar oft ekki tengdir yfir götur né við götu.
> Þannig virkar leiðavalið ekki vegna þess að stígar eru einfaldlega
> ekki tengdir. Það er fyrirsjáanlegt að það er talsverð vinna að tengja
> stígana. Sjá t.d. það sem gerist hér að neðan í ridethecity og hvernig
> gögnin líta út í openstreetmap og í borgarvefsjá:
>
> http://is.ridethecity.com/#3655489
> http://www.openstreetmap.org/#map=17/64.14255/-21.90141&layers=C
> http://borgarvefsja.reykjavik.is/borgarvefsja/?_ga=1.45753188.1365589408.1360679825
>
> Það er spurning hvort stígagögn sveitarfélaganna hafi ekki verið
> hálfgerður bjarnargreiði frá þessum sjónarhóli en spurningin er
> hvernig á að laga þetta? Á bara að hella sér í að tengja stíga við
> götur og yfir götur þar sem um þverun er að ræða. Eins og þið sjáið í
> Hátúni er fullt af þverunum og meira að segja þveranir á
> gangbrautarljósum á Laugavegi koma ekki fram í Openstreetmap.
>
> Einhverjar snjalla hugmyndir?
>
> kveðja
> Árni Davíðsson
>
>
>
> -- 
> Árni Davíðsson
> arni...@gmail.com <mailto:arni...@gmail.com>
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is@openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Attachment: signature.asc
Description: OpenPGP digital signature

_______________________________________________
Talk-is mailing list
Talk-is@openstreetmap.org
https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

Reply via email to